Lífeyrissjóður verzlunarmanna - Ársskýrsla 2020

Ársskýrsla Lífeyrissjóðs verzlunarmanna 2020 Áhættustýring Lífeyrissjóðs verzlunarmanna byggir á áhættustefnu og áhættustýringarstefnu stjórnar sjóðsins í samræmi við ákvæði laga, reglugerða og annarra viðmiða. Áhættustjóri hefur ber ábyrgð á starfssviði áhættustýringar hjá sjóðnum í samræmi við stefnur sjóðsins. Á grundvelli áhættustefnu og áhættustýringarstefnu felur stjórn framkvæmda- stjóra, starfsfólki áhættustýringar og eftir atvikum öðru starfsfólki sjóðsins umsjón með daglegri framkvæmd stefnanna. Eftirlit stjórnar með fram- kvæmdinni byggir m.a. á reglulegri upplýsinga- gjöf framkvæmdastjóra til stjórnar, upplýsingagjöf áhættustýringar og annarra starfsmanna til fram- kvæmdastjóra og stjórnar, árlegri úttekt innri- og ytri endurskoðunar og starfi endurskoðunarnefndar sjóðsins. Þá hefur endurskoðunarnefnd, innri- og ytri endurskoðendur sjóðsins mikilvægu hlutverki að gegna varðandi eftirfylgni með framkvæmdinni. Áhættustjóri heyrir beint undir framkvæmdastjóra. Til að tryggja honum aukið sjálfstæði í starfi og milli- liðalausan aðgang stjórnar að upplýsingum er honum heimilt að gefa skýrslur um áhættustýringu, og aðrar upplýsingar sem varða áhættustýringu sjóðsins, beint og milliliðalaust til stjórnar sjóðsins og endurskoð- unarnefndar. Markmið með áhættustefnu og áhættustýringar- stefnu er að auka öryggi í rekstri. Lögð er áhersla á að stefnurnar og framkvæmd þeirra séu virkur þáttur í starfseminni og að þær tengist ákvörðunarferlum sjóðsins í stefnumótandi málum, við innleiðingu sem og í daglegum rekstri. Einnig er lögð áhersla á að stjórn og stjórnendur hafi góða yfirsýn yfir helstu áhættuþætti í rekstrinum og að þeir hafi þekkingu á hlutverki sínu í ferli áhættustýringar og eftirlits og taki virkan þátt í því. Áhersla er lögð á að stjórn, stjórnendur og aðrir starfsmenn meti áhættu við ákvarðanatöku eftir því sem eðlilegt er hverju sinni. Stefnurnar byggja á lögum nr. 129/1997 um skyldu- tryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, með síðari breytingum (lsjl.), reglugerð nr. 590/2017 um eftirlitskerfi með áhættu lífeyrissjóða og reglu- gerð nr. 916/2009 um fjárfestingarstefnu og úttekt á ávöxtun lífeyrissjóða og vörsluaðila séreignar- sparnaðar, með síðari breytingum. Stefnurnar taka einnig mið af ISO staðli 31000 um áhættustýringu og skýrslum erlendra aðila eins og IOPS (e. International Organisation of Pension Supervision). Í stefnunum er skipulag sjóðsins skilgreint, mælt fyrir um umsjón og ábyrgð er varðar framkvæmd áhættustýringar, umfjöllun um helstu áhættuþætti í rekstri sjóðsins, mat á þeim og tilgreint með hvaða hætti þeir eru vaktaðir. Skilgreining áhættu Áhætta í starfsemi sjóðsins er skilgreind til sam- ræmis við skilgreiningu í ISO staðli 31000 um áhættu- stýringu sem áhrif óvissu á markmið. Áhrifin eru frávik frá því sem búist er við, bæði jákvæð og nei- kvæð, og eiga við um alla þætti í starfsemi sjóðsins. Ofangreind skilgreining er víðari en skilgreining á hugtakinu áhætta eins og það er skilgreint í reglu- gerð nr. 590/2017 um eftirlitskerfi með áhættu líf- eyrissjóða en þar er áhætta skilgreind sem hætta á fjárhagslegu tapi sem leiðir af atburði og fellur undir einn eða fleiri af þeim áhættuþáttum sem lífeyris- sjóður skilgreinir. Áhættuvilji og áhættuþol Hugtökin áhættuvilji og áhættuþol eru skilgreind til samræmis við skilgreiningar í reglugerð nr. 590/2017 um eftirlitskerfi með áhættu lífeyrissjóða. • Áhættuvilji: Sú áhætta sem stjórn er reiðubúin að taka. • Áhættuþol: Sú áhætta sem lífeyrissjóður þolir án þess að grípa þurfi til aðgerða. Áhættuvilji stjórnar endurspeglast í áhættustefnu og áhættustýringarstefnu þar sem m.a. kemur fram hvernig áhætta er skilgreind, hvernig hún er greind, vöktuð og metin og hvernig sjóðurinn tekur áhættu til meðferðar til að stýra og/eða draga úr áhættu. Áhættuvilji stjórnar endurspeglast m.a. einnig í fjár- festingarstefnu, hluthafastefnu og samþykktum sjóðsins. Fjárfestingarstefna sjóðsins útlistar hvernig sjóður- inn hyggst ávaxta eignir sínar í þeim tilgangi að standa undir lífeyrisskuldbindingum og hámarka réttindi sjóðfélaga með tilliti til áhættuvilja stjórnar og áhættuþols sjóðsins á hverjum tíma. Í stefnunni kemur m.a. fram stefna og vikmörk sjóðsins í eigna- flokkum ásamt öðrum vikmörkum sem sjóðurinn hefur sett sér. Hluthafastefnan hefur það markmið að styðja við góða stjórnarhætti félaga og þróun þeirra. Í samþykktum sjóðsins eru settar fram þær reglur sem ætlað er að tryggja sjóðfélögum, eftirlifandi mökum þeirra og börnum lífeyri. Áhættuþol sjóðsins markast m.a. af aldurssam- setningu sjóðfélaga, lífeyrisbyrði sjóðsins og þeim lögum og reglum sem sjóðnum ber að fylgja. Þar mætti nefna 39. gr. lsjl. þar sem kemur fram að leiði tryggingafræðileg athugun í ljós að ef meira en 10% munur er á milli eignarliða og lífeyrisskuldbindinga sé lífeyrissjóði skylt að gera nauðsynlegar breytingar á samþykktum. Sama gildir ef munur samkvæmt tryggingafræðilegum athugunum á milli eignarliða Áhættustýring 30

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==