Súlur Áramótablaðið 2021-2022
13 Súlur, björgunarsveitin á Akureyri nú til, suðurlandsrigningin er engu lík. Það gekk á með skini og skúrum alla vikuna, ekta íslenskt sumar. Þó fékk hópurinn tvo mjög góða veðurdaga þar sem Skaftafell sýndi sínar bestu hliðar. Helstu verkefnin á vaktinni voru sára meðferð, stífluð klósett, aðstoð við að losa bíla og gefa start. Einnig var góð fræðslu dagskrá og var meðal annars fjallað um súrefnisgjöf, drónaleit, endurlífgun, leitartækni og skoðuðum við aðgerðar grunninn. Þeir félagar sem ekki voru á vakt þann daginn nýttu tækifærið í jökla-, göngu- og hjólaferðir enda Skaftafell algjör útivistarparadís. Víða var farið um svæðið, hjólað inn í Morsárdal, gengið á Virkisjökul, Falljökul og Kristínartinda ásamt fleiru. Það var vinsælt að fara í kvöldgöngur um svæðið þó að þátttaka væri mis góð. Þar stóð upp úr gönguferð að Sjónarnípu í mildu og góðu veðri. Á sunnudeginum var síðan haldið heim. Fyrir heimferð tókst þó hópnum að slá upp afmælisveislu þar sem bakaðar voru dýrindis afmæliskökur handa Ástþóri afmælisbarni dagsins algjörlega án þess að hann yrði þess var að bakstur væri í gangi. Það var mjög vel heppnuð og skipulögð aðgerð. Það var þvílíkur undrunarsvipur á afmælisbarninu þegar her björgunarfólks birtist inni tjaldi, hlaðið veitingum og syngjandi afmælissönginn. Björgunarsveitin Kyndill frá Kjalarnesi tók síðan við af Súlum um miðjan dag. Skaftafell kvaddi okkur með rigningu eftir góða dvöl. Eftir smá kvöldmatarstopp á Höfn var haldið næstum rakleiðis heim í H12. Hópurinn var sammála um að ferðin hefði verið vel heppnuð.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==