Lífeyrissjóður verzlunarmanna - Ársskýrsla 2020
Ársskýrsla Lífeyrissjóðs verzlunarmanna 2020 leiðingu heimsmarkmiðanna, ábyrgðaraðilar fengu verkefni og viðmið/áfangar voru skilgreindir. Heims- markmiðin tengjast innbyrðis en það getur verið snúið að sýna þau tengsl með einföldum hætti. Sjóðurinn setti fram áherslumarkmið sem ættu að hafa áhrif á öll heimsmarkmiðin. Áherslumarkmiðin eru þematengd þar sem mörg heimsmarkmiðanna tengjast og áherslur geta haft áhrif á fleiri en eitt þeirra. Þemun fjögur eru: 1. Efling lífsgæða og grunnþarfa 2. Góð atvinna og nýsköpun 3. Stöðugleiki náttúruauðlinda og loftslagsmála 4. Samvinna og réttlæti Yfirlit yfir áherslumarkmið LV Markmiðið með því að setja fram áherslumarkmið tengt heimsmarkmiðunum er að gefa haghöfum LV mynd af mikilvægum áherslum sem varða sjálfbærni með tilliti til rekstrar sjóðsins, lífeyris og eignasafna. Yfirlit yfir áherslumarkmið er ekki tæmandi listi yfir áherslumarkmið, aðgerðir eða viðmið/mælingar. Þá er viðbúið að áhersluatriði þróist og taki breytingum á komandi misserum. Hér er um áætlun að ræða sem getur tekið breytingum. Áherslur geta breyst við nánari greiningu á einstökum verkefnum og þá getur verið að framkvæmd þeirra taki lengri tíma en ráðgert er. Samhliða framangreindri greiningarvinnu voru haldin námskeið fyrir starfsfólk og fræðslufundur með stjórn varðandi sjálfbæra þróun og tengd viðfangs- efni. Þá var haldin vinnustofa þar sem öllu starfsfólki bauðst að taka þátt. Viðfangsefnið var sjálfbærni í rekstri LV. Vinnustofunni var stýrt af stjórnendaráð- gjöfum en ráðgjafar varðandi sjálfbærniskýrslu LV tóku líka þátt í vinnustofunni. Ofangreind verkefni voru liður í vinnu sjóðsins varðandi þessi viðfangsefni. Þar var starfsfólk og stjórn hvött til að horfa á sjálfbærni bæði út frá eigin reynslu og dag- legu lífi sem og út frá hagsmunum og stefnu sjóðsins. Eins og fram hefur komið voru öll heims- markmið Sameinuðu þjóðanna um sjálf- bæra þróun greind. Greining leiddi í ljós að sjóðurinn stuðlar að jákvæðum áhrifum á heimsmarkmiðin og styður við þau með einum eða öðrum hætti á öllum sviðum starfsem- innar; rekstri, lífeyri og eignasöfnum. Á sama tíma var ljóst að tækifæri eru til að gera betur. Í kjölfar samantektar og viðtala við starfsfólk og stjórnendur voru valin áherslumarkmið tengd rekstri, lífeyri og eignasöfnum. Aðgerðaáætlun var sett fram fyrir inn- Stoðir sjálfbærnistefnu LV Rekstur Lífeyrir Eignasöfn 53
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==