Lífeyrissjóður verzlunarmanna - Ársskýrsla 2020

Ársskýrsla Lífeyrissjóðs verzlunarmanna 2020 Til stjórnar og sjóðfélaga Lífeyrissjóðs verzlunarmanna Álit Við höfum endurskoðað meðfylgjandi ársreikning Lífeyrissjóðs verzlunarmanna fyrir árið 2020, að undanskilinni skýrslu stjórnar. Það er álit okkar að ársreikningurinn gefi glögga mynd af afkomu lífeyrissjóðsins á árinu 2020, efnahag hans 31. desember 2020, breytingu á handbæru fé á árinu 2020 og tryggingafræðilegri stöðu 31. desember 2020, í samræmi við lög um ársreikninga og reglur um ársreikninga lífeyrissjóða. Álit okkar er í samræmi við skýrslu okkar til endurskoðunarnefndar. Ársreikningurinn innifelur - Skýrslu stjórnar um starfsemi lífeyrissjóðsins. - Yfirlit um breytingu á hreinni eign til greiðslu lífeyris fyrir tímabilið 1. janúar 2020 til 31. desember 2020. - Efnahagsreikning þann 31. desember 2020. - Sjóðstreymi fyrir tímabilið 1. janúar 2020 til 31. desember 2020. - Yfirlit um tryggingafræðilega stöðu samtryggingardeildar 31. desember 2020. - Skýringar, sem innifela helstu reikningsskilaaðferðir og aðrar skýringar. Skýrsla stjórnar um starfsemi lífeyrissjóðsins er undanskilin endurskoðun, sbr. kafla um aðrar upplýsingar. Grundvöllur álits Endurskoðað var í samræmi við alþjóðlega endurskoðunarstaðla. Ábyrgð okkar samkvæmt stöðlunum er nánar útskýrð í kaflanum um ábyrgð endurskoðenda. Óhæði Við erum óháð lífeyrissjóðnum samkvæmt ákvæðum laga um endurskoðendur og endurskoðun og siðareglna sem gilda um endurskoðendur á Íslandi og varða endurskoðun okkar á ársreikningi lífeyrissjóðsins. Við upp- fyllum jafnframt aðrar kröfur um starf okkar sem endurskoðendur í samræmi við ákvæði siðareglna. Samkvæmt okkar bestu vissu, lýsum við yfir að önnur þjónusta sem við höfum veitt sjóðnum er í samræmi við ákvæði íslenskra laga og reglna og að við höfum ekki veitt þjónustu sem óheimilt er að veita samkvæmt ákvæðum 5.1. gr. Evrópureglugerðar nr. 537/2014. Gerð er grein fyrir annarri þjónustu sem við höfum veitt sjóðnum, á tímabilinu 1. janúar 2020 til 31. desember 2020 í skýringu 8. Við teljum að við endurskoðunina höfum við aflað nægilegra og viðeigandi gagna til að byggja álit okkar á. Aðrar upplýsingar, þ.m.t. skýrsla stjórnar Stjórn og framkvæmdastjóri bera ábyrgð á öðrum upplýsingum. Aðrar upplýsingar eru skýrsla stjórnar um starf- semi Lífeyrissjóðs verzlunarmanna árið 2020, sem lág fyrir við áritun okkar. Aðrar upplýsingar eru jafnframt ársskýrsla lífeyrissjóðsins. Ársskýrsla liggur ekki fyrir við áritun okkar á árs- reikninginn en við búumst við að fá hana afhenta til yfirferðar áður en hún verður gefin út. Álit okkar á ársreikningnum nær ekki til annarra upplýsinga, þ.m.t. skýrslu stjórnar um starfsemi lífeyrissjóðsins og við staðfestum þær ekki á neinn hátt. Í tengslum við endurskoðun okkar á ársreikningi lífeyrissjóðsins ber okkur að yfirfara aðrar upplýsingar, sem tilgreindar eru hér að ofan, þegar þær liggja fyrir og meta hvort þær eru í verulegu ósamræmi við ársreikninginn eða skilning sem við höfum aflað við endurskoðunina eða ef svo virðist að verulegar rangfærslur séu í þeim. Ef við, á grundvelli vinnu okkar, ályktum að verulegar rangfærslur séu í öðrum upplýsingum ber okkur að skýra frá því. Við höfum ekki greint atriði sem ber að greina sérstaklega frá. Hvað varðar skýrslu stjórnar um starfsemi lífeyrissjóðsins höfum við, í samræmi við ákvæði 104. gr. laga um ársreikninga nr. 3/2006, yfirfarið að skýrsla stjórnar um starfsemi lífeyrissjóðsins hafi að geyma þær upplýsingar sem þar ber að veita í samræmi við lög um ársreikninga komi þær ekki fram annars staðar í ársreikningnum. Áritun óháðs endurskoðanda 82

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==