KYLFINGUR 2024
Íslandsmót eldri kylfinga fór fram í lok júní á Leirdalsvelli hjá Golfklúbbi Kópa vogs og Garðabæjar. Keppendur voru alls 122 og voru leiknar 54 holur á þremur keppnisdög um. Í kvennaflokki voru 46 keppendur og 76 í karlaflokki. Keppt var í tveimur aldursflokkum hjá báðum kynjum, 50 ára og eldri, og 65 ára og eldri. Guðrún Garðars, GR, sigraði í kvennaflokki +65 ára í spennandi keppni en Elísabet Böðvarsdóttir, GKG, var höggi á eftir Guðrúnu. Hannes Eyvindsson, GR, sigraði í karlaflokki +65 ára en hann var tveimur höggum betri en Sæmundur Pálsson úr GR. Hannes varð þrívegis Íslandsmeistari í golfi á árunum 1978–1980. Ragnheiður Sigurðardóttir, GKG, sigraði í +50 ára flokki kvenna eftir mikla keppni við Þórdísi Geirsdóttur, GK. Þetta er í fyrsta sinn sem Ragnheiður fagnar þessum titli og rauf hún 9 ára sigurgöngu Þórdísar í þessum flokki. Það var einnig mikil spenna í karlaflokki +50 ára. Þar sigraði Hjalti Pálmason, GM, með minnsta mun en þetta er fyrsti sigur hans í þessum flokki. Jón Karlsson, GR, sem hafði titil að verja var einu höggi á eftir og sexfaldur Íslandsmeistari í golfi, Úlfar Jónsson, GKG, varð þriðji. Guðrún Garðars og Hannes Eyvindsson Íslands meistarar65 áraog eldri F.v.: Hannes Eyvindsson, Guðrún Garðars, Ragnheiður Sigurðardóttir og Hjalti Pálmason. Í þessari holukeppni er keppt í tveggja manna liðum. Hver leikur er 9 holur, leikið er á Korpu og samanlagður punkta fjöldi ræður úrslitum á hverri holu. Tuttugu lið tóku þátt í keppninni í ár. Dregið var í tvær fyrstu umferðirnar um mótherja, en eftir það var raðað eftir stöðu í keppninni þannig að lið með svipaðan vinningafjölda mættist. Í lok sumars mættust fjögur sigur sælustu liðin í útsláttarkeppni um sig urinn í mótinu. Liðin sem komust áfram voru Hinir heppnu, Bráðin, Tengdó og St. Cloud. Leikmennirnir á bak við liðsnöfnin eru Hans Isebarn og Daði Kolbeinsson (hinir heppnu), Guðmundur Rúnar Bragason og Sigurdór Stefánsson (bráðin), Guð mundur S. Guðmundsson og Ragnar Ólafsson (tengdó) og Birgir Guðbjörns son og Walter Hjartarson (St. Cloud). Hinir heppnu og Bráðin unnu sína leiki í undanúrslitum og mættust í úrslitaleik þar sem HINIR HEPPNU unnu góðan sigur. LIÐAKEPPNI 65 ÁRA OG ELDRI HINIR HEPPNU SIGURVEGARAR F.v.: Bráðin: Sigurdór Stefánsson, Guðmundur Rúnar Bragason. Hinir heppnu: Hans Isebarn og Daði Kolbeinsson. 88 I KYLFINGUR I
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==