Súlur Áramótablaðið 2021-2022

16 Súlur, björgunarsveitin á Akureyri V ísindaskóli unga fólksins í Háskólanum á Akureyri var haldinn dagana 21.-25. júní 2021. Alls voru 80 nemendur á aldrinum 11-13 ára skráðir í ár en markmið skólans er að bjóða þeim upp á fræðandi og skemmtilega afþreyingu. Björgunarsveitin Súlur var með eina stöð af mörgum þar sem við tókum á móti 15-17 nemendum á dag þessa fimm daga. Börnin fengu kynningu á störfum björgunarsveitarinnar, húsnæði og helsta búnaði. Aðal verkefni þeirra var þó að síga niður klettasyllu með tilteknum búnaði og aðstoð fjallabjörgunar­ manna, einnig fengu þau að æfa böruburð o.fl. Dagarnir voru mjög skemmtilegir og miklar áskoranir í gangi, bæði fyrir björgunarfólk og nemendur. Fyrir suma var stór sigur að standa á brúninni, treysta björgunarmanninum, láta þar við sitja og fara sátt til baka á meðan aðrir sigu alla leið. Gleði og sigrar voru ríkjandi þessa daga og svo sannarlega sáust þarna margir áhugasamir og efnilegir björgunarmenn framtíðarinnar. Ásdís Skúladóttir Vísindaskóli unga fólksins

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==