Súlur Áramótablaðið 2021-2022

28 Súlur, björgunarsveitin á Akureyri Öndum léttar Umhverfisvænni flugeldar Eco-friendlier fireworks Frá árinu 2013 hafa allir flugeldar sem fluttir eru til landsins verið CE vottaðir sem tryggir m.a. öruggari flugelda og minni mengun. Óæskileg efni hafa markvisst verið tekin úr flugeldum sem seldir hafa verið hér á landi frá árinu 2013. Þessi efni geta þó mælst sem snefilefni og eru því ólíkleg til að valda skaða. Allir flugeldar frá okkur eru blýlausir og hafa verið í mörg ár. Engir hættulegir þungmálmar eru settir í flugeldana sem við seljum (s.s. Arsen, Kadmín, Króm, Blý, Kvikasilfur og Zirkon). Plast í flugeldasölu hefur minnkað um meira en helming á síðustu 5 árum. Megnið af notuðum flugeldum (umbúðum) brotnar niður í náttúrunni. Hávaðasömum flugeldum hefur verið fækkað mikið á síðustu 5 árum. Söludögum flugelda á Íslandi hefur fækkað niður í 4 daga í desember. Allur pappi og plast sem til fellur í flugeldasölunni hefur verið flokkaður skipulega og sendur til endurvinnslu undanfarin ár. Skjótum rótum. Nú gefst landsmönnum tækifæri á að kolefnisjafna flugeldakaupin með Rótarskoti sem selt er á öllum flugeldamörkuðum björgunarsveitanna. Slysavarnafélagið Landsbjörg hefur undanfarin ár leitað markvisst að umhverfisvænni leiðum í flugeldasölunni og skipt út vörum og flugeldum fyrir betri valkostum. Hér eru nokkrar staðreyndir um flugeldana:

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==