Lífeyrissjóður verzlunarmanna - Ársskýrsla 2020

Ársskýrsla Lífeyrissjóðs verzlunarmanna 2020 • Setja fram tillögu til stjórnar um val á endur- skoðanda eða endurskoðunarfyrirtæki • Starfsreglur endurskoðunarnefndar eru að- gengilegar á vef sjóðsins. Starfskjarastefna Starfskjarastefnu Lífeyrissjóðs verzlunarmanna er ætlað að styðja við góða stjórnarhætti hjá sjóðnum. Við mótun stefnunnar er byggt á samþykktum líf- eyrissjóðsins, þeim sjónarmiðum sem koma fram í 5. útgáfu leiðbeininga um góða stjórnarhætti fyrirtækja og þeim meginreglum sem liggja til grundvallar 79. gr. a, í lögum nr. 2/1995 um hlutafélög. Stefnunni er ætlað að styðja við traustan rekstur og það markmið lífeyrissjóðsins að veita sjóðfélögum góða þjónustu. Starfskjarastefnu sjóðsins er því ætlað að styðja við að lífeyrissjóðurinn sé eftirsóknarverður vinnustaður og að hann hafi þannig á að skipa hæfu og reyndu starfsfólki sem er grundvöllur þess að rekstur sjóðs- ins sé vel samkeppnisfær og í samræmi við bestu viðmið. Áhættustýring og innra eftirlit Áhættustýring Stjórn hefur sett sjóðnum áhættustefnu og áhættu- stýringarstefnu með það að markmiði að auka öryggi í rekstri sjóðsins. Stefnurnar grundvallast á stefnu- mótun sjóðsins sem og lögum og reglum sem um sjóðinn gilda. Megin inntak stefnanna er að með áhættustýringu er átt við eftirlitskerfi sem gerir sjóðnum kleift að bera kennsl á, greina, vakta, meta, og taka áhættu til meðferðar í starfsemi sjóðsins. Lögð er áhersla á að stefnurnar og framkvæmd þeirra séu virkur þáttur í starfseminni og að þær tengist ákvörðunarferlum hans í stefnumótandi málum, við innleiðingu sem og í daglegum rekstri. Einnig er lögð áhersla á að stjórn og stjórnendur hafi góða yfirsýn yfir helstu áhættuþætti í rekstri sjóðsins og að þeir hafi þekkingu á hlutverki sínu í ferli áhættustýringar og eftirlits og taki virkan þátt í því. Mikilvægt er að stjórn, stjórnendur og aðrir starfsmenn meti áhættu við ákvarðanatöku eftir því sem eðlilegt er hverju sinni. Áhættustjóri sjóðsins hefur yfirumsjón með fram- kvæmd stefnanna og áhættustýringu sjóðsins. Hann heyrir beint undir framkvæmdastjóra. Til að tryggja honum aukið sjálfstæði í starfi og milliliðalausan aðgang stjórnar að upplýsingum er honum heimilt að gefa skýrslur um áhættustýringu, og aðrar upp- lýsingar sem varða áhættustýringu sjóðsins, beint og milliliðalaust til stjórnar sjóðsins og endurskoðunar- nefndar. stjórn sjóðsins skriflega eigi síðar en viku fyrir árs- fund. Fundargerðir ársfunda eru aðgengilegar á vef sjóðsins. Nánar er fjallað um stjórnskipulag sjóðsins í sam- þykktum hans sem og lögum nr. 129/1997. Endurskoðun Reikningar sjóðsins eru endurskoð- aðir og áritaðir af löggildum endurskoðanda. Innri endurskoðun sjóðsins er í höndum sjálfstætt starf- andi endurskoðanda. Endurskoðun sjóðsins og innri endurskoðun eru í höndum aðskilinna endurskoð- unarfyrirtækja. Endurskoðunarnefnd LV gerir tillögu til stjórnar um val á endurskoðanda sjóðsins (ytri endurskoðanda) og innri endurskoðanda. Tryggingastærðfræðingur Tryggingafræðileg at- hugun er framkvæmd árlega í samræmi við 39. gr. laga nr. 129/1997 og reglugerð nr. 391/1998. Athugunin er framkvæmd af löggildum trygginga- stærðfræðingi samkvæmt samningi við sjóðinn. Með athuguninni er lagt mat á áfallnar skuldbindingar sjóðsins og væntar framtíðarskuldbindingar annars vegar og núverandi eignir og vænt iðgjöld og ávöxtun hins vegar. Endurskoðunarnefnd – Nefnd skipuð af stjórn Samkvæmt ákvæðum laga um ársreikninga skulu einingar tengdar almannahagsmunum, þar á meðal lífeyrissjóðir, starfrækja endurskoðunarnefnd. Stjórn hefur skipað endurskoðunarnefnd sem heyrir beint undir stjórn. Upplýsingar um nefndina eru á vef sjóðsins. Nefndina skipa: • Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður nefndarinnar. Guðrún er jafnframt varaformaður stjórnar sjóðsins. Guðrún er mannfræðingur að mennt og starfar sem markaðsstjóri Kjörís. Hún er for- maður Landssamtaka lífeyrissjóða. • Anna G. Sverrisdóttir er rekstrarfræðingur og starfar sem framkvæmdastjóri og ráðgjafi hjá AGMOS ehf. Anna var formaður endurskoðunar- nefndar LV frá apríl 2015 til mars 2016. • Oddur Gunnar Jónsson er sviðsstjóri fjármála- og rekstrarsviðs VR. Oddur hefur mikla reynslu á sviði reikningshalds og endurskoðunar en hann starfaði hjá KPMG í 27 ár og vann aðallega á sviði sveitarfélaga. Hlutverk endurskoðunarnefndar: • Eftirlit með vinnuferli við gerð reikningsskila • Eftirlit með fyrirkomulagi og virkni innra eftirlits sjóðsins, innri endurskoðun, ef við á, og áhættu- stýringu • Eftirlit með endurskoðun ársreiknings • Mat á óhæði endurskoðanda eða endurskoð- unarfyrirtækis og eftirlit með öðrum störfum endurskoðanda eða endurskoðunarfyrirtækis 25

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==