Lífeyrissjóður verzlunarmanna - Ársskýrsla 2020

Ársskýrsla Lífeyrissjóðs verzlunarmanna 2020 Í viðskiptum við birgja LV er leitast við a velja birgja sem starfa eftir sömu gildum og sjóðurinn. Þá er m.a. litið til siðferðis, gæðamála, öryggismála og hugbúnaðarferla. Stjórn sjóðsins áréttar mikilvægi þess að samskipti við haghafa séu í samræmi við gott viðskiptasiðferði. Til að gæta að hæfisreglum, réttri meðferð fjármuna og þáttum eins og spillingu og mútumálum hafa verið settar margþættar reglur sem starfsfólki ber að fara eftir í störfum sínum fyrir sjóðinn. Sjá viðauka I. Persónuvernd Í starfsemi LV er nauðsynlegt að vinna með ýmis konar persónuupplýsingar sem varða m.a. sjóðfélaga. Sjóðurinn safnar persónuupplýsingum um sjóðfélaga fyrst og fremst til að uppfylla skyldur sínar á grund- velli heimildar/skyldu í lögum, kjarasamningi eða á grundvelli annarra lögmætra hagsmuna sjóðsins. LV hefur einsett sér að tryggja áreiðanleika, trúnað og öryggi persónuupplýsinga sjóðfélaga sjóðsins. Sjóðurinn skuldbindur sig til að vinna persónuupplýs- ingar um sjóðfélaga löglega, af sanngirni og gagnsæi. Upplýsingum verði aðeins safnað í tilteknum, sér- stökum og lögmætum tilgangi og að söfnun og Siðareglur og aðgerðir gegn spillingu Stjórn hefur sett sjóðnum siða- og samskiptareglur fyrir starfsfólk og stjórnarmenn. Reglurnar eiga að styðja við vönduð vinnubrögð, draga úr hættu á hagsmunaárekstrum og auka öryggi í meðferð fjár- muna sjóðsins. Í reglunum er m.a. fjallað um góða starfshætti, hagsmunaárekstra, meðferð trúnaðar- upplýsinga og um gjafir, boðsferðir og starfstengdar ferðir. Stjórn lífeyrissjóðsins og starfsfólk hans er meðvitað um þá ábyrgð sem fylgir umsjón með fjár- munum sjóðfélaga. Sjóðurinn hefur sett sér reglur um uppljóstrun vegna mögulegra svika eða misferlis starfsfólks. Stjórn hefur líka sett reglur um viðskipti stjórnar og starfsfólks með fjármálagerninga. Þá hafa verið settar reglur um aðgerðir gegn peninga- þvætti og fjármögnun hryðjuverka. Sjóðurinn leggur áherslu á fagmennsku, áræðni og samviskusemi. Þetta birtist m.a. í vandaðri eigna- og áhættustýringu, eftirfylgni með fyrirtækjum sem fjár- fest er í og áherslu á góða stjórnarhætti. Lífeyrissjóð- urinn gerir kröfu um að fyrirtæki sem hann fjárfestir í fylgi lögum og reglum sem gilda um starfsemi þeirra og virði þannig lagareglur og viðmið um siðferði og sporni við hvers kyns spillingu. Framkvæmdastjóri Ársfundur /fulltrúaráð Tilnefningar stjórnarmanna Endurskoðunar­ nefnd Eignastýringarsvið Fjármálasvið Rekstrarsvið Lífeyrissvið Upplýsingatæknisvið Lífeyrisráðgjöf Ávinnsla lífeyris Úrskurður lífeyris Þróun lífeyrisvara Fjárfestingarstefna Fjárfestingarákvarðanir Stýring eignasafna Áhættustýring Lögfræðisvið Áhættustefna Áhættustýringarstefna Áhættumat / greiningar Lögfræðiráðgjöf Stjórnarhættir Samþætting sjálfbærni - Rekstur-lífeyrir-eignir Upplýsingakerfi Rekstur vélbúnaðar Notendaþjónusta Umsjón með útvistun Fjárhagsbókhald Ársreikningur Bakvinnsla Gjaldkerar Þjónustustjórnun Stafræn þróun Markaðs- og kynningarmál Fjölmiðlasamskipti Gæðastjóri - Verkefnastjórn Rekstur skrifstofu - Mannauðsmál & innri fræðsla - Persónuvernd Þjónustuver Sjóðfélagalán Iðgjöld & innheimta S t j ó r n 63

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==