Lífeyrissjóður verzlunarmanna - Ársskýrsla 2020

Ársskýrsla Lífeyrissjóðs verzlunarmanna 2020 Meginmarkmið fræðsluáætlunar eru að: • bæta öryggi í rekstri • styðja við hlítni við lög og reglur • auka þekkingu • auka starfsánægju • auka færni og hæfni starfsfólks • auka öryggi á vinnustað Fræðsla til starfsfólks tengist annars vegar rekstri og starfsumhverfi sjóðsins og á þá að uppfylla kröfur um hlítni við lög og reglur. Hins vegar tengist hún öðrum málefnum og á þá að auka vitund og vellíðan starfs- fólks en það er grundvöllur aukinnar starfsánægju. Stuðningur við þróun og umræðu varðandi samfélagslega ábyrgð Áhersla er á að starfsfólk LV taki virkan þátt í um- ræðu og stefnumótun varðandi atriði sem lúta að hlutverki lífeyrissjóða, samfélagslegri ábyrgð þeirra, UFS viðmiðum og ábyrgum fjárfestingum. Sam- hliða greiningum og innleiðingu á sjálfbærniþáttum í stefnumótun og kjarnastarfsemi LV hefur sjóðurinn haldið fræðslufundi og vinnustofur og lagt kannanir fyrir starfsfólk. Fræðsla og vinnustofur voru að mestu á Teams og Zoom og þar var hópavinnukerfið Mural nýtt, einkum vegna Covid-19. Það er trú LV að þátt- taka, vitundarvakning og hvatning meðal starfsfólks á samfélagslegri ábyrgð skili heilbrigðara starfsum- hverfi og betri árangri til framtíðar. LV gerðist fyrstur lífeyrissjóða aðili að FESTU – mið- stöð um samfélagsábyrgð og sjálfbærni. Hlutverk Festu er að auka þekkingu á samfélagsábyrgð fyrir- tækja, stofnana og skipulagsheilda til að tileinka sér samfélagslega ábyrga starfshætti og stuðla að sjálf- bærni. Með aðild að FESTU vill sjóðurinn fylgja eftir áherslum sínum um samfélagsábyrgð og ábyrgar fjárfestingar. Lífeyrissjóðurinn er meðal stofnaðila að Iceland SIF sem er sjálfstæður umræðuvettvangur fyrir ábyrgar og sjálfbærar fjárfestingar, stofnaður árið 2017. Megin tilgangur Iceland SIF er að efla þekkingu fjárfesta á aðferðafræði sjálfbærra og ábyrgra fjár- festinga og auka umræðu um ábyrgar og sjálfbærar fjárfestingar. Launamunur kynja og launahlutföll Stefna LV byggir á að greiða sömu laun fyrir sam- bærileg störf og að þar hafi kynferði, aldur eða staða að öðru leyti ekki áhrif. Með því er gætt að grunn- gildum sjóðsins, lagareglum og öðrum gildum við- miðum. Jafnréttisstefna sjóðsins byggir á því að við ákvörðun launa sé kynjum ekki mismunað. Karlar og konur njóti sömu kjara fyrir jafn verðmæt og sambærileg störf, þeim sé því ekki mismunað í launum eftir kyni Framlag LV til áhrifa á UFS þætti og heimsmarkmiðin um sjálfbæra þróun - Umhverfisþættir: Umhverfisþættir: • LV reiknar kolefnisfótspor reksturs og tengdra lykilmælikvarða • LV er aðili UN PRI frá 2006 og skilar árlegum framvinduskýrslum • Eitt af áherslumarkmiðum LV er að setja umhverfisstefnu fyrir starfsemi sjóðsins. Annars vegar rekstur og hins vegar áherslur í stefnu um ábyrgar fjárfestingar. • Í sjálfbærniskýrslu LV er kafli með mælingum á helstu umhverfisáhrifum frá rekstri • LV er að innleiða ábyrgar fjárfestingar í eignasafn og hvetur til ábyrgrar stýringar náttúruauðlinda og umhverfisáhrifa í fjárfestingum • Megin áhrif LV á umhverfisþætti tengjast eignasafni og stýringu í átt að ábyrgum fjárfestingum • LV er að innleiða greiningarkerfi umhverfisþátta fyrir eignasöfn Félagslegir þættir Mikilvægi starfsmannastefnu LV leggur ríka áherslu á heilbrigt starfsumhverfi sem styður við velferð starfsfólks, jafnrétti og þekkingu. Starfsmannastefna sjóðsins á að gera það betur kleift að ráða hæft starfsfólk sem axlar ábyrgð, sýnir frum- kvæði í starfi og vinnur sem ein heild í uppbyggilegu starfsumhverfi. Þannig getur lífeyrissjóðurinn veitt sjóðfélögum sem besta þjónustu og gætt hagsmuna þeirra varðandi umsýslu eignasafna, rekstraröryggi og aðra mikil- væga þætti varðandi starfsemi sjóðsins. Þekking, reynsla og hæfni Áhersla er á að starfsfólk hafi þekkingu, reynslu og hæfni til að sinna verkefnum lífeyrissjóðsins vel. Sjóðurinn vill ráða vel menntaðan hóp starfsfólks með fjölbreytilegan bakgrunn. Auk þess vill hann efla þekkingu starfsfólks og auka færni þess til að takast á við verkefni og þroskast í starfi. Meginhlutverk fræðslu hjá sjóðnum er að efla starfs- fólk í núverandi starfi og að gefa því tækifæri til starfsþróunar eftir því sem aðstæður leyfa. Fræðslu- áætlun gegnir lykilhlutverki við þjálfun starfsfólks. 60

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==