Súlur Áramótablaðið 2021-2022

18 Súlur, björgunarsveitin á Akureyri Drónahópur D rónar, eða Flygildi á íslensku, eru alltaf að verða sí algengari í starfi björgunar­ sveita og annara viðbragðsaðila. Þegar þetta er skrifað í desember 2021 eru samkvæmt skráningu flygilda á vegum Landsbjargar um 32 sveitir víðs vegar um land komnar með dróna í sitt starf. Þessi tæki gefa ótrúlega mikla möguleika, sérstaklega í leitaraðgerðum, þar sem þær gefa góða yfirsýn yfir landslag sem getur verið torfært og erfitt yfirferðar. Einnig gefur þetta möguleika fyrir stjórnendur aðgerðar að fá góða yfirsýn yfir vettvang í rauntíma með beinu streymi til aðgerðarstjórnar í húsi. Sumarið 2020 kom út nýr dróni frá DJI, sem ber nafnið Matrice 300 RTK. Segja má að þetta sé fyrsti dróninn frá fyrirtækinu sem uppfyllir alla þá kosti sem „first responder“/leitardróni þarf að hafa til að vinna við krefjandi og erfiðar aðstæður. Þegar DJI var að hanna drónann fylgdu þeir fyrsta viðbragði (first reponders) á hamfarasvæði víðs vegar um Bandaríkin, helst þá notendum af M200 drónanum sem var forveri M300, og fengu álit frá þeim hvað þeir væru að leita að í dróna sem þessum, og hvað hefði mátt fara betur við hönnun á M200 drónanum. Nú á haust­ dögum 2021 fjárfesti Súlur í þessu ótrúlega leitartæki, DJI MATRICE 300 RTK , ásamt aukahlutum. Dróninn er hlaðinn búnaði, sem samanstendur m.a. af 12 megapixla “point á view” myndavél, 20 megapixla zoom myndavél sem getur margfaldað 200x, 640x512 punkta hitamyndavél, laser rangefinder sem mælir fjarlægð og gefur nákvæma GPS staðsetningu á völdum punkti. Einnig er hægt að merkja áhugaverða staði í leit ásamt því að láta drónann um að fylgja eftir hlutum á hreyfingu. Einnig var keypt gríðarlega öflugur 10.500 lumena ljóskastari á drónann sem breytir nótt í dag. M300 dróninn er IP45 vottaður svo hann getur flogið í nánast öllum aðstæðum sem er ótrúlega góður eiginleiki við íslenska veðráttu. Dróninn er með fjarlægðaskynjara/ árekstrarvörn á öllum hliðum ásamt því að vera búinn UAV health management system sem fylgist með öllum kerfum hans svo allt sé eins og það á að vera og lætur vita ef villumelding kemur í hug- eða vélbúnaði. Dróninn nemur boð frá flugvélum í kring og lætur vita nákvæma staðsetningu á þeim ásamt fjarlægð til þeirra. Hann hefur flugtíma upp á 55 mínútur, en um 43 mínútur með aukahlutum (myndavél og ljósi) og burðargeta hans er tæp 3kg fyrir utan eigin þyngd. Þessi dróni er sannkölluð bylting í dróna­ málum sveitarinnar og og er frábær viðbót við þau tæki og tól sem sveitin hefur fjárfest í síðustu tvö ár til að efla drónahóp sveitarinnar. Þessi nýi dróni hefur gefist ótrúlega vel á æfingum og útköllum á

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==