Lífeyrissjóður verzlunarmanna - Ársskýrsla 2020

Ársskýrsla Lífeyrissjóðs verzlunarmanna 2020 2. Mótaðilaáhætta Með greiningu á mótaðilaáhættu er leitast við að meta áhættuna á því að mótaðilar sjóðsins standi ekki við skuldbindingar sínar. Undir mótaðilaáhættu fellur m.a. útlánaáhætta, sem er sú áhætta að mótaðilar standi ekki skil á greiðslum af fjármálagerningum. Dæmi um slíka fjármálagerninga eru skuldabréf, víxlar, skuldaviðurkenningar og innlán, en dæmi um aðra samninga sem geta falið í sér útlánaígildi eru afleiðusamningar. Útlánaáhætta er m.a. metin á grundvelli mats á lánshæfi. Lánshæfi mótaðila lífeyrissjóðsins er metið af sjóðnum sjálfum og einnig er stuðst við opinbert lánshæfismat þeirra mótaðila sem slíkt hafa. Stærsti einstaki mótaðili sjóðsins er Ríkissjóður Íslands. Lánshæfiseinkunn Ríkissjóðs Íslands hefur farið batnandi síðustu ár og er lánshæfiseinkunn á lang- tíma skuldbindingum ríkissjóðs í krónum A, bæði hjá Standard & Poor’s og Fitch Ratings, en A-2 hjá Moody’s og eru horfur metnar stöðugar hjá Standard and Poor’s og Moody’s en neikvæðar að mati Fitch Ratings. Hlutfall skuldabréfa útgefin af Ríkissjóði, eða með ábyrgð hans, er um 43% af skuldabréfasafni sameignardeildar og um 17% af eignum deildarinnar. Mótaðilaáhætta vegna sjóðfélaga er m.a. mæld sem hlutfall sjóðfélagalána í yfir 90 daga vanskilum. Hlut- fallið hefur lækkað undanfarin ár, var 0,7% í lok árs 2019 og er nú 0,7% miðað við svonefnda kennitöluað- ferð. Lækkandi hlutfall vanskila hefur haldist í hendur við batnandi stöðu heimila, aukin kaupmátt og lága verðbólgu til lengri tíma. Þrátt fyrir krefjandi aðstæður vegna heimsfaraldurs hefur hlutfall vanskila haldist óbreytt á milli ára. Í tengslum við aukna efnahagslega óvissu sökum heimsfaraldurs hóf sjóðurinn að bjóða lántökum greiðsluhlé á lánum sínum til allt að sex mánaða með möguleika á framlengingu að þeim tíma loknum. Í lok árs 2020 var hlutfall sjóðfélagalána í greiðsluhléi um 1,7% af heildarfjárhæð lána. Vanskil sjóðfélagalána 2020 2019 2018 2017 2016 Hlutfall 0,7% 0,7% 0,8% 1,1% 2,0% Þróun yfir 90 daga vanskila miðað við kennitöluaðferð, þ.e. eftirstöðvar allra sjóðfélagalána einstaklinga sem eru með eitt eða fleiri lán í meira en 90 daga vanskilum sem hlutfall af eftirstöðvum allra sjóðfélagalána. Við útreikning á van- skilahlutfallinu er notast við kröfuvirði sjóðfélagalána, þ.e. ekki er tekið tillit til varúðarniðurfærslu. 3. Lífeyristryggingaráhætta Lífeyristryggingaráhætta er skilgreind sem hættan á að lífeyrissjóðurinn geti ekki staðið við skuldbind- ingar sínar að fullu og að lækka þurfi réttindi sjóð- félaga. Sjóðurinn framkvæmir reglulega álagspróf til að meta hversu mikil áhrif ákveðnir áhættuþættir í rekstri sjóðsins hafa á tryggingafræðilega stöðu. Þá er sérstaklega verið að meta hvort trygginga- fræðileg staða sjóðsins verði undir -10% miðað við að mismunandi áhættuþættir raungerist. Þetta er gert þar sem í 39. gr. laga nr. 129/1997 er kveðið á um að ef tryggingafræðileg staða lífeyrissjóða leiðir í ljós að meira en 10% munur er á milli eignaliða og lífeyrisskuldbindinga, sé skylt að gera nauðsynlegar breytingar á samþykktum. Með sama hætti þarf að gera breytingar á samþykktum ef munurinn hefur haldist 5% eða meiri síðastliðin 5 ár. Niðurstöður álagsprófsins má sjá í skýringu 19 í ársreikningi á bls. 104 Tryggingafræðileg staða sjóðsins er jákvæð um 10,9% samanborið við 8,6% í lok árs 2019. Helstu áskoranir fyrir lífeyrissjóði almennt í framtíðinni eru þær lýð- fræðilegu breytingar sem eru að eiga sér stað auk þess sem lækkandi vaxtastig mun að öðru óbreyttu þýða lægri fjármunatekjur af fjárfestingum í skulda- bréfum. Lífslíkur fólks og örorkutíðni eru að aukast sem leiðir til þess að lífeyrisbyrði lífeyrissjóða eykst. Stöðu lífeyrissjóðsins í þessu tilliti er nánar gerð skil í kafla um tryggingafræðilega stöðu á bls . 87. Sem hluti af lífeyristryggingaráhættu er lausafjár- áhætta. Lausafjáráhættu er skipt í seljanleikaáhættu annars vegar og útstreymisáhættu hins vegar. Seljanleikaáhætta lýtur að áhættunni á því að ekki sé unnt að selja tiltekna fjármálagerninga innan tiltek- ins tíma, eftir þörfum sjóðsins. 80,1% af eignum sam- eignardeildar eru í skráðum verðbréfum og innlánum sem almennt teljast auðseljanlegar eignir. Það á við þessa eignaflokka eins og aðra að takmörkuð eftir- spurn og erfiðleikar á fjármálamörkuðum getur haft áhrif á verðmyndun og seljanleika þeirra. Þróun verðtryggðra eigna sem hlutfall af eignum 0% 5% 10% 15% 20% 25% 30% 35% 40% 45% 2016 2017 2018 2019 2020 34

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==