Lífeyrissjóður verzlunarmanna - Ársskýrsla 2020
Ársskýrsla Lífeyrissjóðs verzlunarmanna 2020 sjóðinn betur í stakk búinn til að mæta þeim áskor- unum sem leiða af hækkandi meðalævi sjóðfélaga. Gera má ráð fyrir að spár um auknar lífslíkur í fram- tíðinni verði lagðar til grundvallar tryggingafræðilegri athugun vegna ársins 2021. Þessi mál verða áfram til skoðunar af hálfu stjórnar sjóðsins, stjórnenda hans og starfsmanna, stjórnvalda, tryggingastærð- fræðinga og aðildarsamtaka lífeyrissjóðsins. Heildarstaða í árslok Töflurnar á bls. 10 sýna að áfallin staða sjóðsins í árslok 2020 var jákvæð um 17,6% og framtíðar- staðan var jákvæð um 1,0%. Þannig eru heildar- eignir sjóðsins 10,9% umfram heildarskuldbindingar samanborið við 8,6% í árslok 2019. Á mynd um þróun tryggingafræðilegrar stöðu undanfarin fimm ár sést að tryggingafræðileg staða sjóðsins hefur styrkst. Breytingar á tryggingafræðilegri stöðu sjóðsins á milli ára eru tilkomnar m.a. vegna sveiflna í ávöxtun eigna sjóðsins og vegna lýðfræðilegra breytinga, aðallega vegna aukinnar ævilengdar sjóðfélaga. Eftir- lifendatöflur, sem notaðar eru við tryggingafræðilega athugun, eru endurskoðaðar á nokkurra ára fresti miðað við ný gögn á hverjum tíma. Sagan segir okkur að lífaldur þjóðarinnar er að hækka. Það hefur áhrif til lækkunar á tryggingafræðilegri stöðu þar sem sjóðfélagar fá að jafnaði greiddan lífeyri í lengri tíma en áður. Eftirlifendatöflur sem lagðar eru til grund- vallar tryggingafræðilegri athugun ársins 2020 byggja á gögnum áranna 2014 til 2018 eins og árið 2019. Fyrir liggur að ævilengd íslensku þjóðarinnar hefur verið að lengjast um langt árabil og ætla má að sú þróun haldi áfram. Þetta þýðir að sjóðfélagar lifa að jafnaði lengur og munu því fá ævilangan lífeyri frá lífeyrissjóðnum í lengri tíma en áður. Þar sem trygg- ingafræðileg staða er yfir 10% bíður það stjórnar sjóðsins að taka til skoðunar breytingar á forsendum réttinda sameignardeildar. Þessi sterka staða gerir Mynd 7: Þróun tryggingafræðilegrar stöðu. Þróun tryggingafræðilegrar stöðu 4,2% 6,4% 5,4% 8,6% 10,9% 0% 2% 4% 6% 8% 10% 2016 2017 2018 2019 2020 11
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==