SOS Blaðið - Desember 2025

4 SOS BLAÐIÐ SOS Barnaþorpin eru frábær samtök. Þau varpa sólargeisla inn í hjörtu nokkur hundruð þúsund barna á hverjum degi. Þrátt fyrir það eru til sögur af börnum sem ekki fengu þau gæði hjá SOS Barnaþorpunum sem þau hefðu átt að fá. Við höfum nefnilega brugðist sumum börnum. Starfsfólk SOS um heim allan skiptir tugþúsundum. Sumt starfs- fólk hefur brugðist. Ekki farið eftir leikreglum og ekki látið hagsmuni barnanna ráða. Sam- félög manna hafa nefnilega enn ekki fundið leið til að koma í veg fyrir skemmd epli. En sem betur fer eru kerfin okkar alltaf að batna og lýsa betur í öll horn og skúmaskot. Til að gæta réttlætis er þó rétt að nefna hið augljósa; langflest starfsfólk leggur sig fram við að hlúa vel að börnunum og fer eftir þeim reglum sem um starfsemina gilda, börnunum til heilla. Rússlandi, Sýrlandi og Austurríki vikið úr samtökunum Nýleg dæmi um lönd þar sem við höfum brugðist börnum eru Rússland, Sýrland og Austurríki. Rússland og Sýrland eiga það sameiginlegt að yfirvöld þessara landa nýttu sér starfsemi SOS til að brjóta á réttindum barna. Starfsfólk okkar gat ekki eða þorði ekki að stíga niður fæti og mótmæla, enda alls ekki víst hvort það hefði breytt miklu. Í Rússlandi virðast barnaþorpin hafa tekið við börnum frá Úkraínu sem yfirvöld í Rússlandi sögðu vera umkomulaus. Nauðsynlegir pappírar fylgdu þó ekki. Alþjóðasamtök SOS fengu ekki þær skýringar frá Rússlandi sem réttlætt gætu þessar aðgerðir og því var rússnesku samtökunum vikið úr alheimshreyfingu SOS Barnaþorpanna. Teljum við að starfsfólk okkar í Rússlandi hafi brotið á réttindum úkraínsku barnanna, enda vísbendingar um að þeim hafi í einhverjum tilvikum verið rænt frá Úkraínu. Í Sýrlandi var svipað uppi á teningnum undir ógnarstjórn Assads forseta. Leyniþjónusta landsins færði börn í SOS barnaþorp á árunum 2013 til 2018 og gaf starfsfólki okkar þau fyrirmæli að annast þau þó ekki fylgdu með nauðsynlegar upplýsingar og pappírar um uppruna eða aðstæður barnanna. Síðar hefur komið í ljós að einhver þessara barna voru tekin af foreldrum sínum sem voru þá meintir pólitískir andstæðingar Assads. Með þessu braut starfsfólk okkar á augljósum réttindum barnanna. Sýrlensku landssamtökunum hefur nú tímabundið verið vikið úr alheimshreyfingu SOS Barnaþorpanna. Starfsemi samtakanna í Sýrlandi er þó með eðlilegum hætti þar til annað verður ákveðið. „ Hjálparsamtök eru misdugleg að lýsa upp öll horn starfsemi sinnar og kjósa stundum að greina ekki frá þegar óhreinindi finnast. Slík hylming og þöggun eru okkur ekki að skapi. Erfitt uppgjör gamalla mála SOS Barnaþorpin hafa undanfarin ár látið gera óháðar rannsóknir til að gera upp mál fortíðar og gera hreint fyrir sínum dyrum. Í Austurríki leiddi nýleg rannsókn í ljós að í fórum landsskrifstofunnar þar var að finna gögn um ásakanir á hendur stofnanda samtakanna, Hermann Gmeiner sem lést 1986. Ásakanirnar snéru að líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi og komu fram 2013 til 2023 frá átta þolendum sem í kjölfarið fengu stuðning og bætur. Er þetta mikið áfall fyrir samtökin, fyrst og fremst þolendanna vegna en þöggunin sjálf reyndist okkur líka þungt högg, enda gróft brot á okkar reglum. Vegna alls þessa hefur alþjóðastjórn SOS Barnaþorpanna vikið austurrísku landssamtökunum tímabundið úr hreyfing- unni. Hjálparsamtök eru misdugleg að lýsa upp öll horn starfsemi sinnar og kjósa stundum að greina ekki frá þegar óhreinindi finnast. Slík hylming og þöggun eru okkur ekki að skapi og þess vegna svíður sárt undan dæminu frá Austurríki. Teljum við rétt að upplýsa okkar styrktaraðila ekki bara um það sem vel er gert, heldur líka um alvarleg brot í starfi. Við munum ekki horfa í gegnum fingur okkar þegar við sjáum að hugsanlega sé verið að brjóta á börnum. Slíkt er einfaldlega ekki í boði. Við getum, viljum og ætlum að gera betur. Þegar við bregðumst börnunum Ragnar Schram Framkvæmdastjóri

RkJQdWJsaXNoZXIy MzI5Mjk2Nw==