SOS BLAÐIÐ 11 Úganda 2025 – 2028 Mayuge hérað Þátttakendur 2.200 einstaklingar, þar af 200 sérstaklega viðkvæmar fjölskyldur, 1.550 börn og ungmenni og 600 foreldrar Óbein áhrif á nærsamfélagið 12.000 íbúar Lífið hefur tekið miklum framförum. Börnin fá nú næringar- ríkan mat daglega, öll sækja þau skóla og standa sig vel. Fjölskylduna dreymir nú um að verða sjálfbær og vel- megandi. „Við erum stolt,“ segir Annonciatha brosandi. „Við erum orðin sterkari saman og börnin okkar eiga framtíð.“ Stuðningurinn heldur áfram að skila árangri Fjölskyldan fékk tækifæri til að vinna við gerð varnar- garða á landi sínu og fékk laun fyrir vinnuna. Þau notuðu tekjurnar til að kaupa sex geitur og fjórar hænur, auk þess sem þau fengu gæðafræ sem bættu uppskeruna og næringu fjölskyldunnar til muna. Verkefnið útvegaði þeim einnig kú, sem gefur bæði mjólk og lífrænan áburð — og hefur þannig aukið uppskeru og tekjur. Eitt barnanna fékk tækifæri til að sækja iðnnám í vélvirkjun með stuðningi verkefnisins og starfar nú á verkstæði í nágrenninu. Það er uppspretta stolts og vonar fyrir alla fjölskylduna. Aloys horfir bjartsýnn til framtíðar. „Við höfum lært að vinna saman og að hugsa öðruvísi,“ segir hann. „Það sem áður virtist ómögulegt hefur orðið að veruleika. Nú eigum við von.“ Að koma í veg fyrir að börn verði foreldralaus Frá árinu 1949 hafa SOS Barnaþorpin veitt munaðar- lausum börnum heimili og fjölskyldu í barnaþorpum og annarri umönnun. Undanfarin ár hefur fjölskylduefling verið sá angi starfsemi SOS Barnaþorpanna sem vaxið hefur hvað hraðast. Fjölskylduefling er forvarnarverkefni sem ræðst gegn sárafátækt og kemur í veg fyrir að barnafjölskyldur sundrist og börn verði foreldralaus. Árið 2024 náðu alls 747 verkefni í fjölskyldueflingu SOS til 526.400 einstaklinga, þ.e. barna, ungmenna og foreldra þeirra. SOS Barnaþorpin á Íslandi fjármagna fjöl- skyldueflingu í fjórum löndum með stuðningi SOS fjölskylduvina. Utanríkisráðuneytið leggur til stóran hluta fjármögnunarinnar og er það liður í opnberri þróunarsam- vinnu Íslands. Fjölskylduefling SOS Íslensku verkefnin Rúanda 2022 – 2025 Gicumbi hérað Þátttakendur 1.400 börn, ungmenni og foreldrar þeirra í 300 fjölskyldum Óbein áhrif á nærsamfélagið 21.000 íbúar Annað verkefni hefst 2026 Malaví 2022 – 2025 Ngabu Þátttakendur 1.500 börn, ungmenni og foreldrar í 400 fjölskyldum Óbein áhrif á nærsamfélagið 15.000 skólabörn Annað verkefni hefst 2026 Eþíópía 2024 – 2026 Arba Minch Þátttakendur 637 börn og 224 foreldrar þeirra Óbein áhrif á nærsamfélagið 11.000 íbúar
RkJQdWJsaXNoZXIy MzI5Mjk2Nw==