Lífeyrissjóður verzlunarmanna - Ársskýrsla 2020

Ársskýrsla Lífeyrissjóðs verzlunarmanna 2020 Skuldabréfasafn í árslok 2020 Önnur veðskuldabréf og fasteignatengd skuldabréf 8% Fyrirtækjaskuldabréf 5% Önnur skuldabréf 4% Skuldabréf með ábyrgð ríkissjóðs 43% Sjóðfélagalán 24% Sértryggð bréf 11% Sveitarfélagabréf 6% Innlend skuldabréfaeign sjóðsins, að skuldabréfa- sjóðum og sjóðfélagalánum meðtöldum, nam 393 milljörðum króna í árslok 2020 samanborið við 379 milljarða árið áður. Innlend skuldabréf eru um 39% af eignum sjóðsins samanborið við 44% hlutfall í árslok 2019. Lífeyrissjóðurinn hefur um langt árabil fjárfest í innlendum skuldabréfum og vega þar þyngst skuldabréf með ábyrgð ríkissjóðs ásamt veðskulda- bréfum og öðrum fasteignatengdum verðbréfum. Veitt voru ný sjóðfélagalán á árinu fyrir 28,7 milljarða króna en hrein útlán voru neikvæð um 24,6 milljarða króna. Hlutfall sjóðfélagalána af innlendu skulda- bréfasafni nemur 24% í árslok 2020 samanborið við 32% í árslok 2019. Hagvaxtar- og verðlagsþróun COVID-19 heimsfaraldurinn og aðgerðir stjórnvalda til að hemja útbreiðslu farsóttarinnar hafa haft mikil áhrif á heimsbúskapinn og þar er Ísland engin undan- tekning. Í Peningamálum Seðlabanka Íslands, sem gefin voru út í febrúar 2021, er áætlað að útflutningur vöru og þjónustu hafi dregist saman um liðlega 30% á árinu 2020 og að samdráttur landsframleiðslu hafi numið 7,7%. Þá er spáð 2,5% hagvexti á árinu 2021. Verðbólga jókst jafnt og þétt yfir árið og er veiking krónunnar talin helsta ástæða þess auk hækkana á fasteignamarkaði. Verðbólga ársins var 3,6%. Þrátt fyrir það hafa verðbólguvæntingar haldist tiltölulega stöðugar. Seðlabankinn spáir því að verðbólgan muni hjaðna hratt á næstunni vegna dvínandi áhrifa geng- islækkunar íslensku krónunnar gagnvart erlendri mynt til viðbótar við töluverðan slaka í þjóðarbúinu. Skráð almennt atvinnuleysi mældist tæplega 11% í desember og hafði aukist um 6,4 prósentur frá sama tíma árið áður. Krónan veiktist um 11,6% á árinu 2020 samkvæmt gengisvísitölunni, þar af var 5,0% veiking gagnvart bandaríkjadollar og 14,9% gagnvart evru. Innlend skuldabréf Skuldabréfasafn í árslok 2020. Myndin sýnir flokkun inn- lendra skuldabréfa sjóðsins. Ríkistryggð skuldabréf eru nú um 43% af skuldabréfaeign sjóðsins og sjóðfélagalán 24%. Myndin sýnir þróun á verðbólgu milli ára (línurit) og mánaðar (súlurit) Verðbólga Mánaðarbreyting (v-ás) 12 mánaða verðbólga (h-ás) jan feb mar apr maí jún júl ágú sept okt nóv des - 0,7% 0,9% 0,2% 0,5% 0,5% 0,4% 0,1% 0,5% 0,4% 0,4% 0,0% 0,2% 1,7% 2,4% 2,1% 2,2% 2,6% 2,6% 3,0% 3,2% 3,5% 3,6% 3,5% 3,6% 0,0% 0,5% 1,0% 1,5% 2,0% 2,5% 3,0% 3,5% 4,0% -1,0% -0,5% 0,0% 0,5% 1,0% 1,5% 2,0% 14

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==