Lífeyrissjóður verzlunarmanna - Ársskýrsla 2020

Ársskýrsla Lífeyrissjóðs verzlunarmanna 2020 Í árslok 2020 nam erlend verðbréfaeign sameignar- deildar auk erlends lausafjár um 427 milljörðum króna samanborið við 337 milljarða í árslok 2019. Erlend verðbréfaeign er um 43% af heildareignum og hefur vaxið undanfarin ár í tengslum við aukna áherslu á áhættudreifingu í eignasafninu. Stærsti hluti erlenda eignsafnsins er ávaxtaður í skráðum erlendum hlutabréfum, ýmist í sérgreindum söfnum (77 milljarðar króna) eða hlutabréfasjóðum (um 239 milljarðar) auk þess sem sjóðurinn á eignar- hlut í Össuri hf. sem er skráð í dönsku kauphöllinni. Rúmlega 33 milljarðar eru ávaxtaðir í framtaks- sjóðum (e. private equity) en slíkir sjóðir sérhæfa sig í fjárfestingu í óskráðum fyrirtækjum með það að markmiði að bæta rekstur og þar með virði þeirra. Þá á sjóðurinn einnig hlut í óskráðum innviða- og fasteignasjóðum fyrir tæplega 10 milljarða króna. Heimsvísitala Morgan Stanley, sem mælir breytingu hlutabréfaverðs á þróuðum mörkuðum, hækkaði um 15,9% í USD á árinu 2020. Mælt í krónum hækkaði vísitalan hins vegar um 21,8% Sé horft til einstakra hlutabréfamarkaða hækkuðu hlutabréf í Bandaríkjunum (MSCI USA) um 19,2% mælt í USD, en um 25,2% mælt í krónum. Hlutabréf í Evrópu (MSCI Europe) lækkaði um 5,4% mælt í EUR, en hækkaði um 8,7% mælt í krónum, og hlutabréf nýmarkaðsríkja (MSCI Emerging Markets) um 15,8% mælt í USD, en um 21,6% mælt í krónum. Framan- greindar vísitölur segja til um ávöxtun að teknu tilliti til arðs. Á árinu 2020 skiluðu erlend hlutabréf 22,9% ávöxtun í ISK samanborið við 21,8% ávöxtun viðmiðunarvísi- tölunnar. Gengi krónunnar veiktist um 11,6% á árinu 2020 en breyting gagnvart einstökum gjaldmiðlum var nokkuð misjöfn Þannig veiktist krónan gagnvart USD um 5%, um 15% gagnvart EUR en 9% gagnvart GBP. Erlend verðbréfaeign ásamt erlendu lausu fé í árslok 2020 2020 2019 2018 2017 2016 2015 Eign í milljónum króna 427.579 336.797 244.946 218.146 158.920 152.914 Hlutfall af eignum 43% 40% 35% 33% 26% 26% Áhættudreifing Sjóðurinn hefur frá árinu 1994 fjárfest á erlendum verðbréfamörkuðum í því skyni að dreifa áhættu í eignasafni. Fjárfestingar sjóðsins hafa frá þeim tíma skilað góðri ávöxtun þó vissulega séu sveiflur á hluta- bréfamörkuðum erlendis sem hérlendis. Fjárfest- ingar í erlendum verðbréfum eru hugsaðar til langs tíma. Nánari sundurliðun á erlendri verðbréfaeign í árslok má sjá í skýringu 9 í ársreikningi á bls. 98 til 99. Erlend verðbréf 16

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==