SOS Blaðið - Desember 2025

14 SOS BLAÐIÐ SOS Barnaþorpin starfa á vettvangi hamfara- og átaka- svæða víðsvegar um heiminn þar sem börn eiga um sárt að binda. Þau glíma við alvarleg sálræn áföll, hafa þurft að flýja heimili sín og/eða orðið viðskila við foreldra sína. Stuðningur SOS á Íslandi undanfarin þrjú ár hefur að mestu verið veittur í aðgerðir samtakanna á Gaza í Palestínu, í Úkraínu og Súdan. Mikil aukning hefur verið á íslenskum styrktaraðilum fyrir Gaza á þessu ári og þó svo að nýlega hafi náðst að semja um vopnahlé er áfram mikil þörf á stuðningi. SOS Barnaþorpin í Palestínu segja að framundan sé mikið uppbyggingarstarf og að börn og fjölskyldur á svæðinu muni áfram reiða sig á starfsemi samtakanna. Talið er að um 40.000 börn á Gaza hafi misst annað eða báða foreldra sína og þar af hafi um 19.000 börn misst báða foreldra sína. Algengast er að ættingjar taki að sér þau börn en önnur börn fá heimili og fjölskyldu hjá SOS Barnaþorpunum. Munurinn á því að vera SOS foreldri barna á Gaza og SOS neyðarvinur Flestir Íslendingar sem styrkja SOS í Palestínu á árinu hafa gerst SOS foreldrar barna á Gaza. Það er mánaðar- legur stuðningur sem varið er í framfærslu allra þeirra barna sem eru á framfæri barnaþorpsins í Rafah. Þorpið eyðilagðist í sprengjuárás en það hafði áður verið rýmt og börnin flutt í barnaþorpið í Betlehem á Vesturbakkanum og í tímabundnar búðir SOS á Gaza. Ekki er lengur í boði að styrkja stök börn í gegnum barnaþorpin tvö í Palestínu. Önnur leið til að styrkja starfsemi SOS í Palestínu er að gerast mánaðarlegur SOS neyðarvinur og renna þau framlög í neyðaraðgerðir samtakanna. Í slíkum verkefnum hjálpum við fjölskyldum sem orðið hafa viðskila að sameinast á ný og tökum tímabundið að okkur börn sem misst hafa foreldra sína. Við veitum börnum áfallahjálp og hlúum að geðheilsu þeirra eftir þær miklu hörmungar sem þau hafa upplifað. Neyðaraðgerðir SOS á Gaza hafa verið mjög fjölbreyttar en meðal dæma eru: • menntun barna • barnvæn svæði • dreifing á matvælum, vatni og öðrum nauðsynjum • ásamt fjárstuðningi í gegnum stafræn veski (e-wallets) í farsíma. Þannig stuðningur hefur gert um 17 þúsund manns kleift að kaupa brýnustu nauðsynjar sem eru á uppsprengdu verði meðanskortur hefur verið á hjálpargögnum Frá tjaldbúðum SOS Barnaþorpanna í Khan Younis á Gaza. Í Súdan er stærsta mannúðarkrísa í heimi. Fagmennska í neyðaraðgerðum skiptir öllu máli. SOS Barnaþorpin hafa hlotið hafa hina alþjóðlegu CHS vottun sem neyðarhjálparsamtök með tilheyrandi ströngum verkferlum og eftirliti Börn þjást í stríði Svona störfum við fyrir þau

RkJQdWJsaXNoZXIy MzI5Mjk2Nw==