Súlur Áramótablaðið 2021-2022

15 Súlur, björgunarsveitin á Akureyri útkallið var vegna vélarvana báts úti fyrir Svalbarðseyri. Fór Rescue Runnerinn fyrstur af stað og var kominn með bátinn í tog þegar björgunarbátur sveitarinnar kom á staðinn. Þótt engin hætta væri á ferðum sýndi þetta okkur hversu vel tækið virkar sem fyrsta og hraðasta viðbragðið. Eins sást dráttargetan vel þarna. Seinna útkallið kom eftir miklar rigningar á norðurlandi og aurskriður sem höfðu fallið í Köldukinn. Var sveitin fengin til að ferja bændur yfir Skjálfandafljót til mjalta og fengum við félaga okkar í Garðari á Húsavík til aðstoðar. Óhætt er að segja að fólk hafi komið reynslunni ríkari heim eftir þetta verkefni. Sandgrynningar í ánni voru ekki greinilegar og urðu til vandræða og þarf því að nálgast svipuð verkefni á annan hátt í framtíðinni. Bæði þessi útköll sýndu notagildi nýs Rescue Runners og þegar horft er á útköll síðustu ára eru þau ófá útköllin þar sem við hefðum viljað hafa tækið. Þegar umræðan um að kaupa Rescue Runner fór af stað fyrir alvöru var strax vilji til þess að kaupa tvö tæki. Ástæðan er tvíþætt. Annars vegar geta tvö svona tæki unnið saman sem einn hópur og því ekki jafn háð bátnum í mörgum verkefnum. Mikilvægara er samt að er hér um öryggisatriði að ræða þar sem þessi tæki fara oft í erfiðar aðstæður, hvort sem það er í fjöruleit eða í aðstæðum eins og á Skjálfandafljóti. Er það von okkar að hægt verði að bæta við öðrum Rescue Runner á nýju ári. Við óskum Björgunarsveitinni Súlum Og öllum Eyfirðingum Gleðilegra Jóla og farsældar á nýju ári. Þökkum viðskiptin á árinu. Svansson ehf Björgunartæki og búnaður. Steinhellu 1 221 Hafnarfirði Sími : 697-4900 Netfang : sala@svansson. is www.svansson.is B jörgunarsveitin Ísólfur, Seyðisfirði, stóð í ströngu vegna skriðufallanna á Seyðisfirði um síðustu jól. Sveitin varð fyrir tjóni í hamförunum, meðal annars á tækjum. Þegar félagar í Súlum heimsóttu Austfirði var félögum í Ísólfi færður styrkur vegna þessa og vitum við að styrkurinn hefur komið að góðum notum.

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==