SOS Blaðið - Desember 2025

SOS BLAÐIÐ 13 Öðruvísi jóladagatal SOS Barnaþorpanna hefst 1. desember. Á hverjum degi fram að jólum opnast nýr gluggi með fræðandi myndböndum þar sem við fáum að líta í heimsókn til barna víðsvegar um heiminn. Taktu þátt á sos.is Óvissa um framtíð peningagjafa til barnanna Í mörg ár hafa SOS-foreldrar geta gefið styrktarbörnum sínum peningagjafir inn á framtíðarreikning sem börnin leysa út þegar þau flytja á brott og fara að standa á eigin fótum. Þessar peningagjafir hafa alltaf runnið óskiptar til barnanna og enginn umsýslukostnaður dregist frá. Regluverkið í kringum þessar gjafir hefur þyngst mjög í mörgum aðildarlöndum SOS og í ákveðnum tilvikum er slíkt fyrirkomulag ekki í samræmi við landslög. Eftirfarandi lönd eru því hætt að taka við peningagjöfum: Tíbet, Grikkland, Ungverjaland og Mongólía. Og nú um áramótin bætast eftirfarandi lönd í hópinn: Ísrael, Kína, Kongó, Litháen, Marokkó, Mið-Afríkulýðveldið, Súdan, Sýrland, Túnis, Kasakstan og Lettland. Mnemeke ólst upp í SOS barnaþorpinu í Maseru í Lesótó. Eftir að hún flutti úr barnaþorpinu og fór að standa á eigin fótum, byrjaði hún í námi og leigði íbúð með bróður sínum, konunni hans og börnum. Það var þó heldur lítið húsnæði fyrir þau öll og því ákváðu systkinin að nýta fjárhæðina sem styrktarforeldrar þeirra höfðu gefið inn á framtíðarreikninga þeirra til að byggja hús og þar búa þau nú saman.

RkJQdWJsaXNoZXIy MzI5Mjk2Nw==