Súlur Áramótablaðið 2021-2022
19 Súlur, björgunarsveitin á Akureyri Öflugir drónar í fremstu röð fyrir einstaklinga, fyrirtæki, björgunarsveitir og stofnanir. DJI MATRICE 300 RTK DJI MAVIC 3 DJI Reykjavik veitir viðskiptavinum sínum um land allt trausta og góða þjónustu. Skoðaðu úrvalið á djireykjavik.is eða fáðu ráðgjöf í síma 519 4747 vegum sveitarinnar á þeim stutta tíma sem hann hefur verið í notkun. Hitamyndavélin á honum gerir honum kleift að sjá landslag/ byggingar í myrkri og er það ótrúleg bylting í starfi okkar. Það má því segja að þetta sé frábær viðbót við öflugan tækjakost sveitarinnar og á án efa eftir að nýtast vel um ókomna tíð. Stofnaður var vinnuhópur í kringum drónastarfið hjá Súlum og telur hann um 10-12 virka félaga og bætist sífellt við. Starfið er mjög sérhæft og var mikill tími settur í undirbúningsvinnu við að útbúa verkferla í kringum drónann svo starfið í kringum hann í útköllum gangi sem allra best. Til að útkall á dróna gangi sem best fyrir sig þarf 3-5 björgunarmenn að lágmarki. Sveitin á annan minni dróna sem hefur verið notaður í að þjálfa nýja flugmenn svo dróni komist í notkun í sem allra flestum útköllum. Við höfum verið með vinnukvöld, tekið þátt í æfingum og útköllum og virkilega gott starf í gangi. Á þeim leitar- og björgunaræfingum sem dróninn hefur tekið þátt í hefur hann stytt tíma í leit gríðarlega auk þess sem ljóskastarinn hefur verið notaður til að lýsa upp vettvang fyrir fjallabjörgunarhóp sveitarinnar með frábærum árangri, auk þess að auðkenna hluti sem koma upp á hitamyndavél. Einnig hefur myndbandi verið streymt beint af vettvangi til æfingarstjórnar sem gefur ótrúlega mikla möguleika í framtíðinni til að gefa stjórnendum aðgerða í húsi augu á vettvang. Undirritaður fór fyrir hönd sveitarinnar á svokallaða Drónamessu í Borgarfirði í sumar þar sem hittust fulltrúar björgunar sveita víðs vegar um landið til að ræða hvernig málum var háttað hjá þeirra sveitum. Skemmtilegar og fræðandi vinnustofur voru haldnar og klárt mál að notkun dróna eða öðru nafni flygilda verður stór hluti af leit og björgun næstu árin. Fh. drónahóps útilífsflokks Súlna, Auðunn.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==