KYLFINGUR 2024
90 I KYLFINGUR I Kristi Jo Kristinsson: ÞANNIG VAR NÚ ÞAÐ! Hvenær varðstu félagi í GR? Ég varð GR-ingur 2016. Af hverju varð golf fyrir valinu? Ég elska útiveru og hef verið mikið í íþróttum alla mína ævi. Ég fiktaði eitt hvað við golf á yngri árum og fannst þetta mjög skemmtileg íþrótt. Við fjöl skyldan ákváðum svo að sameinast í golfinu. Eldri börnin mín spila ekki í dag en finnst golfið mjög skemmtilegt og þau munu örugglega verða fastir gestir á golfvöllum síðar í lífinu. Yngsta dóttir mín er hins vegar áfram í golfi og fékk bakteríuna og hefur ekki sleppt kylfunni síðan hún var sirka átta ára. Einnig vorum við svo lánsöm að íbúar tveggja húsa í götunni okkar gengu í GR sama ár og við. Við konurnar vorum fljótar að mynda hóp og spilum reglu lega saman. Það er svo ómetanlegt að hefja golfgöngu sína strax í hóp sem styður hvert annað. Hver er forgjöfin í dag? Í dag er ég með 15,3 í forgjöf. Hún hækkar alltaf aðeins á vorin svo byrjar hún að lækka er líður á sumarið. Korpan eða Grafarholt? Ég verð að viðurkenna að Grafarholtið heillar mig meira. Hvernig hefur þér gengið, einhverjir eftirminnilegir sigrar? Svona heilt yfir þá gengur mér vel og stöðugleikinn verður meiri og meiri. Ég á góð og slæm tímabil og á slæmum tímabilum þá verður mér oft hugsað til kvikmyndafrasans úr Forrest Gump, you never know what you are going to get . Efirminnilegasti sigurinn var þegar vinkonur mínar hvöttu mig í að taka þátt í meistaramótinu í fyrsta skipti. Ég var ekki mikið að taka þátt í mótum þá og ég verð að viðurkenna að ég var mjög stressuð. Eina planið mitt var að hafa gaman og hugsa um eitt högg í einu. Planið svínvirkaði heldur betur og ég hreppti fyrsta sætið en sætari hliðin er sú að ég kynntist svo mörgum skemmtilegum konum á þessu móti sem ég spila með enn þann dag í dag. Eftirminnileg atvik eða skemmtilegar sögur? Þegar ég var erlendis og við vorum að gera okkur klár til að hita aðeins upp fyrir hring og keyrðum að æfingasvæð inu á golfbílnum. Golfsettin voru sett fyrir mann á bílinn uppvið klúbbhús svo brunaði maður bara af stað. Þegar ég ætlaði að taka í rennilásinn á tösk unni minni þá varð ég var við hreyfingu og snéri mér betur í átt að rennilásnum þá blasti við mér ein stærsta könguló sem ég hef nokkru sinni séð. Hún var sirka 15 cm í þvermál. Ég vildi alls ekki setjast í bílinn og hafa þessa könguló í hnakkanum svo ég hljóp uppí klúbb hús. Þar stóðu nokkrir starfsmenn í hóp og ég sagðist vera með vandamál og þyrfti hjálp við að láta fjarlægja könguló af settinu mínu. Þeir sprungu allir af hlátri en einn starfsmaðurinn kom skælbrosandi með mér til að sjá þetta. Brosið hvarf af andliti hans er hann sá kvikindið. Það var náð í prik og reynt að ýta við henni þá faldi hún sig einhvers staðar á milli í golfbílnum. Þegar þetta hafðist loks vorum við orðin allt of sein í rástímann okkar en það var nú græjað fyrir okkur. Það get ur allt gerst í golfi. Hefurðu farið holu í höggi? Já, ég sló draumahöggið 17. ágúst 2023! Það var í Vestmannaeyjum á mjög vindasömum degi á 7. holu. Lengdin var 152 metrar og pinninn var frekar neðarlega á flötinni og þegar ég sló þá lenti kúlan í brekkunni hægra megin og rúllaði niður í átt að pinna. Það eru tvær háar þúfur fyrir framan flötina og við sáum ekki holuna frá teignum. Þegar við komum að flötinni þá varð ég soldið hissa að sjá ekki kúluna, ég hélt að ég hefði átt að eiga gott fuglapútt. Við leituðum smástund að kúlunni áður en okkur datt í hug að skoða ofaní holuna. Þar lá kúlan alsæl og mikil fagnaðarlæti brutust út. Hver er sá besti sem þú hefur spilað með? Klárlega dóttir mín. Besti golfvöllur sem þú hefur leikið? Ég hef spilað víða á góðum völlum um allan heim. Sá ævintýralegasti er Ile aux Cerfs í Máritíus. Völlurinn er hann aður af Bernhard Langer. Ævintýrið hefst eiginlega áður en mætt er á völlinn þar sem það þarf að taka ferju út í eyju þar sem völlurinn er. Hann er ekki sá lengsti en mikið af blindhöggum og gil sem þarf að slá yfir. Það yrði draumur að fá að spila hann aftur. Eitthvað hjá GR sem betur mætti fara? Ef það er eitthvað sem reynist mér erfitt hjá GR, þá er það að finna bíla stæði fyrir hring. Eitthvað að lokum? Ég myndi gjarnan vilja nýta tækifærið og hrósa öfluga teyminu okkar sem kvennanefnd GR er. Það er heilmikil dagskrá sem þær bjóða uppá fyrir alla bæði byrjendur og lengra komna. Ég vil endilega hvetja allar þær sem hafa ekki nýtt sér starfið, að prófa.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==