Lífeyrissjóður verzlunarmanna - Ársskýrsla 2020

Ársskýrsla Lífeyrissjóðs verzlunarmanna 2020 Um samsetningu stjórnendateymis Samkvæmt lögum, samþykktum LV og skipuriti annast framkvæmdastjóri daglegan rekstur sjóðsins í samræmi við ákvæði laga, samþykkta sjóðsins og þeirri stefnu og fyrirmælum sem stjórn sjóðsins hefur gefið. Í sam- þykktum kemur fram að framkvæmdastjóri ræður starfsmenn til sjóðsins. Yfirstjórn sjóðsins er skipuð framkvæmdastjóra, sjö forstöðumönnum auk fimm deildarstjóra. Áhersla er lögð á viðeigandi menntun, reynslu og færni, jafnrétti og hæfilega ólíkan bakgrunn til að stuðla að æskilegri fjölbreytni. Upplýsingar um samsetningu stjórnenda er að finna í sjálfbærniskýrslu LV. LV hefur ekki sett sér formlega stefnu um fjölbreytileika í tengslum við stjórn og stjórnendur. Það mun koma til skoðunar á árinu í takt við þróun lagakrafna og áherslna í leiðbeiningum um stjórnarhætti. Framkvæmdin byggir nú hins vegar á almennri mannauðsstefnu LV. Í mannauðsstefnu kemur m.a. fram að lífeyrissjóðurinn leitist við að hafa á að skipa hæfu og áhugasömu starfs- fólki, sem axlar ábyrgð og sýnir frumkvæði í starfi og vinnur sem ein heild í góðu starfsumhverfi. Áhersla er lögð á að sjóðurinn bjóði upp á starfsskilyrði sem laði að sér hæft starfsfólk. Varðandi ráðningu nýrra starfsmanna er tekið fram að markmiðið sé að ráða til starfa hæfa og metnaðarfulla einstaklinga. Í starfsauglýsingum eru störf almennt ókyngreind og aukin áhersla hefur verið lögð á að gæta jafnvægis milli vinnu og einkalífs. Hvað jafnræði varðar þá er tekið fram að starfsfólk sé metið á eigin forsendum óháð kyni, aldri, trúarbrögðum og uppruna og fyllsta jafnræðis sé gætt milli starfsmanna. Til stuðnings mannauðsstefnu eru m.a eftirfarandi stefnur: Stefna gegn einelti og áreitni, auk viðbragðsáætlunar, jafnlaunastefna, jafnréttisstefna og stefna um upplýsingagjöf til starfsfólks. Áhersla er lögð á að endurspegla meginþætti mannauðsstefnu þegar auglýst er eftir starfsfólki í stjórnenda- stöður, sem og aðrar stöður. Covid - 19 Áhrif Covid-19 heimsfaraldursins á rekstur, efnahag og sjóðstreymi lífeyrissjóðsins á árinu eru óveruleg. Hugsanleg áhrif á rekstur sjóðsins voru í upphafi faraldurs talin geta verið samdráttur í greiddum iðgjöldum til sjóðsins vegna minnkandi umsvifa launagreiðenda, aukin vanskil þeirra og greiðsluerfiðleikar einstaklinga vegna aukins atvinnuleysis. Lífeyrissjóðurinn leggur sem fyrr áherslu á að vinna náið með sjóðfélögum og launagreiðendum við að leysa úr þeirri stöðu sem upp er komin vegna heimsfaraldursins og má gera ráð fyrir að verði viðvarandi um nokkurt skeið. Sérstök áhersla hefur verið lögð á að fylgjast vel með þróun innheimtumála vegna iðgjalda en vanskil hafa ekki aukist. Um leið og heimsfaraldurinn náði til Íslands hóf sjóðurinn að bjóða lántökum greiðsluhlé á lánum sínum til allt að sex mánaða með möguleika á framlengingu að þeim tíma loknum. Nokkur ásókn var í greiðsluhlé síðastliðið vor en ríflega 10% af lánasafni sjóðsins var í greiðsluhlé á ákveðnum tíma. Verulega hefur dregið úr lánum í greiðsluhlé og um áramót voru um 2% af lánum í greiðsluhléi. Fjárhæðir í yfir 90 daga vanskilum hafa lækkað á milli ára og var vanskilahlutfall í lok árs 0,7% af sjóðfélagalánum. Sjóðurinn hagaði rekstri á skrifstofu í samræmi við sóttvarnaraðgerðir á hverjum tíma. Móttaka sjóðsins var lokuð hluta af árinu og sjóðfélagar hvattir til að sinna erindum sínum í gegnum rafrænar samskiptaleiðir. Á árinu voru umsóknir um lífeyri settar á vefinn og geta sjóðfélagar nú sótt rafrænt um lífeyri á einfaldan og þægilegan hátt. Í samræmi við sóttvarnaraðgerðir byrjaði stór hluti starfsfólk að vinna í fjarvinnu. Sú breyting á rekstrinum gekk vel og án vandræða. Ljóst er að útbreiðsla Covid-19 hefur haft neikvæð áhrif á efnahags- og markaðsaðstæður á Íslandi líkt og á heimsvísu og enn ríkir töluverð óvissa um endanleg áhrif heimsfaraldursins. Þrátt fyrir Covid-19 þá var ávöxtun lífeyrissjóðsins góð og er 2020 með betri árum í ávöxtun í sögu sjóðsins. Í ljósi góðrar ávöxtunar þá styrktist tryggingafræðileg staða sjóðsins milli ára. Heimsfaraldurinn hafði ekki áhrif á fjárfestingarstefnu sjóðsins að því leiti að áfram er lögð áhersla á að auka vægi erlendra verðbréfa til lengri tíma í eignasafninu. 80

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==