SOS BLAÐIÐ 7 Ambika er að sjálfsögðu spennt fyrir því að hitta Hafdísi eftir allan þennan tíma. Hún handskrifaði Hafdísi bréf í haust og sendi henni mynd sem hún teiknaði enda hefur Ambika alltaf verið listræn og teiknað fallegar myndir. Hafdís vissi að von væri á bréfinu og eftirvæntingin var mikil. „Ég var alltaf að kíkja í póstkassann. Ég bjóst við litlu bréfi en varð svo hissa þegar ég sá hvað umslagið var stórt. Mér finnst alger draumur að halda á bréfi sem er frá henni. Bréfin frá árum áður voru oftast skrifuð af mömmu hennar en svo hafði Ambika skrifað smáræði og teiknað litlar myndir sem voru settar með,“ segir Hafdís sem af heilsufarsástæðum getur ekki horft á tölvuskjá og því ekki notað Internetið. Hafdís kann því vel við að eiga í þessum bréfaskriftum í dag á gamla mátann. Skilaboð Ambiku til styrktaraðila SOS á Íslandi „Heimurinn er að breytast,“ segir Ambika að lokum og beinir orðum sínum til Íslendinga sem styrkja SOS Barna- þorpin. „Traust er orðið sjaldgæfara. Ég veit að margir velta fyrir sér hvort framlög þeirra skipti raunverulega máli eða hvort þetta sé bara enn eitt svindlið. En ég er lifandi sönnun þess að þau skipta máli. Ég er hér í dag vegna þess að einhver, einhvers staðar í fjarlægu landi, trúði á barn sem hann hafði aldrei hitt og það breytti öllu fyrir mig.“ Gömul spakmæli standa upp úr sem stærsti lærdómur Ambiku á hennar stuttu lífsleið. „Þegar þú deyrð, geturðu ekkert tekið með þér – ekki eignir, ekki peninga, ekki titla. Það eina sem lifir áfram er minningin um það hvernig þú snertir líf annarra. Það er sönn arfleifð.“ Það verður yndislegt að sjá hana Hafdís viðurkennir að það hafi komið sér úr jafnvægi þegar SOS Barnaþorpin höfðu samband við hana í sumar til að láta hana vita að Ambika væri að leita að henni. „Það tók mig svolítinn tíma að meðtaka þetta, að hún væri raunverulega að leita að mér núna. Mér þótti mjög vænt um það og ég er búin að meðtaka það núna og fá yndislegar myndir af henni.“ Leitin að Hafdísi bar árangur á þjóðhátíðardaginn 17. júní og Hafdís fann vel fyrir athyglinni. „Fólk var að stoppa mig úti í Kringlu og úti í búð. Þá bjóst fólk við að hún væri bara að koma til Íslands núna. Þá fannst mér svolítið erfitt að segja að hún kæmi ekki alveg strax.“ Ambika var nefnilega búin að skipuleggja ferð til Íslands áður en Hafdís fannst en þau hjónin fengu ekki vega- bréfsáritun í tíma og ætla að reyna aftur næsta vor. „Það verður yndislegt að sjá hana,“ segir Hafdís sem finnur enn fyrir athyglinni vegna málsins, tæpu hálfu ári síðar. „Bara síðast í gær hjá hjartalækninum mínum. Hún hafði séð umfjöllunina í sumar og svo fór bara góður tími af viðtalinu í að tala um þetta, áður en hún fór að tala um heilsuna mína,“ segir Hafdís hlæjandi. „Ég var alltaf að kíkja í póstkassann“ Ambika og Hafdís hafa nú endurvakið samband sitt eftir öll þessi ár og eru farnar að skrifast á aftur. Ambika hyggst heimsækja Ísland áður en norðurljósin hætta að sjást næsta vor. „Mig hefur alltaf dreymt um að sjá norðurljósin með eigin augum. Það var fyrsta myndin sem ég sá frá Íslandi – og vonandi get ég loksins séð þau í raun.“ Ambika hefur teiknað fallegar myndir og sendi Hafdísi málverk eftir sig. „Það tók mig svolítinn tíma að meðtaka þetta, að Ambika væri raunverulega að leita að mér núna.“ -Hafdís
RkJQdWJsaXNoZXIy MzI5Mjk2Nw==