Súlur Áramótablaðið 2021-2022

14 Súlur, björgunarsveitin á Akureyri Í mars fóru nokkrir félagar úr bátaflokk austur á firði til að heimsækja nokkrar björgunarsveitir þar. Megin tilgangur ferðarinnar var að fræðast um tæki og búnað í tengslum við sjóbjörgun. Sveitirnar sem voru heimsóttar eru Geisli Fáskrúðsfirði, Gerpir Neskaupstað og Ísólfur á Seyðisfirði. Allar eru þessar sveitir öflugar í sjóbjörgun og með fjölbreyttan tækjabúnað. Geisli er með Rafnar bát sem er mjög öflugur íslenskur björgunarbátur. Auk þess er sveitin með tvo Rescue Runnera, sem eru tæki sem félagar í Súlum höfðu haft augastað á. Fengum við sem fórum austur að prófa Rescue Runnerana auk þess sem við fengum siglingu með Rafnar bátnum. Á öllum stöðum var tækjabúnaður og aðstaða skoðuð auk þess sem við áttum mikið og gott spjall við félaga okkar. Á Seyðisfirði fengum við líka lýsingu á þeim hamförum sem gengu yfir bæinn í desember þegar skriður ollu gífurlegu tjóni í bænum en ummerkin voru mjög greinileg ennþá. Á öllum stöðum var tekið gríðarlega vel á móti okkur og þökkum við fyrir höfðinglegar móttökur. Eins þökkum við félögum okkur í Héraði á Egilsstöðum þar sem við fengum að gista á meðan á heimsókninni stóð. Eftir ferðina austur voru félagar í bátaflokk sannfærðir um ágæti Rescue Runnersins sem björgunartækis og var farið í þá vinna að kaupa einn slíkan fyrir sveitina. En hvað er þessi Rescue Runner? Hér er um að ræða mjög öflugt björgunartæki frá Svíþjóð. Tækið líkist talsvert sæþotum (Jetski) sem margir þekkja. Runnerinn er með svokölluðu jet-drifi þannig að engin skrúfa er niður úr tækinu. Þetta gerir það miklu auðveldara að vera á grunnu vatni og að vinna í kring um fólk í sjó/vatni án þess að eiga á hættu að skrúfan skaði viðkomandi. Tækið er breitt og mjög stöðugt og er skrokkurinn úr mjúku plasti sem er bæði dempandi og mjög sterkt. Hægt er að flytja farþega á tækinu og mjög auðvelt er að taka manneskju úr sjónum/vatninu og er það í raun aðeins eitt handtak ef viðkomandi er með meðvitund. Rescue Runner uppfyllir því allt það sem takmarkar bátinn sem sveitin á fyrir. Með þessu tæki er mjög auðvelt að vera á grunnu vatni/sjó, auðvelt að komast upp í fjöru t.d. í leit eða til að ferja mannskap. Tækið er mjög lipurt og auðvelt að athafna sig á þröngu svæði. Það er mjög auðvelt að koma því á flot og má t.d. setja það beint fram af bryggjum. Þetta er því mjög snöggt fyrsta viðbragð og getur verið komið á flot áður en búið er að gera bát og áhöfn tilbúna. Þar sem tækið er grunnrist þá hentar það víða á ár og vötn hér í nágrenninu. Eins og áður sagði var í framhaldi af ferðinni austur ákveðið að kaupa Rescue Runner fyrir sveitina. Á sjómannadaginn var tækið komið norður og var farið í fyrstu siglinguna þann dag. Búið er að taka talsvert margar æfingar á nýja tækinu og hefur það reynst mjög vel. Nú þegar er Rescue Runnerinn búinn að fara í tvö útköll. Fyrra Nýr Rescue Runner

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==