Lífeyrissjóður verzlunarmanna - Ársskýrsla 2020

Ársskýrsla Lífeyrissjóðs verzlunarmanna 2020 Stjórn sjóðsins samþykkir árlega fjárfestingarstefnu fyrir komandi ár og er stefnan birt á heimasíðu sjóðs- ins. Stefnan byggir á lögum 129/1997 og reglugerð nr. 916/2009, með síðari breytingum. Eðli málsins samkvæmt er í stefnu sem þessari litið til lengri tíma en árs í senn. Í kafla þessum er gerð grein fyrir eignasamsetningu og fjárfestingarstefnu með vikmörkum. Í fjárfest- ingarstefnunni eru jafnframt upplýsingar um gildandi reglur, fjárfestingarheimildir, áhættustýringu og tryggingafræðilega þætti í árslok 2020. Einnig er fjallað um afmörkun mótaðilaáhættu, ávöxtunarvið- mið og önnur viðmið. Yfirlit deildarskiptingar Í fjárfestingarstefnu þessari er mörkuð stefna fyrir eignasamsetningu og eignastýringu sameignar- og séreignadeilda LV. Iðgjöld mynda lífeyrisréttindi eða lífeyrissparnað í séreign í þremur deildum sjóðsins: i) A-deild sem er sameignardeild, sbr. gr. 10.1 og 10.2 í samþykktum sjóðsins ii) B-deild sem er séreignardeild fyrir almenna séreign, sbr. gr. 10.3 í samþykktum sjóðsins iii) C-deild sem er séreignardeild fyrir almenna séreign sem byggir á samningum sem stofnað hefur verið til eftir 1. júlí 2017 og tilgreinda séreign, sbr. gr. 10.3 í samþykktum sjóðsins Eignir A-, B- og C- deilda eru ávaxtaðar í eftirfarandi eignasöfnum: i) Sameignardeild: Eignir sameignardeildar eru ávaxtaðar í einu eignasafni sameignardeildar ii) Verðbréfaleið: Eignir í B- deild, sem byggja á samningum sem stofnaðir voru fyrir 1. júlí 2017, eru ávaxtaðar í Verðbréfaleið sem fylgir sömu fjárfestingarstefnu og sameignardeild. Sjóðfélögum sem eiga lífeyrissparnað í Verð- bréfaleið er heimilt að flytja eign sína í Ævileið I, II eða III en ekki er heimilt að flytja eignir úr Ævileiðum yfir í Verðbréfaleið iii) Ævileiðir: Eignir í B- og C- deildum sem byggja á samningum sem stofnað var til eftir 1. júlí 2017 eru ávaxtaðar í þremur ávöxtunarleiðum eftir vali sjóðfélaga: • Ævileið I • Ævileið II • Ævileið III Markmið með ávöxtun eigna Í 1. til 5. tölulið 1. mgr. 36. gr. lífeyrissjóðalaganna eru settar fram fimm vísireglur um með hvaða hætti skuli ávaxta fé sjóðsins. Lífeyrissjóðurinn skal: i) hafa hagsmuni sjóðfélaga að leiðarljósi ii) horfa til aldurssamsetningar sjóðfélaga og annarra tryggingafræðilegra þátta sem áhrif hafa á skuldbindingar iii) byggja allar fjárfestingar á viðeigandi grein- ingu á upplýsingum með öryggi, gæði, lausa- fjárstöðu og arðsemi safnsins í heild í huga iv) gæta þess að eignir sjóðsins séu nægilega fjölbreyttar til að komið sé í veg fyrir sam- þjöppun og uppsöfnun áhættu í eignasafninu, m.a. með því að gæta að fylgni áhættu ein- stakra eigna og eignaflokka v) setja sér siðferðisleg viðmið í fjárfestingum Í fjárfestingarstefnu sjóðsins er fjallað nánar um útfærslur á ofangreindum vísireglum. Sameignardeild (A-deild) Lög 129/1997 um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða tilgreina heimildir sjóðsins þegar kemur að samsetningu eignasafns á hverjum tíma. Eins og fram kemur í 36. grein laganna skal eignasafnið flokkað eftir forskrift laganna. Í eðli sínu er eignastýring lífeyrissjóða langtímafjárfesting og er því horft til langs tíma við gerð fjárfestingarstefnu. Í stefnunni koma fram markmið um vægi eigna- tegunda en vikmörkum er ætlað að gefa sjóðnum svigrúm til að bregðast við breyttum markaðsað- stæðum á hverjum tíma. Í töflu efst á bls. 28 er að finna flokkun eignasafns sameignardeildar í samræmi við áðurnefnd lög sem og stefnu fyrir árið 2021 ásamt vikmörkum. Fjárfestingarstefna 2020 27

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==