Súlur Áramótablaðið 2021-2022

34 Súlur, björgunarsveitin á Akureyri E ins og flestir muna þá varð gríðarleg úrkoma í rigningarformi á Austurlandi í desember 2020. Þann 13. desember gaf Veðurstofan út viðvörun vegna hættu á skriðuföllum og grjóthruni á Austfjörðum. Mikil úrkoma hafði fallið á svæðinu í aðdraganda skriðufallanna og var uppsöfnuð úrkoma 569 mm á dögunum 14. til 18. desember. Aldrei hefur mælst meiri úrkoma, á jafn stuttum tíma á Íslandi, eins og þessa fimm daga á Seyðisfirði. Til samanburðar nemur rigning í Reykjavík á meðalári um 860 mm (heimild Veðurstofa Íslands). Fyrstu skriðurnar féllu 15. desember en áður hafði vatn farið inn í mörg hús og fólk staðið í ströngu við hreinsun. Þá þegar var tekin ákvörðun um rýmingu nokkurra húsa. Aðfaranótt 18. desember féllu svo nokkrar aurskriður til viðbótar og um miðjan þann sama dag féll svo stærsta skriðan sem tók með sér tíu hús. Þá var tekin ákvörðun um allsherjar rýmingu Seyðisfjarðar sem á sér ekki fordæmi. Óttast var um fólk sem lenti í þessari skriðu og var sent út stórt útkall á allar björgunarsveitir á Austur- og Norðurlandi í kjölfar hennar. Sveitir frá Norðurlandi héldu þegar áleiðis og var sett upp biðstöð í Mývatnssveit meðan málin skýrðust. Þegar ljóst var að manntjón varð ekki var flestum sveitum snúið við en einhverjir fóru áfram til Egilsstaða til að vera til taks. Jólin gengu í garð, landsmenn héldu þau hátíðleg meðan Seyðfirðingar voru margir heimilislausir eða máttu ekki vera heima hjá sér. Björgunarsveitir voru áfram í viðbragðsstöðu og þann 27. desember var óskað eftir sveitum frá Norðurlandi austur til að vinna í skriðunum. Skriðuföll á Seyðisfirði

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==