SOS Blaðið - Desember 2025

SOS BLAÐIÐ 5 Það var kaldur desembermorgunn á Indlandi árið 1993 þegar lítil stúlka var vafin í handklæði og lögð í fang SOS-móður sinnar í barnaþorpi nærri Nýju Delí. Hún hét Ambika og var rauð á höndum af kulda og nýkomin af sjúkrahúsi. „Ég hef heyrt söguna aftur og aftur frá SOS-systkinum mínum og móður minni. Þetta er mín fyrsta minning, þó að hún sé ekki mín eigin. Það er sú mynd sem ég hef alltaf haft af upphafi lífs míns,“ segir Ambika í samtali við okkur fyrir SOS blaðið á Íslandi, 32 árum síðar. Ambika ólst upp í SOS barnaþorpinu, þar sem hún lærði að lífið getur verið fullt af hlýju, þrátt fyrir erfitt upphaf. Hún var yngst á heimilinu og naut mikillar umhyggju. „Ég hélt lengi að SOS móðir mín væri kynmóðir mín. Ég fann aldrei fyrir neinum mun. Við áttum saman hlýtt og ástríkt samband. Einu skiptin sem hún skammaði mig var þegar ég sinnti lærdómnum ekki nógu vel,“ segir Ambika og brosir. Hún lítur upp til móður sinnar og ber ómælda virðingu fyrir henni. „Hún var kennari úr góðri fjölskyldu, en ákvað að helga líf sitt SOS til að hugsa um börn eins og mig. Hún er ástæðan fyrir því að ég er sú sem ég er í dag. Ég elska hana af öllu hjarta.“ „Djúpt snortin yfir því að íslenska þjóðin tók þátt í leitinni“ Viðtal: Hans Steinar Bjarnason Hvar er pabbi minn? Dagarnir í barnaþorpinu voru hefðbundnir: skóli, leikur, kvöldmatur og stundum smá rifrildi milli systkina. „Það var líf fullt af gleði,“ segir hún. „Við áttum leiksvæði, fallega garða og öll tækifæri til að læra og þroskast. Ég var umkringd ást og umhyggju.“ En þegar Ambika varð eldri fór hún að átta sig á því að líf hennar var öðruvísi en hjá öðrum börnum. „Á foreldra- dögunum í skólanum sá ég vini mína koma með bæði mömmu sinni og pabba. Ég byrjaði að spyrja: „Hvar er pabbi minn? Ég skildi þá ekki að við í SOS höfðum bara mæður. Ég skáldaði jafnvel upp föðurnafn þegar vinir spurðu – bara til að vera eins og hin börnin.“ Það var sársaukafullt tímabil. „Ég fann stundum til reiði og sorgar en það stóð stutt yfir. Ég hafði svo margt að vera þakklát fyrir. Þegar ég fór í háskóla og þurfti að sjá um mig sjálf, áttaði ég mig á hversu mikið SOS hafði gefið mér – öryggi, menntun, fjölskyldu og ást. Mín gæfa var ekki sjálfsögð. Ég er þakklát kynforeldrum mínum, hvar sem þau eru í dag, fyrir að veita mér þetta tækifæri á betra lífi.“ Þegar Ambika var lítil stúlka í SOS barnaþorpi á Indlandi bárust henni reglulega póstkort frá Íslandi – frá SOS foreldrinu Hafdísi. Póstkortin sýndu norðurljósin og kveiktu draum um Ísland sem lifði í hjarta hennar. Áratugum síðar ákvað Ambika að leita að Hafdísi sem fannst að lokum með aðstoð almennings á Íslandi. Ambika segir hér frá leitinni að Hafdísi, hvernig var að alast upp í barnaþorpi og áskorunum sem styrktu hana fyrir fullorðinsárin. Ambika leitaði að SOS foreldri sínu á Íslandi – áratugum síðar

RkJQdWJsaXNoZXIy MzI5Mjk2Nw==