Lífeyrissjóður verzlunarmanna - Ársskýrsla 2020
Ársskýrsla Lífeyrissjóðs verzlunarmanna 2020 Starfsmannavelta Hjá LV starfar traustur og öflugur hópur starfsfólks. Starfsmannavelta var 0% á árinu 2020 og hjá sjóðnum starfar starfsfólk með reynslu sem hefur unnið þar í mörg ár. Auk þess hefur nýtt starfsfólk með nýja þekkingu og sýn komið til starfa undanfarin ár. Þetta eykur getu LV til að sýna festu í starfsemi sinni og takast á við áskoranir sem fylgja örum vexti og sí- breytilegu starfsumhverfi. Ár Fjöldi starfs fólks Starfsfólk í hlutastarfi Starfslok Starfsmanna velta á ársgrundvelli 2020 50 0 0 0 2019 47 0 1 2,1% 2018 45 0 1 2,2% Aðgerðir gegn mismunun LV hefur sett sér starfsmannastefnu og jafnréttis- stefnu til að fyrirbyggja hvers konar mismunun. Sjóðurinn hefur líka formlega stefnu um varnir gegn einelti og áreitni á vinnustað og sérstaka viðbragðsá- ætlun ef slík tilvik skyldu koma upp. Rík áhersla er á að starfsfólk sýni kurteisi og virðingu í samskiptum sínum. Einelti og áreitni er ekki liðið á vinnustaðnum og stjórnendum ber að stuðla að því að grundvallar- reglur samskipta séu virtar. Stefna og viðbragðsáætlun sjóðsins eru kynntar fyrir nýju starfsfólki í upphafi starfs. Í viðbragðsáætlun er áhersla á skjóta úrlausn mála en hægt er að velja milli óformlegrar og formlegrar málsmeðferðar. Málalok eru tilkynnt með formlegum hætti en áfram fylgst með þolendum. Á árinu 2020 komu ekki upp mál varðandi mismunun, áreitni eða einelti. Heilsa og öryggi Áhersla er á að vinnustaðurinn sé öruggur, starfsað- staða heilsusamleg og starfsandi jákvæður. LV býður starfsfólki í árlega heilsufarsmælingu. Á árinu 2020 nýttu 60% starfsmanna sér mælinguna og 72% starfsmanna árið 2019. Starfsfólki er líka boðið að fá inflúensusprautu. Auk þess styður sjóðurinn heilsu starfsfólks með því að taka þátt í kostnaði vegna heilsuræktar og endurhæfingar. Iðju- þjálfari heimsækir sjóðinn reglulega til að leiðbeina um réttra líkamsstöðu við störf. Þeir sem óska eftir því fá upphækkanleg borð á starfsstöð sína. Starfs- fólk fær reglulega þjálfun og fræðslu um öryggismál, brunavarnir og viðbrögð við bruna. Barna og nauðungarvinna Innlend löggjöf og starfsumhverfi tryggir vel rétt barna og réttindi starfsfólks sem getur spornað við nauðungarvinnu. Lífeyrissjóðurinn starfar sam- eða öðrum ómálefnalegum ástæðum. Launagreining er framkvæmd reglulega og við launaákvarðanir er miðað að því að fá heildaryfirsýn yfir laun og fyrir- byggja kynbundinn launamun. Heildarlaunagreiðslur framkvæmdastjóra sem hlut- fall af miðgildi af heildarlaunagreiðslum starfsmanna í fullu starfi mældist 3,36 á árinu 2020, 3,44 á árinu 2019 og 3,52 árið 2018. Heildarlaunagreiðslur framkvæmdastjóra sem hlut- fall af miðgildi af heildarlaunagreiðslum starfsmanna í fullu starfi Ár Hlutfall 2020 3,36 2019 3,44 2018 3,52 Jafnrétti Hjá sjóðnum hefur verið áhersla á jafnrétti kynjanna og að hver starfsmaður sé metinn að verðleikum. Sjóðurinn hefur líka sett sér jafnréttisstefnu til að stuðla að jafnri stöðu kynjanna og jöfnum tækifærum óháð kynferði. Þetta á meðal annars við um rétt til starfa, kjara, aðstöðu og endurmenntunar. Jafn- réttisstefnan nær til allrar starfsemi sjóðsins og er endurskoðuð á þriggja ára fresti. Fjöldi karlmanna í stjórnunarstöðum er átta ársverk og fjöldi kvenna í stjórnunarstöðum er fjögur ársverk. Í þessari skýrslu er almennt vísað til tveggja kynja, karla og kvenna. Það byggir á hefðbundinni fram- setningu gagna og því að jafnréttisumræðan í þessu samhengi vísar gjarnan til karla og kvenna. LV er meðvitaður um umræðu og þróun varðandi það að horfa ekki bara til tveggja kynja. Í starfsemi LV er hver einstaklingur metinn að verðleikum. Þá er fólk af öllum kynjum hvatt til að sækja um þegar sjóður- inn auglýsir eftir starfsfólki. Skipting starfsfólks eftir kyni Ár Fjöldi kvenna Fjöldi karla 2020 33 17 2019 30 17 2018 28 17 Stjórnunarstöður LV eftir kyni Ár Fjöldi kvenna Fjöldi karla 2020 2019 2020 2019 Framkvæmdastjóri 0 0 1 1 Forstöðumenn 1 1 2 2 Aðrir stjórnendur 3 3 5 5 Stjórnunarstöður alls 4 4 8 8 61
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==