Lífeyrissjóður verzlunarmanna - Ársskýrsla 2020

Ársskýrsla Lífeyrissjóðs verzlunarmanna 2020 Atburðir eftir lok reikningssárs Frá lokum reikningsárs fram að áritunardegi hafa ekki orðið neinir þeir atburðir sem hafa verulega þýðingu á fjárhagsstöðu sjóðsins. Yfirlýsing stjórnar og framkvæmdastjóra Samkvæmt bestu vitneskju er það álit okkar að ársreikningur Lífeyrissjóðs verzlunarmanna gefi glögga mynd af rekstrarafkomu lífeyrissjóðsins á árinu 2020, eignum, skuldum og fjárhagsstöðu hans þann 31. desember 2020. Jafnframt er það álit okkar að ársreikningurinn og skýrsla stjórnar og framkvæmdastjóra geymi glöggt yfirlit um þróun og árangur í rekstri sjóðsins, stöðu hans í árslok og lýsi helstu áhættuþáttum sem lífeyrissjóðurinn býr við. Frekari upplýsingar sem tengjast áhættustýringu má finna í skýringum 19 - 23 í ársreikningnum. Stjórn og framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs verzlunarmanna hafa í dag farið yfir ársreikning sjóðsins fyrir árið 2020 og staðfesta hann með undirritun sinni. Ársreikningurinn verður lagður fram og kynntur á næsta ársfundi sjóðsins. Reykjavík, 25. febrúar 2021 Stjórn Stefán Sveinbjörnsson Guðrún Hafsteinsdóttir stjórnarformaður varaformaður Árni Stefánsson Bjarni Þór Sigurðsson Guðný Rósa Þorvarðardóttir Guðrún Johnsen Helga Ingólfsdóttir Jón Ólafur Halldórsson Framkvæmdastjóri Guðmundur Þ. Þórhallsson 81

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==