Lífeyrissjóður verzlunarmanna - Ársskýrsla 2020

Ársskýrsla Lífeyrissjóðs verzlunarmanna 2020 Innlend hlutabréf Heildarvísitala íslenskra hlutabréfa (OMXIGI) hækk- aði um 25,9% á árinu 2020. Vísitalan segir til um ávöxtun þeirra hlutafélaga sem skráð eru á Aðallista kauphallarinnar í árslok 2020 að teknu tilliti til arðs. Árið var heilt yfir gott hjá flestum félögum þar sem sautján þeirra skiluðu jákvæðri ávöxtun, eitt félag stóð í stað og eitt skilaði neikvæðri ávöxtun. Velta með hlutabréf á Aðallista kauphallarinnar nam 602 milljörðum króna eða 2,4 milljörðum að meðaltali hvern dag sem er svipuð velta og fyrra ár. Markaðsverðmæti skráðra hlutabréfa í árslok var um 1.563 milljarður, sem er 24% hækkun á árinu, en engar nýskráningar voru á árinu. Óvenjumiklar sveiflur voru á hlutabréfamörkuðum á árinu 2020 sökum heimsfaraldurs Covid-19, en heilt yfir voru helstu áhrif á félög tengd ferðaþjón- ustu. Aðgerðir stjórnvalda og lækkun vaxta studdi þó við fyrirtæki, en lágvaxtaumhverfi styður við verð hlutabréfa. Samkvæmt upplýsingum frá Seðlabanka Íslands jukust fjárfestingar í innlendum hlutabréfa- sjóðum á árinu. Tilkynnt hefur verið um að innlend skráð hlutafélög verði að meginstefnu til gjaldgeng í vísitölur MSCI (alþjóðlegar vísitölur) á miðju ári 2021. Það mun að öðru jöfnu styrkja verðmyndun hluta- bréfa viðkomandi félaga og efla viðskipti með innlend skráð hlutabréf. Nánari upptalningu á eign sjóðsins í einstökum hluta- félögum má sjá í skýringu 9 í ársreikningi á bls. 96 til 97. Hlutabréfaviðskipti og ávöxtun Vægi innlendra hlutabréfa í eignasafni sjóðsins í árs- lok 2020 nam 16,7% samanborið við 15,7% í árslok 2019. Aukið vægi milli ára skýrist einna helst af hækkandi gengi innlendra hlutabréfa. Heildararð- greiðslur af innlendum hlutabréfum námu um 1,8 milljörðum á árinu. Á árinu 2020 var nafnávöxtun innlendra hlutabréfa LV 21,9% sem samsvarar 17,8% raunávöxtun. Þar af nam nafnávöxtun skráðra hlutabréfa 25,7% sem samsvarar 21,4% raunávöxtun. Innlend hlutabréfaeign í árslok 2020 2019 Eign í milljónum króna 167.926 135.290 Hlutfall af eign 16,7% 15,7% Fimm stærstu eignir lífeyrissjóðsins í skráðum innlendum hlutafélögum í milljónum króna Félag Fjárhæð Marel 44.519 Arion banki hf. 12.260 Brim hf. 10.501 Síminn hf. 9.012 Hagar hf. 7.898 Fjárfesting í innlendum framtakssjóðum, þar með talið sprotasjóðum Á undanförnum árum hefur sjóðurinn skuldbundið sig til þátttöku í innlendum framtakssjóðum og nemur eignarhlutur sjóðsins í slíkum sjóðum á bilinu 9 til 20%. Megintilgangur framtakssjóða er að fjárfesta í íslensku atvinnulífi og horfa þeir ýmist til sprota- fyrirtækja, lítilla og meðalstórra fyrirtækja eða stærri fyrirtækja er stefna á skráningu í Kauphöll Íslands. Um nýliðin áramót námu ógreiddar áskriftarskuld- bindingar sjóðsins til innlendra áskriftarsjóða um 5,9 milljörðum króna. Upptalning á innlendum framtakssjóðum er í skýringu 9 í ársreikningi á bls. 96. 12

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==