Súlur Áramótablaðið 2021-2022

12 Súlur, björgunarsveitin á Akureyri Þ að var vaskur hópur fólks sem lagði af stað á viðbragðsvakt í Skaftafelli laugardaginn 24. júli. Hópurinn safnaðist saman í H12 um hádegisbilið og lestaði bílana. Súlur 1, Súlur 6 og Súlur 8 voru með í för. Fyrsta verkefnið kom strax á leiðinni en áhöfnin á Súlum 1 aðstoðaði einstaklinga sem vantaði loft í dekk á fellihýsi í Mývatnssveit. Á leiðinni var stoppað bæði í Péturskirkju og í gamla sæluhúsinu við Jökulsá á Fjöllum. Það sæluhús er frægt fyrir reimleika en að þessu sinni voru þeir sprottnir upp úr vasa Ingimars Eydals! Á Egilsstöðum fór hópurinn í sund og snæddi pizzu. Var það kærkomið aðeins að teygja úr sér. Síðan hélt hópurinn áfram áleiðis til Hafnar. Ingimar var búin að margróma útsýnið frá Öxi en þegar hópurinn fór þar yfir mátti varla sjá handa sinna skil í Austfjarðaþokunni. Hópurinn kom til Hafnar í Hornafirði um níuleytið og fékk gistingu hjá Björgunarfélagi Hornafjarðar. Hópurinn fékk að skoða húsakynni og búnað félagsins. Hafa þeir bestu þakkir fyrir móttökurnar. Á sunnudeginum snæddi hópurinn dögurð saman og skellti sér svo í sund á Höfn áður en haldið var í Skaftafell. Þrátt fyrir að Skaftafell sé rómað fyrir veðurblíðu tók svæðið á móti okkur með dumbungi og rigningu. Súlur tók við vaktinni af Hjálparsveit Skáta í Garðabæ. Hópurinn var snöggur að koma upp bækistöð enda máttum við ekki seinni vera þar sem gerði úrhelli um leið og búið var að negla niður síðasta tjaldhælinn. Þegar stytti loks aðeins upp fór megnið af hópnum í göngu inn að Skaftafellsjökli og skemmti sér vel. Arnaldur sá um að halda uppi fjörinu og fræðslu. Aðfaranótt mánudags héldu tjaldbúar að þeir myndu enda á floti en það slapp Hálendisvaktin 2021

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==