SOS Blaðið - Desember 2025

SOS BLAÐIÐ 3 SOS Barnaþorpin árið 2024 Starfseiningar Fjöldi Börn og ungmenni SOS barnaþorp 533 31.100 Önnur umönnun 401 18.000 Ungmennaheimili 510 16.200 Samtals 1.325 65.300 Með því að fjarlægja tákn sem geta skapað fjarlægð milli barna og samfélagsins styrkist fjölskyldan í heild. Einnig fjölgar þeim börnum sem fara aftur til kynforeldra sinna sem gátu áður ekki séð fyrir þeim en geta það nú með stuðningi og eftirliti SOS. Sum barnaþorp þurfa að vera afgirt Ekki er þó alltaf mögulegt að þorpin séu opin á þennan hátt. Sumsstaðar í heiminum er staða öryggismála metin þannig að barnaþorpin þurfi að vera afgirt. SOS Barnaþorpin setja hagsmuni barnanna alltaf í forgang og hvert tilvik er metið fyrir sig. Á meðan sum börn þurfa á langtímaúrræði að halda eru önnur sem þurfa aðeins á tímabundnu heimili að halda. SOS barnaþorpin eru eins misjöfn og þau eru mörg - þó mörg þeirra séu nokkuð svipuð í útliti, sér í lagi í Afríku og Asíu. Í nokkrum löndum, t.d. í Evrópu, hafa SOS Barnaþorpin stigið inn í fósturkerfið. Stundum er það lögum samkvæmt að börn þurfa að vera í fóstri og í þeim tilvikum verða SOS foreldrarnir fósturforeldrar barnanna. Umönnun barnanna er fjölþætt og alltaf í þeim tilgangi að börnin fái gott heimili. Það eru ekki bara barnaþorpin sem ganga í gegnum breytingar. Á undanförnum árum hafa farið fram ítarlegar athuganir, úttektir og naflaskoðanir á starfsemi samtak- anna. Kom þá m.a. í ljós að stjórnskipulagið var gamaldags og ekki til þess fallið að fóstra gagnsæi og vandaða stjórnarhætti. Nú þegar hafa samtökin lagt niður stöðu alþjóðaforseta og 13 manna alþjóðastjórn tók við af 20 manna öldungaráði. Þá undirgengst alþjóðaskrifstofan nú algjöra uppstokkun. SOS Barnaþorpin hafa þróað starf sitt frá stofnun sam- takanna fyrir 76 árum með það að leiðarljósi að hjálpa sem flestum börnum á sem skilvirkastan hátt. Samtökin leggja mikla áherslu á aðstoð við foreldralaus börn en einnig þau sem eru í hættu á að verða það. Þar sem samtökin starfa í yfir 130 löndum er mikilvægt að vera sveigjanleg en þó einnig staðföst í þeim ólíku nálgunum sem samtökin standa fyrir þegar kemur að umönnun barna og velferð þeirra. Undanfarin ár hefur starfsemin tekið miklum breytingum og aðlagast aðstæðum í hverju landi. SOS Barnaþorpin hafa í dag beina umsjá með um 65.300 börnum og ungmennum á heimsvísu allan sólarhringinn. Á síðasta ári náðu samtökin einnig til nærri 4,2 milljóna barna, ungmenna og foreldra þeirra í gegnum fjölskyldu- og samfélagseflingu en það er sá angi starfseminnar sem vaxið hefur hvað mest undanfarin ár. Það er forvarnarstarf SOS sem forðar börnum frá aðskilnaði við illa stadda foreldra sína með því að efla foreldrana til fjárhagslegs sjálfstæðis. Úr barnaþorpunum út í íbúðahverfin Elsta og þekktasta fyrirkomulag starfseminnar er um- önnun barna í barnaþorpum þar sem börnin búa við hefðbundið fjölskyldulíf. Nú fjölgar þó sífellt þeim börnum og ungmennum sem búa utan barnaþorpanna. SOS fjölskyldur flytja í auknum mæli inn í hefðbundin íbúðahverfi í meiri nálægð við nærsamfélagið. Þar verður daglegt líf eðlilegra, börnin tengjast betur samfélaginu og byggja upp eigin tengslanet. Þessi aukna þátttaka og tengsl við umhverfið hjálpa börnunum að þróa sjálfstæði og sjálfstraust, sem er lykil- atriði fyrir framtíð þeirra. Einnig dregur úr líkum á að börnin upplifi samfélagslega stimplun eins og því miður er oft raunin með börn sem eiga óhefðbundinn bakgrunn. Útgefandi: SOS Barnaþorpin á Íslandi. Ritstjóri: Hans Steinar Bjarnason. Ábyrgðarmaður: Ragnar Schram. Forsíðumynd: Aðsend. Umbrot og prentun: Prentmet Oddi, Svansvottuð prentsmiðja. SOS - BLAÐIÐ 31. árgangur - desmber 2025. Hamraborg 1 200 Kópavogi S: 564 2910 sos@sos.is sos.is Systur í SOS barnaþorpi í Nepal. SOS Barnaþorpin breytast

RkJQdWJsaXNoZXIy MzI5Mjk2Nw==