KYLFINGUR 2024

Íslandsmót eldri kylfinga fór fram í lok júní á Leirdalsvelli hjá Golfklúbbi Kópa­ vogs og Garðabæjar. Keppendur voru alls 122 og voru leiknar 54 holur á þremur keppnisdög­ um. Í kvennaflokki voru 46 keppendur og 76 í karlaflokki. Keppt var í tveimur aldursflokkum hjá báðum kynjum, 50 ára og eldri, og 65 ára og eldri. Guðrún Garðars, GR, sigraði í kvennaflokki +65 ára í spennandi keppni en Elísabet Böðvarsdóttir, GKG, var höggi á eftir Guðrúnu. Hannes Eyvindsson, GR, sigraði í karlaflokki +65 ára en hann var tveimur höggum betri en Sæmundur Pálsson úr GR. Hannes varð þrívegis Íslandsmeistari í golfi á árunum 1978–1980. Ragnheiður Sigurðardóttir, GKG, sigraði í +50 ára flokki kvenna eftir mikla keppni við Þórdísi Geirsdóttur, GK. Þetta er í fyrsta sinn sem Ragnheiður fagnar þessum titli og rauf hún 9 ára sigurgöngu Þórdísar í þessum flokki. Það var einnig mikil spenna í karlaflokki +50 ára. Þar sigraði Hjalti Pálmason, GM, með minnsta mun en þetta er fyrsti sigur hans í þessum flokki. Jón Karlsson, GR, sem hafði titil að verja var einu höggi á eftir og sexfaldur Íslandsmeistari í golfi, Úlfar Jónsson, GKG, varð þriðji. Guðrún Garðars og Hannes Eyvindsson Íslands­ meistarar65 áraog eldri F.v.: Hannes Eyvindsson, Guðrún Garðars, Ragnheiður Sigurðardóttir og Hjalti Pálmason. Í þessari holukeppni er keppt í tveggja manna liðum. Hver leikur er 9 holur, leikið er á Korpu og samanlagður punkta­ fjöldi ræður úrslitum á hverri holu. Tuttugu lið tóku þátt í keppninni í ár. Dregið var í tvær fyrstu umferðirnar um mótherja, en eftir það var raðað eftir stöðu í keppninni þannig að lið með svipaðan vinningafjölda mættist. Í lok sumars mættust fjögur sigur­ sælustu liðin í útsláttarkeppni um sig­ urinn í mótinu. Liðin sem komust áfram voru Hinir heppnu, Bráðin, Tengdó og St. Cloud. Leikmennirnir á bak við liðsnöfnin eru Hans Isebarn og Daði Kolbeinsson (hinir heppnu), Guðmundur Rúnar Bragason og Sigurdór Stefánsson (bráðin), Guð­ mundur S. Guðmundsson og Ragnar Ólafsson (tengdó) og Birgir Guðbjörns­ son og Walter Hjartarson (St. Cloud). Hinir heppnu og Bráðin unnu sína leiki í undanúrslitum og mættust í úrslitaleik þar sem HINIR HEPPNU unnu góðan sigur. LIÐAKEPPNI 65 ÁRA OG ELDRI HINIR HEPPNU SIGURVEGARAR F.v.: Bráðin: Sigurdór Stefánsson, Guðmundur Rúnar Bragason. Hinir heppnu: Hans Isebarn og Daði Kolbeinsson. 88 I KYLFINGUR I

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==