Lífeyrissjóður verzlunarmanna - Ársskýrsla 2020

Ársskýrsla Lífeyrissjóðs verzlunarmanna 2020 hafa voru einnig tekin með í reikninginn. Hins vegar var ekki gerð formleg haghafagreining meðal þeirra að þessu sinni. Í þeim tilgangi að tengja áherslur í rekstri með skil- virkum og árangursríkum hætti við heimsmarkmiðin var unnin forgreining á öllum sautján heimsmark- miðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Greiningin var unnin með tilliti til lykilrekstrarþátta sjóðsins: • almenns rekstrar • lífeyris • eignasafna Þá var einnig litið til áherslna íslenskra stjórnvalda. Forkönnun á heimsmarkmiðunum var unnin með hópi starfsmanna sem hafa breiða sýn á innleiðingu á sjálfbærri þróun í starfsemi LV. Í framhaldi af því voru tekin viðtöl við sex sérfræðinga og stjórnendur sjóðsins; tvo vegna reksturs, tvo vegna lífeyris og tvo vegna eignasafna. Þetta var gert til að afla þekk- ingar á sjónarmiðum haghafa og til að byggja undir greiningu á áherslumarkmiðum. Þá var framkvæmd viðhorfskönnun meðal stjórnar, stjórnenda og annarra starfsmanna. Markmiðið var að mæla viðhorf til áhrifa starfseminnar á heims- markmiðin, leita enn frekar eftir mikilvægum áherslum tengdum sjálfbærniþáttum og stuðla að vitundarvakningu. • Útgefendur fjármálagerninga (t.d. ríki, sveitar- félög og fyrirtæki) • Stjórnvöld og eftirlitsstofnanir (t.d. Seðlabanki Íslands – Fjármálaeftirlitið) • Landssamtök lífeyrissjóða • Ríkið, innheimta skatta og ríkisrekstur • Sveitarfélög • Tryggingastofnun • Fjölmiðlar • Aðrir sem gæta umhverfishagsmuna og félags- legra hagsmuna Rök hafa verið færð fyrir því að einungis sé hægt að innleiða stefnumótandi áherslur og áætlanir tengdar haghöfum sem eru skilgreindir sem einstaklingar, hópar eða lögaðilar. Því sé ekki æskilegt að líta á umhverfið og samfélagið í heild sinni sem haghafa. Í viðleitni LV til að stuðla að jákvæðum áhrifum starf- seminnar á sjálfbæra þróun, skilgreinir sjóðurinn þess vegna sérstaklega þá haghafa, samtök og hópa sem tengjast umhverfishagsmunum og félagslegum hagsmunum. 7 Heimsmarkmiðin Við innleiðingu og val á áhersluþáttum sjálfbærrar þróunar getur framlag starfsmanna og annarra hag- hafa skipt sköpum fyrir árangur. Stjórn, stjórnendur og annað starfsfólk tóku virkan þátt í greiningu á áherslum sjóðsins á heimsmarkmiðin. Sameiginleg þekking og sýn þeirra eru hluti af þeim stoðum sem starfsemi sjóðsins byggir á. Sjónarmið annarra hag- SJÁLFBÆRARBORGIR OGSAMFÉLÖG HREINT VATN OG HREINLÆTISAÐSTAÐA SAMVINNAUM MARKMIÐIN HEIMSMARKMIÐIN Markmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun AÐGERÐIR Í LOFTSLAGSMÁLUM ÁBYRG NEYSLA OGFRAMLEIÐSLA 52

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==