KYLFINGUR 2024

Tólf íslenskir kylfingar tóku þátt í spennandi liðakeppni fyrir eldri kylfinga sem fram fór á Spáni. Mótið var haldið á hinum glæsilegu Saurines- og Alhama-golfvöllunum, sem stað­ settir eru nærri borgunum Murcia og Cartagena á suðausturhluta Spánar. Keppnisfyrirkomulagið byggðist á því að þrjú bestu skorin úr hverju liði á hverjum hring töldu í höggleiknum, sem skapaði jafna og spennandi keppni. Alls tóku tólf lið þátt, þar af þrjú frá Íslandi, sex frá Svíþjóð, tvö frá Finnlandi og eitt frá Noregi. Íslenskt lið með glæsilegan sigur Jón Karlsson úr GR, Hjalti Pálmason, Tryggvi Traustason og Sigurbjörn Þor­ geirsson sýndu einstaka takta á mót­ inu. Þeir voru efstir eftir höggleiks­ keppnina, þar sem þeir léku samtals á 22 höggum yfir pari, sem tryggði þeim sterka stöðu inn í útsláttarkeppnina. Þar mættu þeir fyrst sænsku liði og sigruðu það með glæsilegum hætti 2,5–0,5. Í úrslitum biðu norskir kylfing­ ar, en íslenska liðið hélt áfram á sigur­ braut og tryggði sér í úrslitunum 2–1 sigur. Þessi árangur markar tímamót þar sem þetta er í fyrsta sinn sem slíkt mót er haldið. Góð frammistaða íslensku liðanna Einar Long úr GR, Guðmundur Sigur­ jónsson, Ragnar Ragnarsson og Halldór Birgisson mynduðu annað íslenskt lið og enduðu í 11. sæti eftir höggleikinn með samtals 62 högg yfir pari. Þriðja íslenska liðið var skipað Hall­ dóri Ingólfssyni, Gauta Grétarssyni, Ás­ geiri Jóni Guðbjartssyni og Gunnari Páli Þórissyni. Þeir enduðu í 12. sæti með samtals 77 högg yfir pari. Eftir höggleikinn var liðunum skipt upp í þrjá riðla fyrir holukeppni. Ísland 2 og Ísland 3 mættust í leik um 9.–10. sætið. Þar sigraði Ísland 2 og síðan finnskt lið 3–0 og í framhaldinu sænskt lið 2–1, sem sýnir að íslensku kylf­ ingarnir stóðu sig vel í keppninni. Lokastaðan í höggleiknum undir­ strikaði fjölbreytta keppnishæfileika þátttakenda og mikilvægi liðsanda. Þetta mót er einstakt tækifæri fyrir eldri kylfinga að sýna færni sína og skapa sterkari tengsl milli golfþjóða á Norðurlöndum. Við óskum Jóni, Hjalta, Tryggva og Sigurbirni innilega til hamingju með glæsilegan sigur. Íslenskir 50+ kylfingar frá Íslandi standa sig vel gagnvart jafnöldrum sínum á Norðurlöndunum. Golfklúbbur Reykjavíkur óskar öllum liðunum til hamingju með árangurinn. Íslenskir kylfingar sigra liða­ keppni eldri kylfinga á Spáni Sigurlið Íslands. F.v.: Tryggvi Traustason, Jón Karlsson, Hjalti Pálmason og Sigurbjörn Þor­ geirsson. Jón Karlsson , PGA golfkennari úr GR tók þátt á móti sem leikið var á Senior Golf Tour Europe dagana 22.–24. nóvember, keppni fór fram á Fairplay vellinum í Malaga. Nonni náði þeim árangri að komast í bráðabana um fyrsta sætið en tapaði leiknum, verðlaunaupphæð mótsins var 1100€. Senior Golf Tour Europe er einstök mótaröð þar sem bæði atvinnukylfingar og áhugamenn keppa á jafnréttis­ grundvelli. Mótið hefst með fjórmenningi, þar sem kylfingar mynda lið og spila 18 holur sam­ an. Því næst tekur við einstakl­ ingskeppni 36 holu höggleikur. Völlurinn var í mjög góðu ástandi en vindur mikill á seinni keppnisdegi. Það sem gerir Senior Golf Tour Europe sérstakt er meðal annars breiddin í keppenda­ hópnumen ámeðal þátttakenda eru PGA-golfkennarar, atvinnu­ kylfingar sem tekið hafa þátt á helstu mótaröðum ásamt áhugamönnum sem sækjast eftir spennandi keppnis­ upplifun. Mótaröðin hefur vaxið hratt að vinsældum meðal kylfinga yfir 50 ára, sem vilja halda áfram að keppa. Þar er öllum opið að taka þátt, hvort sem fólk keppir á háu stigi eða er einfaldlega með ástríðu fyrir íþróttinni. Til hamingju með flottan árangur Nonni! I KYLFINGUR I 85

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==