Bls. 5 SOS BLAÐIÐ desember │ 2025 Leitaði að SOS foreldri sínu á Íslandi – áratugum síðar Ambika ólst upp í SOS barnaþorpi á Indlandi - ætlar til Íslands að hitta Hafdísi og sjá norðurljósin Bls. 3 Barnaþorpin breytast Bls. 14 Börn þjást í stríði Bls. 8 Svona dreifast framlög íslenskra SOS foreldra Bls. 10 Það sem áður virtist ómögulegt hefur orðið að veruleika
2 SOS BLAÐIÐ Kæri styrktaraðili Það er stundum sagt að góðverk gerist í hljóði – en hjá SOS Barnaþorpunum viljum við að þú heyrir hljóðið sem góðverk þitt framkallar. Við heyrum rödd vonar sem áður var þögnuð, hlátur barns sem hefur eignast fjölskyldu, gott heimili og fengið tækifæri til náms - og andvarp léttis hjá foreldri sem hefur brotist út úr sárafátækt með aðstoð SOS og getur séð fyrir börnum sínum. Það er líka alveg hægt að gefa fjárframlög í hítina til góðgerðarmála og treysta því að framlögin skili sér þangað sem þeirra er þörf, án þess að fylgjast eitthvað sérstaklega með því. Og það er líka í góðu lagi. Við eigum að geta treyst rótgrónum og viðurkenndum samtökum til að fara vel með söfnunarfé. Við heyrum reglulega frá styrktaraðilum að það sem þeim líkar sérstaklega við SOS Barnaþorpin er rekjanleiki framlaganna í formi upplýsinga. Við vitum að traust er ekki sjálfgefið og þess vegna leggjum við okkur fram við að upplýsa styrktaraðila og það er m.a. tilgangur þessa tímarits, SOS blaðsins. Eru bréfin ekki að berast til þín frá barnaþorpunum? SOS foreldrar fá bréf tvisvar á ári frá barnaþorpunum með myndum og fréttum af styrktarbörnunum og lífinu í barnaþorpunum. SOS fjölskylduvinir fá sögur og sjá viðtöl við barnafjölskyldur sem hafa brotist út úr sárafátækt í fjölskyldueflingu SOS. Sömuleiðis fá SOS neyðarvinir upplýsingar um hvernig við störfum fyrir börn á stríðs- og hamfarasvæðum. Svona fylgjumst við með því hvernig framlögin gera gagn. Póstþjónusta getur verið misjöfn í samstarfslöndum okkar og stöku sinnum kemur það fyrir að bréf berast ekki frá barnaþorpunum til SOS foreldra. Þá viljum við gjarnan vita af því svo við getum brugðist við. Þess vegna viljum við vekja sérstaka athygli þína á Mínum síðum á sos.is. Þar geturðu nálgast öll bréfin og myndirnar til þín rafrænt ásamt myndböndum frá barnaþorpunum. Ef bréfin eru ekki að berast þér er þér líka alltaf velkomið að hafa samband á skrifstofu SOS í síma 5642910 og óska eftir útprentun á bréfunum svo við getum sent þau til þín. Mínar síður eru þitt persónulega örugga svæði inni á heimasíðunni okkar og þú skráir þig inn með rafrænum skilríkjum eða auðkennisappinu. Þar geturðu séð yfirlit yfir allan stuðninginn þinn og breytt persónulegum upplýsingum þínum eins og greiðslukortanúmeri og netfangi. Færri prentuð blöð og meira á netinu Glöggir mánaðarlegir styrktaraðilar SOS Barnaþorpanna á Íslandi hafa kannski tekið eftir því að SOS blaðið kemur sjaldnar út en áður. Við höfum jú fækkað útgáfum frá þremur blöðum á ári niður í eitt vegna mikilla hækkana á útburðargjöldum - en um leið vinnum við í að efla upplýsingagjöf í tölvupóstum, á heimasíðunni og á sam- félagsmiðlum okkar. Við kappkostum að halda rekstrar- kostnaði samtakanna hér á Íslandi í lágmarki og erum afar stolt af árangri okkar í þeim efnum. Á árinu 2024 var hann aðeins 14,5%, sem þýðir að 855 krónur af hverju þúsund króna framlagi fara í sjálft hjálparstarfið. Sjónvarpsþættir um SOS Upplýsingaleiðir okkar eru í sífelldri endurskoðun og undanfarin ár höfum við líka framleitt sjónvarpsþætti með velgjörðasendiherrum SOS og fleirum sem gefa vinnu sína í þágu barnanna. Í Sjónvarpi Símans finnurðu Rúrik og Jói í Malaví (2022), Eva Ruza í Króatíu (RÚV, 2024), Endurfundir Sonam og Ingibjargar (Landinn á RÚV, 29. september 2024) og svo verður nýr þáttur sýndur á RÚV á næstunni, Rúrik í Rúanda. Í þessari umfjöllun heimsækjum við barnaþorp og verkefnasvæði okkar erlendis sem tengjast stuðningi okkar Íslendinga. Hjá SOS Barnaþorpunum er slóð framlaga þinna rekjanleg með frásögnum sem þessum. Ég vona að þú njótir lesturs þessa tímarits og þakka þér fyrir að standa með börnunum. Hans Steinar Bjarnason Upplýsingafulltrúi Svona fylgistu með hvernig framlögin þín verða að gagni
SOS BLAÐIÐ 3 SOS Barnaþorpin árið 2024 Starfseiningar Fjöldi Börn og ungmenni SOS barnaþorp 533 31.100 Önnur umönnun 401 18.000 Ungmennaheimili 510 16.200 Samtals 1.325 65.300 Með því að fjarlægja tákn sem geta skapað fjarlægð milli barna og samfélagsins styrkist fjölskyldan í heild. Einnig fjölgar þeim börnum sem fara aftur til kynforeldra sinna sem gátu áður ekki séð fyrir þeim en geta það nú með stuðningi og eftirliti SOS. Sum barnaþorp þurfa að vera afgirt Ekki er þó alltaf mögulegt að þorpin séu opin á þennan hátt. Sumsstaðar í heiminum er staða öryggismála metin þannig að barnaþorpin þurfi að vera afgirt. SOS Barnaþorpin setja hagsmuni barnanna alltaf í forgang og hvert tilvik er metið fyrir sig. Á meðan sum börn þurfa á langtímaúrræði að halda eru önnur sem þurfa aðeins á tímabundnu heimili að halda. SOS barnaþorpin eru eins misjöfn og þau eru mörg - þó mörg þeirra séu nokkuð svipuð í útliti, sér í lagi í Afríku og Asíu. Í nokkrum löndum, t.d. í Evrópu, hafa SOS Barnaþorpin stigið inn í fósturkerfið. Stundum er það lögum samkvæmt að börn þurfa að vera í fóstri og í þeim tilvikum verða SOS foreldrarnir fósturforeldrar barnanna. Umönnun barnanna er fjölþætt og alltaf í þeim tilgangi að börnin fái gott heimili. Það eru ekki bara barnaþorpin sem ganga í gegnum breytingar. Á undanförnum árum hafa farið fram ítarlegar athuganir, úttektir og naflaskoðanir á starfsemi samtak- anna. Kom þá m.a. í ljós að stjórnskipulagið var gamaldags og ekki til þess fallið að fóstra gagnsæi og vandaða stjórnarhætti. Nú þegar hafa samtökin lagt niður stöðu alþjóðaforseta og 13 manna alþjóðastjórn tók við af 20 manna öldungaráði. Þá undirgengst alþjóðaskrifstofan nú algjöra uppstokkun. SOS Barnaþorpin hafa þróað starf sitt frá stofnun sam- takanna fyrir 76 árum með það að leiðarljósi að hjálpa sem flestum börnum á sem skilvirkastan hátt. Samtökin leggja mikla áherslu á aðstoð við foreldralaus börn en einnig þau sem eru í hættu á að verða það. Þar sem samtökin starfa í yfir 130 löndum er mikilvægt að vera sveigjanleg en þó einnig staðföst í þeim ólíku nálgunum sem samtökin standa fyrir þegar kemur að umönnun barna og velferð þeirra. Undanfarin ár hefur starfsemin tekið miklum breytingum og aðlagast aðstæðum í hverju landi. SOS Barnaþorpin hafa í dag beina umsjá með um 65.300 börnum og ungmennum á heimsvísu allan sólarhringinn. Á síðasta ári náðu samtökin einnig til nærri 4,2 milljóna barna, ungmenna og foreldra þeirra í gegnum fjölskyldu- og samfélagseflingu en það er sá angi starfseminnar sem vaxið hefur hvað mest undanfarin ár. Það er forvarnarstarf SOS sem forðar börnum frá aðskilnaði við illa stadda foreldra sína með því að efla foreldrana til fjárhagslegs sjálfstæðis. Úr barnaþorpunum út í íbúðahverfin Elsta og þekktasta fyrirkomulag starfseminnar er um- önnun barna í barnaþorpum þar sem börnin búa við hefðbundið fjölskyldulíf. Nú fjölgar þó sífellt þeim börnum og ungmennum sem búa utan barnaþorpanna. SOS fjölskyldur flytja í auknum mæli inn í hefðbundin íbúðahverfi í meiri nálægð við nærsamfélagið. Þar verður daglegt líf eðlilegra, börnin tengjast betur samfélaginu og byggja upp eigin tengslanet. Þessi aukna þátttaka og tengsl við umhverfið hjálpa börnunum að þróa sjálfstæði og sjálfstraust, sem er lykil- atriði fyrir framtíð þeirra. Einnig dregur úr líkum á að börnin upplifi samfélagslega stimplun eins og því miður er oft raunin með börn sem eiga óhefðbundinn bakgrunn. Útgefandi: SOS Barnaþorpin á Íslandi. Ritstjóri: Hans Steinar Bjarnason. Ábyrgðarmaður: Ragnar Schram. Forsíðumynd: Aðsend. Umbrot og prentun: Prentmet Oddi, Svansvottuð prentsmiðja. SOS - BLAÐIÐ 31. árgangur - desmber 2025. Hamraborg 1 200 Kópavogi S: 564 2910 sos@sos.is sos.is Systur í SOS barnaþorpi í Nepal. SOS Barnaþorpin breytast
4 SOS BLAÐIÐ SOS Barnaþorpin eru frábær samtök. Þau varpa sólargeisla inn í hjörtu nokkur hundruð þúsund barna á hverjum degi. Þrátt fyrir það eru til sögur af börnum sem ekki fengu þau gæði hjá SOS Barnaþorpunum sem þau hefðu átt að fá. Við höfum nefnilega brugðist sumum börnum. Starfsfólk SOS um heim allan skiptir tugþúsundum. Sumt starfs- fólk hefur brugðist. Ekki farið eftir leikreglum og ekki látið hagsmuni barnanna ráða. Sam- félög manna hafa nefnilega enn ekki fundið leið til að koma í veg fyrir skemmd epli. En sem betur fer eru kerfin okkar alltaf að batna og lýsa betur í öll horn og skúmaskot. Til að gæta réttlætis er þó rétt að nefna hið augljósa; langflest starfsfólk leggur sig fram við að hlúa vel að börnunum og fer eftir þeim reglum sem um starfsemina gilda, börnunum til heilla. Rússlandi, Sýrlandi og Austurríki vikið úr samtökunum Nýleg dæmi um lönd þar sem við höfum brugðist börnum eru Rússland, Sýrland og Austurríki. Rússland og Sýrland eiga það sameiginlegt að yfirvöld þessara landa nýttu sér starfsemi SOS til að brjóta á réttindum barna. Starfsfólk okkar gat ekki eða þorði ekki að stíga niður fæti og mótmæla, enda alls ekki víst hvort það hefði breytt miklu. Í Rússlandi virðast barnaþorpin hafa tekið við börnum frá Úkraínu sem yfirvöld í Rússlandi sögðu vera umkomulaus. Nauðsynlegir pappírar fylgdu þó ekki. Alþjóðasamtök SOS fengu ekki þær skýringar frá Rússlandi sem réttlætt gætu þessar aðgerðir og því var rússnesku samtökunum vikið úr alheimshreyfingu SOS Barnaþorpanna. Teljum við að starfsfólk okkar í Rússlandi hafi brotið á réttindum úkraínsku barnanna, enda vísbendingar um að þeim hafi í einhverjum tilvikum verið rænt frá Úkraínu. Í Sýrlandi var svipað uppi á teningnum undir ógnarstjórn Assads forseta. Leyniþjónusta landsins færði börn í SOS barnaþorp á árunum 2013 til 2018 og gaf starfsfólki okkar þau fyrirmæli að annast þau þó ekki fylgdu með nauðsynlegar upplýsingar og pappírar um uppruna eða aðstæður barnanna. Síðar hefur komið í ljós að einhver þessara barna voru tekin af foreldrum sínum sem voru þá meintir pólitískir andstæðingar Assads. Með þessu braut starfsfólk okkar á augljósum réttindum barnanna. Sýrlensku landssamtökunum hefur nú tímabundið verið vikið úr alheimshreyfingu SOS Barnaþorpanna. Starfsemi samtakanna í Sýrlandi er þó með eðlilegum hætti þar til annað verður ákveðið. „ Hjálparsamtök eru misdugleg að lýsa upp öll horn starfsemi sinnar og kjósa stundum að greina ekki frá þegar óhreinindi finnast. Slík hylming og þöggun eru okkur ekki að skapi. Erfitt uppgjör gamalla mála SOS Barnaþorpin hafa undanfarin ár látið gera óháðar rannsóknir til að gera upp mál fortíðar og gera hreint fyrir sínum dyrum. Í Austurríki leiddi nýleg rannsókn í ljós að í fórum landsskrifstofunnar þar var að finna gögn um ásakanir á hendur stofnanda samtakanna, Hermann Gmeiner sem lést 1986. Ásakanirnar snéru að líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi og komu fram 2013 til 2023 frá átta þolendum sem í kjölfarið fengu stuðning og bætur. Er þetta mikið áfall fyrir samtökin, fyrst og fremst þolendanna vegna en þöggunin sjálf reyndist okkur líka þungt högg, enda gróft brot á okkar reglum. Vegna alls þessa hefur alþjóðastjórn SOS Barnaþorpanna vikið austurrísku landssamtökunum tímabundið úr hreyfing- unni. Hjálparsamtök eru misdugleg að lýsa upp öll horn starfsemi sinnar og kjósa stundum að greina ekki frá þegar óhreinindi finnast. Slík hylming og þöggun eru okkur ekki að skapi og þess vegna svíður sárt undan dæminu frá Austurríki. Teljum við rétt að upplýsa okkar styrktaraðila ekki bara um það sem vel er gert, heldur líka um alvarleg brot í starfi. Við munum ekki horfa í gegnum fingur okkar þegar við sjáum að hugsanlega sé verið að brjóta á börnum. Slíkt er einfaldlega ekki í boði. Við getum, viljum og ætlum að gera betur. Þegar við bregðumst börnunum Ragnar Schram Framkvæmdastjóri
SOS BLAÐIÐ 5 Það var kaldur desembermorgunn á Indlandi árið 1993 þegar lítil stúlka var vafin í handklæði og lögð í fang SOS-móður sinnar í barnaþorpi nærri Nýju Delí. Hún hét Ambika og var rauð á höndum af kulda og nýkomin af sjúkrahúsi. „Ég hef heyrt söguna aftur og aftur frá SOS-systkinum mínum og móður minni. Þetta er mín fyrsta minning, þó að hún sé ekki mín eigin. Það er sú mynd sem ég hef alltaf haft af upphafi lífs míns,“ segir Ambika í samtali við okkur fyrir SOS blaðið á Íslandi, 32 árum síðar. Ambika ólst upp í SOS barnaþorpinu, þar sem hún lærði að lífið getur verið fullt af hlýju, þrátt fyrir erfitt upphaf. Hún var yngst á heimilinu og naut mikillar umhyggju. „Ég hélt lengi að SOS móðir mín væri kynmóðir mín. Ég fann aldrei fyrir neinum mun. Við áttum saman hlýtt og ástríkt samband. Einu skiptin sem hún skammaði mig var þegar ég sinnti lærdómnum ekki nógu vel,“ segir Ambika og brosir. Hún lítur upp til móður sinnar og ber ómælda virðingu fyrir henni. „Hún var kennari úr góðri fjölskyldu, en ákvað að helga líf sitt SOS til að hugsa um börn eins og mig. Hún er ástæðan fyrir því að ég er sú sem ég er í dag. Ég elska hana af öllu hjarta.“ „Djúpt snortin yfir því að íslenska þjóðin tók þátt í leitinni“ Viðtal: Hans Steinar Bjarnason Hvar er pabbi minn? Dagarnir í barnaþorpinu voru hefðbundnir: skóli, leikur, kvöldmatur og stundum smá rifrildi milli systkina. „Það var líf fullt af gleði,“ segir hún. „Við áttum leiksvæði, fallega garða og öll tækifæri til að læra og þroskast. Ég var umkringd ást og umhyggju.“ En þegar Ambika varð eldri fór hún að átta sig á því að líf hennar var öðruvísi en hjá öðrum börnum. „Á foreldra- dögunum í skólanum sá ég vini mína koma með bæði mömmu sinni og pabba. Ég byrjaði að spyrja: „Hvar er pabbi minn? Ég skildi þá ekki að við í SOS höfðum bara mæður. Ég skáldaði jafnvel upp föðurnafn þegar vinir spurðu – bara til að vera eins og hin börnin.“ Það var sársaukafullt tímabil. „Ég fann stundum til reiði og sorgar en það stóð stutt yfir. Ég hafði svo margt að vera þakklát fyrir. Þegar ég fór í háskóla og þurfti að sjá um mig sjálf, áttaði ég mig á hversu mikið SOS hafði gefið mér – öryggi, menntun, fjölskyldu og ást. Mín gæfa var ekki sjálfsögð. Ég er þakklát kynforeldrum mínum, hvar sem þau eru í dag, fyrir að veita mér þetta tækifæri á betra lífi.“ Þegar Ambika var lítil stúlka í SOS barnaþorpi á Indlandi bárust henni reglulega póstkort frá Íslandi – frá SOS foreldrinu Hafdísi. Póstkortin sýndu norðurljósin og kveiktu draum um Ísland sem lifði í hjarta hennar. Áratugum síðar ákvað Ambika að leita að Hafdísi sem fannst að lokum með aðstoð almennings á Íslandi. Ambika segir hér frá leitinni að Hafdísi, hvernig var að alast upp í barnaþorpi og áskorunum sem styrktu hana fyrir fullorðinsárin. Ambika leitaði að SOS foreldri sínu á Íslandi – áratugum síðar
6 SOS BLAÐIÐ Erfitt að sjá sum börn koma í barnaþorpið Það skiptir miklu máli hvernig tekið er á móti börnum þegar þau koma í barnaþorpin. Ambika sá síðar með eigin augum hversu slæmum aðstæðum sum börnin höfðu verið í áður en þau komust í öryggi barnaþorpsins. „Ég sá hversu erfitt líf sumra var á því augnabliki. Sum voru alvarlega vannærð, önnur með sár eða veikindi. En ég sá líka hvernig hjúkrunarfræðingar og starfsfólk SOS tóku á móti þeim – með hlýju, lækningu og virðingu. Þau fengu annað tækifæri í lífinu. Ef ekki væri fyrir SOS, væri ég kannski bara lítil stelpa á götuhorni að selja blöðrur. Í staðinn fékk ég menntun, fjölskyldu og tækifæri til að verða sú manneskja sem ég er í dag.“ Ambika eignaðist ekki bara systkini í barnaþorpinu heldur líka framtíðarvini, innan þess og utan. „Þau hafa alltaf verið til staðar fyrir mig og eru mín raunverulega fjölskylda og samfélagsnet.“ Ströngust þegar kom að náminu Frá unga aldri var Ambika ákveðin í að læra. Hún segir að móðir hennar hafi ekki sætt sig við léleg próf. „Hún var strangari en kennararnir! En í dag sé ég hvað það hefur gert fyrir mig.“ Ambiku dreymdi lengi um að verða vísindamaður en rifjar hlæjandi upp að það hafi ekki verið raunhæfur draumur. „Svo komu eðlisfræðin og efnafræðin og þá ákvað ég að breyta um stefnu,“ segir Ambika sem lærði hjúkrun og vann um stund sem hjúkrunarfræðingur en fann sig að lokum í öðru. Hún tók MBA-gráðu í mannauðsstjórnun og starfar nú hjá frönsku fyrirtæki í Bangalore. „Ég er ánægð og þakklát fyrir hvar ég er í dag,“ segir Ambika og bætir við að eldri systkini hennar úr barna- þorpinu hafi einnig náð mjög langt í lífinu og séu hátt sett í virtum fyrirtækjum. Póstkortin frá Íslandi og leitin að Hafdísi Á barnsaldri byrjaði Ambika að fá póstkort frá Íslandi. Þau komu frá styrktarforeldri hennar, konu að nafni Hafdís. „Ég var í sjöunda eða áttunda bekk þegar ég byrjaði að skrifa henni til baka,“ segir Ambika. „Ráðgjafarnir hjálpuðu mér að skrifa á ensku. Ég man sérstaklega eftir póstkortunum með myndum af norðurljósunum. Ég geymdi þau öll.“ Þegar árin liðu hættu kortin að berast. Ambika flutti úr barnaþorpinu, fór í háskóla, giftist og lífið hélt áfram. En póstkortin héldu áfram að fylgja henni. „Einn daginn var ég að taka til og sýndi eiginmanni mínum póstkortin. Hann sagði: „Af hverju reynirðu ekki að finna hana?“ Þau leituðu á samfélagsmiðlum, en án árangurs. Loks höfðu þau samband við SOS Barnaþorpin á Íslandi með aðeins eitt nafn: Hafdís. Þær upplýsingar dugðu ekki til að finna hina réttu Hafdísi vegna hertra reglna um geymslu persónuupplýsinga um börnin í barnaþorpunum. Starfsfólk SOS á Íslandi tók sig því til og birti færslu á Facebook í þeirri von að einhver myndi kannast við söguna. Færslan fór á mikið flug, varð að fjölmiðlafári á Íslandi og að lokum var þjóðin farin að taka þátt í leitinni að „Hafdísi“. Ekki tók langan tíma þar til allt small saman. Hafdís var ekki fornafnið — heldur millinafn. SOS-foreldrið hét Guðrún Hafdís og í gögnum SOS kom fram að sú kona hafði einmitt styrkt barn í þessu sama barnaþorpi. „Þegar ég heyrði það varð ég djúpt snortin,“ segir Ambika. „Að allt Ísland skyldi hafa tekið þátt í leitinni að Hafdísi – mér fannst það dásamlegt og undirstrikar að fólk um allan heim getur sameinast í góðverki.“ Ambika hefur alltaf verið mikill dýravinur.
SOS BLAÐIÐ 7 Ambika er að sjálfsögðu spennt fyrir því að hitta Hafdísi eftir allan þennan tíma. Hún handskrifaði Hafdísi bréf í haust og sendi henni mynd sem hún teiknaði enda hefur Ambika alltaf verið listræn og teiknað fallegar myndir. Hafdís vissi að von væri á bréfinu og eftirvæntingin var mikil. „Ég var alltaf að kíkja í póstkassann. Ég bjóst við litlu bréfi en varð svo hissa þegar ég sá hvað umslagið var stórt. Mér finnst alger draumur að halda á bréfi sem er frá henni. Bréfin frá árum áður voru oftast skrifuð af mömmu hennar en svo hafði Ambika skrifað smáræði og teiknað litlar myndir sem voru settar með,“ segir Hafdís sem af heilsufarsástæðum getur ekki horft á tölvuskjá og því ekki notað Internetið. Hafdís kann því vel við að eiga í þessum bréfaskriftum í dag á gamla mátann. Skilaboð Ambiku til styrktaraðila SOS á Íslandi „Heimurinn er að breytast,“ segir Ambika að lokum og beinir orðum sínum til Íslendinga sem styrkja SOS Barna- þorpin. „Traust er orðið sjaldgæfara. Ég veit að margir velta fyrir sér hvort framlög þeirra skipti raunverulega máli eða hvort þetta sé bara enn eitt svindlið. En ég er lifandi sönnun þess að þau skipta máli. Ég er hér í dag vegna þess að einhver, einhvers staðar í fjarlægu landi, trúði á barn sem hann hafði aldrei hitt og það breytti öllu fyrir mig.“ Gömul spakmæli standa upp úr sem stærsti lærdómur Ambiku á hennar stuttu lífsleið. „Þegar þú deyrð, geturðu ekkert tekið með þér – ekki eignir, ekki peninga, ekki titla. Það eina sem lifir áfram er minningin um það hvernig þú snertir líf annarra. Það er sönn arfleifð.“ Það verður yndislegt að sjá hana Hafdís viðurkennir að það hafi komið sér úr jafnvægi þegar SOS Barnaþorpin höfðu samband við hana í sumar til að láta hana vita að Ambika væri að leita að henni. „Það tók mig svolítinn tíma að meðtaka þetta, að hún væri raunverulega að leita að mér núna. Mér þótti mjög vænt um það og ég er búin að meðtaka það núna og fá yndislegar myndir af henni.“ Leitin að Hafdísi bar árangur á þjóðhátíðardaginn 17. júní og Hafdís fann vel fyrir athyglinni. „Fólk var að stoppa mig úti í Kringlu og úti í búð. Þá bjóst fólk við að hún væri bara að koma til Íslands núna. Þá fannst mér svolítið erfitt að segja að hún kæmi ekki alveg strax.“ Ambika var nefnilega búin að skipuleggja ferð til Íslands áður en Hafdís fannst en þau hjónin fengu ekki vega- bréfsáritun í tíma og ætla að reyna aftur næsta vor. „Það verður yndislegt að sjá hana,“ segir Hafdís sem finnur enn fyrir athyglinni vegna málsins, tæpu hálfu ári síðar. „Bara síðast í gær hjá hjartalækninum mínum. Hún hafði séð umfjöllunina í sumar og svo fór bara góður tími af viðtalinu í að tala um þetta, áður en hún fór að tala um heilsuna mína,“ segir Hafdís hlæjandi. „Ég var alltaf að kíkja í póstkassann“ Ambika og Hafdís hafa nú endurvakið samband sitt eftir öll þessi ár og eru farnar að skrifast á aftur. Ambika hyggst heimsækja Ísland áður en norðurljósin hætta að sjást næsta vor. „Mig hefur alltaf dreymt um að sjá norðurljósin með eigin augum. Það var fyrsta myndin sem ég sá frá Íslandi – og vonandi get ég loksins séð þau í raun.“ Ambika hefur teiknað fallegar myndir og sendi Hafdísi málverk eftir sig. „Það tók mig svolítinn tíma að meðtaka þetta, að Ambika væri raunverulega að leita að mér núna.“ -Hafdís
8 SOS BLAÐIÐ 1. Indland 19,929,687 12. Mósambík 8,374,172 23. Búrkína Fasó 5,202,268 34. Sómalía 4,074,495 45. Víetnam 2,981,766 2. Eþíópía 16,734,404 13. Senegal 8,000,504 24. Haítí 5,077,851 35. Gambía 3,852,835 46. Palestína 2,903,860 3. Búrúndí 14,853,367 14. Bangladess 7,679,428 25. Gínea Bissáú 5,048,188 36. Venesúela 3,791,965 47. Indónesía 2,808,915 4. Malí 13,533,560 15. Tíbet 7,630,526 26. Belarús 4,925,984 37. Hondúras 3,739,847 48. Laos 2,782,668 5. Nepal 13,453,529 16. Gana 7,009,058 27. Fílabeinsströndin 4,904,547 38. Filippseyjar 3,720,431 49. Gvatemala 2,776,502 6. Bólivía 11,539,611 17. Malaví 6,758,831 28. Paragvæ 4,717,180 39. Gínea 3,625,794 50. Miðbaugs-Gínea 2,741,917 7. Sýrland 11,279,829 18. Tógó 6,291,122 29. Perú 4,584,983 40. Súdan 3,610,753 51. Tsjad 2,648,543 8. Sambía 10,752,705 19. Úganda 6,219,088 30. Bosnía og Hersegóvína 4,210,197 41. Benín 3,581,295 52. Ekvador 2,616,439 9. Simbabve 9,524,653 20. Nígería 5,606,189 31. Jórdanía 4,177,056 42. Sómalíland 3,283,765 53. Botsvana 2,591,677 10.Tansanía 9,305,814 21. Kongó 5,411,347 32. Kambódía 4,140,750 43. Kirgistan 3,181,023 54. Armenía 2,587,998 11. Kenía 8,806,990 22. Líbería 5,375,612 33. Srí Lanka 4,099,240 44. Sierra Leone 3,066,626 55. Úkraína 2,564,917 2 87 20 81 4 21 105 70 75 16 23 12 39 40 9 51 13 6 8 10 11 17 19 22 24 26 27 28 29 34 35 25 36 37 41 18 44 49 50 52 53 54 55 56 58 61 62 63 67 68 46 31 72 3 73 89 76 77 78 79 80 82 83 84 85 88 90 91 92 93 94 96 97 98 106 95 71 99 101 57 100 103 102 103 66 30 64 Þangað fóru framlög íslens
SOS BLAÐIÐ 9 1 56. Dóminíska lýðveldið 2,477,325 67. Sansibar 1,914,891 78. Kamerún 1,419,793 89. Rúmenía 916,897 100. Grikkland 440,292 57. Norður-Makedónía 2,338,722 68. Líbanon 1,788,932 79. Georgía 1,346,628 90. Lesótó 709,709 101. Kósóvó 431,759 58. Esvatíní 2,219,789 69. Úsbekistan 1,627,673 80. Namibía 1,294,784 91. Panama 654,708 102. Ísrael 302,826 59. Tæland 2,209,269 70. Angóla 1,560,255 81. Níger 1,222,446 92. Jamaíka 636,488 103. Búlgaría 173,821 60. Madagaskar 2,206,276 71. Ungverjaland 1,543,181 82. Úrúgvæ 1,195,867 93. Túnis 573,248 104. Tékkland 99,989 61. Síle 2,174,634 72. Rúanda 1,519,673 83. Kólumbía 1,186,340 94. Níkaragva 536,382 105. Suður Súdan 35,287 62. Grænhöfðaeyjar 2,151,453 73. Kosta Ríka 1,498,210 84. Mexíkó 1,092,332 95. Eistland 500,172 106. Pólland 35,255 63. Mið-Afríkulýðveldið 2,139,285 74. Kasakstan 1,485,409 85. Lettland 1,064,248 96. Aserbaídsjan 476,719 64. Albanía 2,108,206 75. Djíbútí 1,453,357 86. Mongólia 954,329 97. Argentína 463,330 65. Kína 2,098,177 76. Kýpur 1,447,289 87. Suður-Afríka 952,401 98. Litáen 454,854 66. Króatía 1,965,523 77. El Salvador 1,424,855 88. Marokkó 923,335 99. Brasilía 454,108 65 86 14 15 32 33 38 42 43 45 47 47 47 48 59 60 69 74 396.6 milljónir króna til barnaþorpa í 106 löndum SOS Barnaþorpin starfa í 137 löndum og landsvæðum og er Ísland eitt af sjö aðildarlöndum sem sinna eingöngu fjáröflun en eru ekki með innanlandsstarfsemi. Samtökin hafa beina umsjá með um 65.300 börnum og ungmennum á heimsvísu allan sólarhringinn í SOS barnaþorpum eða annarri umönnun. Flest þeirra barna eru styrkt af SOS foreldrum víðsvegar um heiminn. Þegar SOS foreldri greiðir framlag til SOS Barnaþorp- anna ábyrgjumst við að 85% fari í framfærslu barna í barnaþorpunum okkar. 15% af framlaginu verður eftir vegna umsýslukostnaðar sem er m.a. ráðstafað í eftirlit, öflun nýrra styrktaraðila og þjónustu við núverandi styrktaraðila. SOS Barnaþorpin á Íslandi sendu samtals um 396,6 milljónir króna úr landi til framfærslu barna í 106 löndum á síðasta ári. Í lok árs 2024 voru styrktar- börn íslenskra SOS foreldra alls 9.609. skra SOS foreldra árið 2024 Samtals: 396,593,030 ÍSK
10 SOS BLAÐIÐ Það sem áður virtist ómögulegt hefur orðið að veruleika Þrátt fyrir að eiga gott ræktunarland, lifði fjölskylda Aloys í sárri fátækt. Á heimilinu ríkti spenna og ágreiningur, og börnin urðu oft fórnarlömb aðstæðna. „Þrátt fyrir að við ættum land til ræktunar bjuggum við við mikla fátækt og glímdum við stöðugt hungur og matarskort,“ segir húsbóndinn Aloys. „Börnin okkar gátu ekki sótt skóla, þó það sé grundvallarréttur þeirra.“ Aloys og eiginkona hans, Annonciatha, búa í Nyami- yaga-héraði í Rúanda ásamt sex börnum sínum — fimm sonum og einni dóttur. Fjölskyldan lifði af smáverkum og lítilsháttar ræktun, en tekjurnar dugðu vart til framfærslu. „Ég veit ekki hversu oft börnin fóru svöng að sofa,“ segir hann. „Við bjuggum öll í einu herbergi og höfðum ekki efni á að kaupa neitt búfé.“ Í maí 2022 breyttist allt þegar fjölskyldan komst í fjöl- skyldueflingu SOS Barnaþorpanna, sem styrkt er af Íslendingum. Með stuðningi verkefnisins tóku Aloys og Annonciatha þátt í fjölmörgum námskeiðum sem beindust að fjármálum, uppeldi og samvinnu innan heimilisins. Þau gengu í sparnaðar- og lánasamtök á vegum verkefnisins og hófu að leggja smáar upphæðir fyrir — fyrstu skrefin í átt að stöðugleika og sjálfstæði. „ Ég veit ekki hversu oft börnin fóru svöng að sofa. Við bjuggum öll í einu herbergi.“ Rúrik heimsótti fjölskylduna Í mars 2025 fór Rúrik Gíslason, velgjörðasendiherra SOS á Íslandi, til Rúanda að kynna sér þessa fjölskylduefl- ingu SOS sem hefur breytt lífi svo margra fjölskyldna til hins betra. Tilefni heimsóknarinnar var upptaka á sjónvarpsþætti um verkefnið sem sýndur verður á RÚV. Hjónin Aloys og Annonciatha tóku vel á móti Rúrik og sýndu honum með miklu stolti þann mikla árangur sem þau hafa náð. „Við áttum ekki bara við fjárskort að stríða — við þurftum líka að breyta hugarfarinu,“ segir Aloys. „Verkefnið hjálpaði okkur að sjá að við gætum byggt upp betra líf ef við ynnum saman.“ Smám saman fór lífið að breytast. Fjölskyldan lærði að skipta ábyrgðinni jafnt á heimilinu, og friður færðist inn í húsið. Þau hófu að rækta meira land og stofnuðu lítið fyrirtæki þar sem þau kaupa og selja húsdýr. Þau fengu svo lán í gegnum lánastofnun á vegum fjölskyldueflingar SOS sem þau nýttu til að byggja nýtt, rúmgott hús fyrir fjölskylduna. Fjölskylda Aloys og Annonciatha braust út úr sárafátækt með aðstoð fjölskyldueflingar SOS Rúrik Gíslason er einn af velgjörðasendiherrum SOS Barnaþorpanna á Íslandi. Hann heimsótti Aloys of fjölskyldu við upptöku á sjónvarps- þætti um fjölskyldueflingu SOS í Rúanda.
SOS BLAÐIÐ 11 Úganda 2025 – 2028 Mayuge hérað Þátttakendur 2.200 einstaklingar, þar af 200 sérstaklega viðkvæmar fjölskyldur, 1.550 börn og ungmenni og 600 foreldrar Óbein áhrif á nærsamfélagið 12.000 íbúar Lífið hefur tekið miklum framförum. Börnin fá nú næringar- ríkan mat daglega, öll sækja þau skóla og standa sig vel. Fjölskylduna dreymir nú um að verða sjálfbær og vel- megandi. „Við erum stolt,“ segir Annonciatha brosandi. „Við erum orðin sterkari saman og börnin okkar eiga framtíð.“ Stuðningurinn heldur áfram að skila árangri Fjölskyldan fékk tækifæri til að vinna við gerð varnar- garða á landi sínu og fékk laun fyrir vinnuna. Þau notuðu tekjurnar til að kaupa sex geitur og fjórar hænur, auk þess sem þau fengu gæðafræ sem bættu uppskeruna og næringu fjölskyldunnar til muna. Verkefnið útvegaði þeim einnig kú, sem gefur bæði mjólk og lífrænan áburð — og hefur þannig aukið uppskeru og tekjur. Eitt barnanna fékk tækifæri til að sækja iðnnám í vélvirkjun með stuðningi verkefnisins og starfar nú á verkstæði í nágrenninu. Það er uppspretta stolts og vonar fyrir alla fjölskylduna. Aloys horfir bjartsýnn til framtíðar. „Við höfum lært að vinna saman og að hugsa öðruvísi,“ segir hann. „Það sem áður virtist ómögulegt hefur orðið að veruleika. Nú eigum við von.“ Að koma í veg fyrir að börn verði foreldralaus Frá árinu 1949 hafa SOS Barnaþorpin veitt munaðar- lausum börnum heimili og fjölskyldu í barnaþorpum og annarri umönnun. Undanfarin ár hefur fjölskylduefling verið sá angi starfsemi SOS Barnaþorpanna sem vaxið hefur hvað hraðast. Fjölskylduefling er forvarnarverkefni sem ræðst gegn sárafátækt og kemur í veg fyrir að barnafjölskyldur sundrist og börn verði foreldralaus. Árið 2024 náðu alls 747 verkefni í fjölskyldueflingu SOS til 526.400 einstaklinga, þ.e. barna, ungmenna og foreldra þeirra. SOS Barnaþorpin á Íslandi fjármagna fjöl- skyldueflingu í fjórum löndum með stuðningi SOS fjölskylduvina. Utanríkisráðuneytið leggur til stóran hluta fjármögnunarinnar og er það liður í opnberri þróunarsam- vinnu Íslands. Fjölskylduefling SOS Íslensku verkefnin Rúanda 2022 – 2025 Gicumbi hérað Þátttakendur 1.400 börn, ungmenni og foreldrar þeirra í 300 fjölskyldum Óbein áhrif á nærsamfélagið 21.000 íbúar Annað verkefni hefst 2026 Malaví 2022 – 2025 Ngabu Þátttakendur 1.500 börn, ungmenni og foreldrar í 400 fjölskyldum Óbein áhrif á nærsamfélagið 15.000 skólabörn Annað verkefni hefst 2026 Eþíópía 2024 – 2026 Arba Minch Þátttakendur 637 börn og 224 foreldrar þeirra Óbein áhrif á nærsamfélagið 11.000 íbúar
1. tölublað 2018 - SOS Barnaþorpin 15 Sjáðu til þess að óskum þínum verði framfylgt Fjöldi umkomulausra barna hefur fengið nýtt líf og nýja von vegna erfðagjafa frá styrktaraðilum SOS Barnaþorpanna. Hafðu samband til að fá frekari upplýsingar - Sími: 5642910 // sos@sos.is Einnig er hægt að nálgast upplýsingar og ráðleggingar á vefsíðunni erfdagjof.is ÞESS VEGNA GERÐU ÞAU ERFÐASKRÁ
SOS BLAÐIÐ 13 Öðruvísi jóladagatal SOS Barnaþorpanna hefst 1. desember. Á hverjum degi fram að jólum opnast nýr gluggi með fræðandi myndböndum þar sem við fáum að líta í heimsókn til barna víðsvegar um heiminn. Taktu þátt á sos.is Óvissa um framtíð peningagjafa til barnanna Í mörg ár hafa SOS-foreldrar geta gefið styrktarbörnum sínum peningagjafir inn á framtíðarreikning sem börnin leysa út þegar þau flytja á brott og fara að standa á eigin fótum. Þessar peningagjafir hafa alltaf runnið óskiptar til barnanna og enginn umsýslukostnaður dregist frá. Regluverkið í kringum þessar gjafir hefur þyngst mjög í mörgum aðildarlöndum SOS og í ákveðnum tilvikum er slíkt fyrirkomulag ekki í samræmi við landslög. Eftirfarandi lönd eru því hætt að taka við peningagjöfum: Tíbet, Grikkland, Ungverjaland og Mongólía. Og nú um áramótin bætast eftirfarandi lönd í hópinn: Ísrael, Kína, Kongó, Litháen, Marokkó, Mið-Afríkulýðveldið, Súdan, Sýrland, Túnis, Kasakstan og Lettland. Mnemeke ólst upp í SOS barnaþorpinu í Maseru í Lesótó. Eftir að hún flutti úr barnaþorpinu og fór að standa á eigin fótum, byrjaði hún í námi og leigði íbúð með bróður sínum, konunni hans og börnum. Það var þó heldur lítið húsnæði fyrir þau öll og því ákváðu systkinin að nýta fjárhæðina sem styrktarforeldrar þeirra höfðu gefið inn á framtíðarreikninga þeirra til að byggja hús og þar búa þau nú saman.
14 SOS BLAÐIÐ SOS Barnaþorpin starfa á vettvangi hamfara- og átaka- svæða víðsvegar um heiminn þar sem börn eiga um sárt að binda. Þau glíma við alvarleg sálræn áföll, hafa þurft að flýja heimili sín og/eða orðið viðskila við foreldra sína. Stuðningur SOS á Íslandi undanfarin þrjú ár hefur að mestu verið veittur í aðgerðir samtakanna á Gaza í Palestínu, í Úkraínu og Súdan. Mikil aukning hefur verið á íslenskum styrktaraðilum fyrir Gaza á þessu ári og þó svo að nýlega hafi náðst að semja um vopnahlé er áfram mikil þörf á stuðningi. SOS Barnaþorpin í Palestínu segja að framundan sé mikið uppbyggingarstarf og að börn og fjölskyldur á svæðinu muni áfram reiða sig á starfsemi samtakanna. Talið er að um 40.000 börn á Gaza hafi misst annað eða báða foreldra sína og þar af hafi um 19.000 börn misst báða foreldra sína. Algengast er að ættingjar taki að sér þau börn en önnur börn fá heimili og fjölskyldu hjá SOS Barnaþorpunum. Munurinn á því að vera SOS foreldri barna á Gaza og SOS neyðarvinur Flestir Íslendingar sem styrkja SOS í Palestínu á árinu hafa gerst SOS foreldrar barna á Gaza. Það er mánaðar- legur stuðningur sem varið er í framfærslu allra þeirra barna sem eru á framfæri barnaþorpsins í Rafah. Þorpið eyðilagðist í sprengjuárás en það hafði áður verið rýmt og börnin flutt í barnaþorpið í Betlehem á Vesturbakkanum og í tímabundnar búðir SOS á Gaza. Ekki er lengur í boði að styrkja stök börn í gegnum barnaþorpin tvö í Palestínu. Önnur leið til að styrkja starfsemi SOS í Palestínu er að gerast mánaðarlegur SOS neyðarvinur og renna þau framlög í neyðaraðgerðir samtakanna. Í slíkum verkefnum hjálpum við fjölskyldum sem orðið hafa viðskila að sameinast á ný og tökum tímabundið að okkur börn sem misst hafa foreldra sína. Við veitum börnum áfallahjálp og hlúum að geðheilsu þeirra eftir þær miklu hörmungar sem þau hafa upplifað. Neyðaraðgerðir SOS á Gaza hafa verið mjög fjölbreyttar en meðal dæma eru: • menntun barna • barnvæn svæði • dreifing á matvælum, vatni og öðrum nauðsynjum • ásamt fjárstuðningi í gegnum stafræn veski (e-wallets) í farsíma. Þannig stuðningur hefur gert um 17 þúsund manns kleift að kaupa brýnustu nauðsynjar sem eru á uppsprengdu verði meðanskortur hefur verið á hjálpargögnum Frá tjaldbúðum SOS Barnaþorpanna í Khan Younis á Gaza. Í Súdan er stærsta mannúðarkrísa í heimi. Fagmennska í neyðaraðgerðum skiptir öllu máli. SOS Barnaþorpin hafa hlotið hafa hina alþjóðlegu CHS vottun sem neyðarhjálparsamtök með tilheyrandi ströngum verkferlum og eftirliti Börn þjást í stríði Svona störfum við fyrir þau
SOS BLAÐIÐ 15 Súdan - stærsta mannúðarkrísa í heimi Framlög SOS neyðarvina renna einnig í aðgerðir sam- takanna í Súdan þar sem nú ríkir stærsta mannúðarkrísa í heimi, þar sem meira en 30 milljónir manna þurfa aðstoð. Í Suður-Súdan bætast við flóttafólk, flóð og sjúkdómar sem hafa haft áhrif á milljónir barna og fjölskyldna. SOS Barnaþorpin hafa starfað í Súdan síðan 1978 og verið til staðar fyrir umkomu- og fylgdarlaus börn og ungmenni og barnafjölskyldur í sárafáækt. Aðgerðir SOS í Súdan fela m.a. í sér: • fjölskylduumönnun fylgdarlausra barna • vernd og fræðslu • aðgerðir til að tryggja lífsviðurværi og fæðuöryggi • fjárstyrki og almenna neyðaraðstoð • fjölskyldueflingu Úkraína Frá því innrás Rússa hófst árið 2022 hafa SOS Barna- þorpin í Úkraínu veitt nauðsynlegan stuðning fyrir ber- skjölduð börn og viðkvæmar fjölskyldur. Sjö milljónir barna í landinu hafa orðið fyrir ofbeldi, þurft að flýja heimili sín og orðið af skólagöngu. SOS hefur á þessum tíma í Úkraínu sameinað bráðahjálp og langtímastuðning. Í Úkraínu hafa SOS Barnaþorpin: • náð til meira en 400.000 barna og fjölskyldna með mannúðaraðstoð • skapað barnvæn svæði þar sem börn geta haldið áfram námi og fengið sálfélagslegan stuðning • veitt fjárhagsaðstoð svo fjölskyldur sem hafa misst allt geti mætt grunnþörfum sínum • tryggt sálfræðiþjónustu fyrir börn og fjölskyldur sem eru að jafna sig eftir áföll stríðsins • veitt heilbrigðisstuðning fyrir börn sem eru að jafna sig eftir líkamleg meiðsli af völdum stríðsins, þar á meðal tækni til að þau geti haldið áfram námi meðan þau jafna sig á sjúkrahúsi • boðið upp á skyndihjálp – mat, vistir, sálfræði- stuðning og rýmingaraðstoð – fyrir meira en 2.800 börn og fósturforeldra í umsjá SOS Barnaþorpanna í Úkraínu • tekið á móti yfir 600 fylgdarlausum börnum og tryggt þeim öruggt heimili og fjölskyldu ARGOS ehf-Arkitektastofa Grétars og Stefáns Bílaleiga Akureyrar DMM Lausnir ehf. Efling stéttarfélag Ferðaþjónustan í Heydal Fjallabyggð Framtal sf. Henson sports Netorka hf. Malbikstöðin ehf. Ísblik ehf. Snarmerki ehf, skiltagerð og raflagnaþjónusta Öflun ehf. Þessi fyrirtæki styrktu útgáfu SOS blaðsins Takk fyrir stuðninginn
Gjafabréf SOS Barnaþorpanna er tilvalið í pakkann og nauðstödd börn njóta góðs af. Andvirði gjafabréfsins er framlag í nafni þess sem fær gjafabréfið. Veldu það gjafabréf sem hentar best Neyðaraðstoð Sterkar stelpur Húsdýr Stuðningur við barnafjölskyldu Matjurtagarður Hreinlætisaðstaða Út á vinnumarkaðinn Stóri pakkinn Það er einfalt og fljótlegt að útbúa gjafabréfið í vefverslun á sos.is Þú prentar það út eða færð sent. Ertu að leita að gjöf fyrir einhvern sem vantar ekkert? Þitt ávarp hér
RkJQdWJsaXNoZXIy MzI5Mjk2Nw==