Súlur Áramótablaðið 2021-2022
39 Súlur, björgunarsveitin á Akureyri 11 Súlur, björgunarsveitin á Akureyri Látur og svo síðustu dagleiðina heim. Til að stytta gönguna létum við skutla okkur á fyrsta degi í Hvalvatnsfjörð og gengum í Keflavík þar sem við gistum. Þetta var þann 20. júlí. Daginn eftir lögðum við svo af stað frá Keflavík, gengum upp í Uxaskarð og þaðan liggur leiðin niður brattan Fossdal niður að Látrum. Við feðgin höfðum tekið með okkur þoturassa til að renna okkur á niður snjóinn sem við vissum að væri í Fossdalnum en þegar við fórum yfir Uxaskarðið var þoka og suddaveður. Þegar svo kom yfir skarðið var harður snjór niður dalinn. Við settumst á þoturnar og renndum okkur af stað. Ég fann að hjarnið var hart, mikið rennsli og sá fljótt að erfitt væri að ráða við þoturnar. Þess vegna byrjaði ég að reka niður hælana til að reyna að draga úr hraðanum og sá þá að Hekla fór á undan mér niður og réð greinilega lítið sem ekkert við hrað- ann á þotunni. Skaflinn mjókkaði eftir því sem neðar dró og brekk- an var þannig að ég sá ekki neðsta hlutann og missti því sjónar af Heklu en vonaði að henni hefði tekist að stýra sér frá grjóturðinni fyrir neðan. Þegar ég kom í þennan neðri hluta brekkunnar stefndi ég á stein sem stóð upp úr fönninni og tókst með naumindum að stöðva mig áður en ég lenti á honum. Í sama mund sá ég Heklu liggja í grjótinu 30-40 metrum neðar, algjörlega hreyfingarlausa. Ég byrjaði strax að kalla en hún svaraði engu né hreyfði sig. Skelf- ingu lostinn tók ég neðsta hlutann af skaflinum í fáum skrefum en þegar ég kom til hennar fór hún að umla og ná áttum. Ég sá strax að hún var ekki með sýnilega áverka nema að hendin var augljóslega illa brotin fyrir ofan olnboga. Það var á þessum tíma- punkti sem ég greip til þeirrar kunnáttu sem ég hafði aflað mér á námskeiðunum hjá Súlum,“ segir Arnaldur. Það sem gerst hafði var að Hekla stefndi á sama steininn og Arnaldi tókst að forðast en hún var á það mikilli ferð að hún lyfti fótunum til að brjóta ekki fæturnar á steininum. Þar með skall hún á steininum, tókst á loft og sveif marga metra niður eftir skaflinum þar sem hún lenti til allrar hamingju í snjónum áður en hún rann út í grjóturðina. Gleðileg jól og farsælt komandi ár Þökkum samskiptin á árinu sem er að líða, sérstaklega viðtökurnar við nýju nafni og ásýnd fyrirtækisins. Hlökkum til framhaldsins – skiljum ekkert eftir. Björgunarsveitarmenn með Heklu á börum á leið niður fjallshlíðina. Bestu óskir um gleðileg jól og farsæld á komandi ári Starfsfólk Sundlaugar Akureyrar Sendum viðskiptavinum okkar bestu jóla- og nýjárskveðjur
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==