Lífeyrissjóður verzlunarmanna - Ársskýrsla 2020

Ársskýrsla Lífeyrissjóðs verzlunarmanna 2020 10 Lífeyrir Lífeyrir – ævilangur lífeyrir, áfallalífeyrir og séreign Lífeyrissjóður verzlunarmanna starfrækir sam- eignardeild og séreignardeild. • Lögboðin iðgjöld sjóðfélaga fara í sameignar- deild og mynda þar samtryggingarsjóð til að tryggja þeim ævilangan lífeyri og áfallalífeyri. • Sjóðfélagi hefur val um að greiða iðgjald til sér- eignardeildar LV sem býður upp á þrjár opnar ávöxtunarleiðir. Samþætting samtryggingar og séreignar styrkir framfærslu sjóðfélaga og eftir atvikum maka hans og barna. Slíkt samspil eykur möguleika á sveigjan- legum starfslokum og möguleika á hærri ráðstöf- unartekjum fyrstu árin eftir að starfsævi lýkur. Lágmarksiðgjald til samtryggingardeildar er 12% af heildarlaunum og endurgjaldi fyrir hvers konar vinnu. Samkvæmt kjarasamningum flestra stéttarfélaga sem mæla fyrir um aðild að LV er lágmarksiðgjald 15,5%. Sjóðfélagi getur tekið ákvörðun um allt að 3,5% iðgjaldshluta umfram 12% sé varið til uppbygg- ingar á tilgreindri séreign. Nánar um eðli lífeyrisréttinda Ellilífeyrir Áfallalífeyrir Almennur eftirlaunaaldur hjá LV er 67 ár. Sjóðfélagi ávinnur sér tryggingu fyrir ævilöngum lífeyrisgreiðslum frá því að taka lífeyris hefst. Þannig mun hann fá greiðslur sem endurspegla iðgjöld hans yfir starfsævina og ávöxtun sjóðsins í gegnum árin. Undir áfallalífeyri falla örorku-, maka- og barnalífeyrisgreiðslur. Þetta eru verðmæt réttindi sem virkjast ef fólk missir starfsorku eða við fráfall maka. Sjóðfélagi hefur val Séreign Launþegi á rétt á viðbótarlífeyrissparnaði sem er séreign hans. Honum er valfrjálst að greiða iðgjöld samkvæmt nánari reglum í séreignarsjóð sinn. Þá getur sjóðfélagi valið milli þriggja ávöxtunarleiða, meðal annars eftir aldri og áhættuvilja. Með því að byggja upp lífeyrissparnað í séreign getur sjóðfélagi tryggt sér mikilvæga eign sem styður við framfærslu eftir starfslok, eykur sveigjanleika í líf- eyrismálum og styrkir framfærslu. Það er mikilvægt að skoða málið vel og meta miðað við eigin forsendur. Þá hefur verið heimilt að nýta hluta af séreignasparn- aði með ákveðnu skattahagræði til afborgana fast- eignalána og til fjármögnunar á fyrstu íbúðakaupum. Slíkar heimildir byggja á lögum á hverjum tíma. Upphaf lífeyristöku og skipting réttinda Upphaf töku lífeyris og úttektar séreignarsparnaðar Skipting réttinda milli hjóna Almenna reglan er að sjóðfélagi hefji lífeyristöku 67 ára. Þó er hægt að flýta því um tvö ár eða seinka til allt að 80 ára aldurs. Séreign er laus til útgreiðslu við 60 ára aldur. Tilgreind séreign er laus til útgreiðslu við 67 ára aldur sem þó er hægt að flýta og byrja 62 ára. Þá er séreign erfanleg að fullu til afkomenda í samræmi við erfðalög. Hjón og sambúðarfólk má gera samning um skiptingu áunninna réttinda og framtíðarréttinda. Auk þess má gera samkomulag um skiptingu lífeyrisgreiðslna eftir að taka lífeyris hefst. 65

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==