Lífeyrissjóður verzlunarmanna - Ársskýrsla 2020
Ársskýrsla Lífeyrissjóðs verzlunarmanna 2020 traustan rekstur. Stjórnarháttayfirlýsing LV árið 2020 byggir á lögum og reglum sem voru í gildi þegar stjórn og framkvæmdastjóri staðfestu ársreikning sjóðsins. Þar er sérstaklega litið til þeirra ákvæða laga nr. 129/1997 sem lúta að stjórnarháttum lífeyrissjóða, ákvæðum samþykkta sjóðsins, reglum FME þar um, m.a. reglum nr. 335/2015 um ársreikninga lífeyris- sjóða sem og 5. útgáfu leiðbeininga um stjórnarhætti fyrirtækja útgefnum af Viðskiptaráði Íslands, Nasdaq Iceland og Samtökum atvinnulífsins. Kynjahlutfall í stjórn Stjórn LV er skipuð átta stjórnarmönnum, fjórum konum og fjórum körlum. Stjórn VR tilnefnir fjóra stjórnarmenn og þau samtök atvinnurekenda sem standa að sjóðnum tilnefna fjóra stjórnarmenn; Samtök atvinnulífsins tilnefna þrjá og Félag atvinnu- rekenda einn. Fulltrúar atvinnurekenda og VR hafa formennsku til skiptis, tvö ár í senn. Hvorki fram- kvæmdastjóri né stjórnendur sjóðsins sitja í stjórn LV. Allir stjórnarmenn teljast óháðir LV í skilningi leiðbeininga um stjórnarhætti (5. útgáfa). Stjórn 2020 2019 2018 Konur 50% (4) 62,5% (5) 50% (4) Karlar 50% (4) 37,5% (3) 50% (4) Háðir stjórnarmenn 0% 0% 0% Kaupaukar Starfskjör hjá sjóðnum byggja fyrst og fremst á föstum greiðslum. Stjórnarlaun eru föst krónutala sem er endurskoðuð árlega í samræmi við sam- þykktir sjóðsins. Stjórnendur eru á föstum heildar- launum þar sem er ekki greitt fyrir aukavinnu nema í undantekningartilfellum. Í ráðningarsamningum annars starfsfólks kemur fram hvort um sé að ræða föst heildarlaun eða laun þar sem greitt fyrir yfir- vinnu. Kaupaukar eru því hvorki hluti af starfskjörum stjórnar né starfsfólks. Kjarasamningar Allt starfsfólk LV á aðild að kjarasamningum og gildandi starfskjarastefnu er fylgt. Stjórn setur starfs- kjarastefnuna fram, hún er staðfest á ársfundi og birt á vefsíðu sjóðsins. Stefnan á að styðja við góða stjórnarhætti hjá sjóðnum. Hún byggir á samþykktum lífeyrissjóðsins, sjónarmiðum sem koma fram í leið- beiningum um góða stjórnarhætti og meginreglum sem liggja til grundvallar 79. gr. a í lögum nr. 2/1995 um hlutafélög. Starfskjarastefnan á að styðja við traustan rekstur og góða þjónustu við sjóðfélaga. Hún hefur einnig þann tilgang að gera sjóðinn að eftirsóknaverðum vinnustað þar sem starfar hæft og reynt starfsfólk. Þetta er grundvöllur þess að rekstur sjóðsins sé samkeppnisfær og í samræmi við bestu viðmið. kvæmt íslenskri löggjöf, þar með talið Barnalögum nr. 76/2003, en hún tekur mið af samningi Sam- einuðu þjóðanna um réttindi barnsins og Barnasátt- mála. Nauðungarvinna og þrælahald er ekki liðin á íslenskum vinnumarkaði og sjóðurinn hefur aldrei fengið tilkynningar tengdar því. Mannréttindi Mannréttindi eru grundvallarréttindi sem allir ein- staklingar eiga kröfu til. Það er stefna LV að sjóðurinn meti alla jafnt og mismuni fólki ekki á grundvelli kyns, kynþáttar eða þjóðernislegs uppruna, kynhneigðar, stjórnmálaskoðana, trúarbragða eða heimspekilegrar sannfæringar. Starfsfólk sjóðsins tekur kjör sam- kvæmt kjarasamningum og á aðild að stéttarfélagi sem tryggir þeim almenn réttindi á vinnumarkaði. Framlag LV til áhrifa á UFS þætti og heimsmarkmiðin um sjálfbæra þróun – Félagslegir þættir: Félagslegir þættir: • LV birtir launahlutfall forstjóra og aðra lykilmælikvarða • Gætt er að jöfnum tækifærum og jafnrétti kynjanna og unnið er eftir jafnréttisstefnu og starfskjarastefnu • LV fylgir verklagsreglum um hæfi lykilstarfsmanna • Allt starfsfólk er fast ráðið og í sjóðnum er unnið eftir starfsmannastefnu • LV fylgir fræðslustefnu fyrir starfsfólk • LV spornar gegn einelti og áreiti, vinnur eftir stefnu varðandi einelti og áreiti á vinnustað og hefur viðbragðsáætlun tengda þessu • Engin slys eða áföll hafa tengst vinnustað LV og gætt er að heilsu og öryggi starfsmanna og unnið er að gerð stefnu um heilsu og öryggi • LV virðir mannréttindi • Allir sem starfa hjá LV eru aðilar að stéttarfélagi Í viðauka I er að finna stefnur og reglur tengdar fé- lagslegum þáttum. Stjórnarhættir Hjá LV er áhersla á góða stjórnarhætti við stefnu- mótun og daglega stjórnun. Haghafar fá upplýsingar um stjórnarhætti sjóðsins í stjórnarháttayfirlýsingu sem er birt í ársskýrslu og á vef sjóðsins. Yfirlýsingin á líka að styðja við góða stjórnarhætti hjá sjóðnum og 62
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==