Lífeyrissjóður verzlunarmanna - Ársskýrsla 2020

Ársskýrsla Lífeyrissjóðs verzlunarmanna 2020 indi sjóðfélaga séu að fullu fjármögnuð og með því sé dregið úr þörf fyrir lífeyrisgreiðslur úr ríkissjóði. Það leiði svo til þess að ekki þurfi að fjármagna slíkar greiðslur með auknum sköttum á launafólk og fyrir- tæki í sama mæli og ef sjóðmyndaðs lífeyriskerfis nyti ekki við. Rekstur réttindakerfis og eignasafna LV skiptir máli í þessu samhengi. Því má sega að iðgjaldagreiðendur geti orðið fyrir beinum áhrifum af aðgerðum og starfsemi LV. Aðildarsamtök LV fara samkvæmt samþykkum með vald í stjórnskipulagi LV. Þetta eru annars vegar samtök launafólks og hins vegar samtök vinnuveitenda. Þau eru talin til ytri lykilhaghafa þar sem þau gæta framangreindra hagsmuna sjóðfélaga og launagreiðenda. Aðrir innri haghafar: Til annarra innri haghafa teljast stjórn, stjórnendur og annað starfsfólk sem hafa bein tengsl við LV vegna starfa sinna. Aðrir ytri haghafar: Til þessa hóps teljast ýmsir sem geta orðið fyrir áhrifum af starfsemi LV eða haft áhrif á starfsemina þótt þeir tengist starfseminni ekki beint í því samhengi sem hér um ræðir. Þessi listi er ekki tæmandi: • Mögulegir framtíðarsjóðfélagar • Tryggingastærðfræðingur • Innri- og ytri endurskoðendur • Stéttarfélög • Vinnuveitendur • Fjármálafyrirtæki og aðrir þjónustuaðilar á fjár- málamarkaði Um lykilhaghafa LV og aðra haghafa (innri og ytri) Það er gagnlegt fyrir starfsemi LV að hafa gott yfir- lit yfir haghafa sjóðsins. Það auðveldar sjóðnum að vinna að og gæta þeirra hagmuna sem honum er falið að sinna. Einnig gerir það sjóðinn betur í stakk búinn til að fylgjast með sjónarmiðum og áhrifum þeirra haghafa sem eru í aðstöðu til að hafa beint eða óbeint áhrif á starf sjóðsins og þá hagsmuni sem hann gætir. Yfirlitsmynd – Haghafar LV Með vísan til ofangreinds greinir LV haghafa lífeyris- sjóðsins með eftirfarandi hætti: Innri lykilhaghafar LV: Til innri lykilhaghafa LV telj- ast sjóðfélagar, makar og börn sjóðfélaga þar sem þau eiga réttindi á grundvelli réttar sjóðfélaga og svo rétthafar séreignar. Þetta er sá hópur sem tengist starfseminni beint og verður fyrir beinum áhrifum af starfsemi sjóðsins. Ytri lykilhaghafar LV: Til ytri lykilhaghafa teljast ið- gjaldagreiðendur (launagreiðendur) sem og aðildar- samtök sjóðsins sem eru VR, Samtök atvinnulífsins og Félag atvinnurekenda. LV hefur það hlutverk að taka við skyldubundnum iðgjöldum til öflunar sjóðmyndaðra lífeyrisréttinda. Iðgjöldin eru hluti af kjörum launafólks og þannig launakostnaði launagreiðanda. Fyrirkomulag þetta byggir m.a. á kjarasamningum og hefur einnig verið lögfest. Rökin fyrir því eru m.a. þau að lífeyrisrétt- 51 Haghafar LV LYKILHAGHAFAR AÐRIR HAGHAFAR Ytri Iðgjaldagreiðendur Aðildarsamtök LV Innri Sjóðfélagar Rétthafar tengdir sjóðfélögum, þ.e. makar og börn, rétthafar séreignar Ytri Yfirlit yfir skilgreinda aðra ytri haghafa Starfsfólk Stjórnendur Stjórn Innri

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==