SOS BLAÐIÐ 15 Súdan - stærsta mannúðarkrísa í heimi Framlög SOS neyðarvina renna einnig í aðgerðir sam- takanna í Súdan þar sem nú ríkir stærsta mannúðarkrísa í heimi, þar sem meira en 30 milljónir manna þurfa aðstoð. Í Suður-Súdan bætast við flóttafólk, flóð og sjúkdómar sem hafa haft áhrif á milljónir barna og fjölskyldna. SOS Barnaþorpin hafa starfað í Súdan síðan 1978 og verið til staðar fyrir umkomu- og fylgdarlaus börn og ungmenni og barnafjölskyldur í sárafáækt. Aðgerðir SOS í Súdan fela m.a. í sér: • fjölskylduumönnun fylgdarlausra barna • vernd og fræðslu • aðgerðir til að tryggja lífsviðurværi og fæðuöryggi • fjárstyrki og almenna neyðaraðstoð • fjölskyldueflingu Úkraína Frá því innrás Rússa hófst árið 2022 hafa SOS Barna- þorpin í Úkraínu veitt nauðsynlegan stuðning fyrir ber- skjölduð börn og viðkvæmar fjölskyldur. Sjö milljónir barna í landinu hafa orðið fyrir ofbeldi, þurft að flýja heimili sín og orðið af skólagöngu. SOS hefur á þessum tíma í Úkraínu sameinað bráðahjálp og langtímastuðning. Í Úkraínu hafa SOS Barnaþorpin: • náð til meira en 400.000 barna og fjölskyldna með mannúðaraðstoð • skapað barnvæn svæði þar sem börn geta haldið áfram námi og fengið sálfélagslegan stuðning • veitt fjárhagsaðstoð svo fjölskyldur sem hafa misst allt geti mætt grunnþörfum sínum • tryggt sálfræðiþjónustu fyrir börn og fjölskyldur sem eru að jafna sig eftir áföll stríðsins • veitt heilbrigðisstuðning fyrir börn sem eru að jafna sig eftir líkamleg meiðsli af völdum stríðsins, þar á meðal tækni til að þau geti haldið áfram námi meðan þau jafna sig á sjúkrahúsi • boðið upp á skyndihjálp – mat, vistir, sálfræði- stuðning og rýmingaraðstoð – fyrir meira en 2.800 börn og fósturforeldra í umsjá SOS Barnaþorpanna í Úkraínu • tekið á móti yfir 600 fylgdarlausum börnum og tryggt þeim öruggt heimili og fjölskyldu ARGOS ehf-Arkitektastofa Grétars og Stefáns Bílaleiga Akureyrar DMM Lausnir ehf. Efling stéttarfélag Ferðaþjónustan í Heydal Fjallabyggð Framtal sf. Henson sports Netorka hf. Malbikstöðin ehf. Ísblik ehf. Snarmerki ehf, skiltagerð og raflagnaþjónusta Öflun ehf. Þessi fyrirtæki styrktu útgáfu SOS blaðsins Takk fyrir stuðninginn
RkJQdWJsaXNoZXIy MzI5Mjk2Nw==