10 SOS BLAÐIÐ Það sem áður virtist ómögulegt hefur orðið að veruleika Þrátt fyrir að eiga gott ræktunarland, lifði fjölskylda Aloys í sárri fátækt. Á heimilinu ríkti spenna og ágreiningur, og börnin urðu oft fórnarlömb aðstæðna. „Þrátt fyrir að við ættum land til ræktunar bjuggum við við mikla fátækt og glímdum við stöðugt hungur og matarskort,“ segir húsbóndinn Aloys. „Börnin okkar gátu ekki sótt skóla, þó það sé grundvallarréttur þeirra.“ Aloys og eiginkona hans, Annonciatha, búa í Nyami- yaga-héraði í Rúanda ásamt sex börnum sínum — fimm sonum og einni dóttur. Fjölskyldan lifði af smáverkum og lítilsháttar ræktun, en tekjurnar dugðu vart til framfærslu. „Ég veit ekki hversu oft börnin fóru svöng að sofa,“ segir hann. „Við bjuggum öll í einu herbergi og höfðum ekki efni á að kaupa neitt búfé.“ Í maí 2022 breyttist allt þegar fjölskyldan komst í fjöl- skyldueflingu SOS Barnaþorpanna, sem styrkt er af Íslendingum. Með stuðningi verkefnisins tóku Aloys og Annonciatha þátt í fjölmörgum námskeiðum sem beindust að fjármálum, uppeldi og samvinnu innan heimilisins. Þau gengu í sparnaðar- og lánasamtök á vegum verkefnisins og hófu að leggja smáar upphæðir fyrir — fyrstu skrefin í átt að stöðugleika og sjálfstæði. „ Ég veit ekki hversu oft börnin fóru svöng að sofa. Við bjuggum öll í einu herbergi.“ Rúrik heimsótti fjölskylduna Í mars 2025 fór Rúrik Gíslason, velgjörðasendiherra SOS á Íslandi, til Rúanda að kynna sér þessa fjölskylduefl- ingu SOS sem hefur breytt lífi svo margra fjölskyldna til hins betra. Tilefni heimsóknarinnar var upptaka á sjónvarpsþætti um verkefnið sem sýndur verður á RÚV. Hjónin Aloys og Annonciatha tóku vel á móti Rúrik og sýndu honum með miklu stolti þann mikla árangur sem þau hafa náð. „Við áttum ekki bara við fjárskort að stríða — við þurftum líka að breyta hugarfarinu,“ segir Aloys. „Verkefnið hjálpaði okkur að sjá að við gætum byggt upp betra líf ef við ynnum saman.“ Smám saman fór lífið að breytast. Fjölskyldan lærði að skipta ábyrgðinni jafnt á heimilinu, og friður færðist inn í húsið. Þau hófu að rækta meira land og stofnuðu lítið fyrirtæki þar sem þau kaupa og selja húsdýr. Þau fengu svo lán í gegnum lánastofnun á vegum fjölskyldueflingar SOS sem þau nýttu til að byggja nýtt, rúmgott hús fyrir fjölskylduna. Fjölskylda Aloys og Annonciatha braust út úr sárafátækt með aðstoð fjölskyldueflingar SOS Rúrik Gíslason er einn af velgjörðasendiherrum SOS Barnaþorpanna á Íslandi. Hann heimsótti Aloys of fjölskyldu við upptöku á sjónvarps- þætti um fjölskyldueflingu SOS í Rúanda.
RkJQdWJsaXNoZXIy MzI5Mjk2Nw==