Súlur Áramótablaðið 2021-2022
4 Súlur, björgunarsveitin á Akureyri Útköll ársins 2021 Súlur Janúar 22 Fastur bíll við Bægisá. Hópar voru að leggja af stað úr húsi þegar aðstoðarbeiðnin var afturkölluð. 22 Fastir bílar á Öxnadalsheiði, snjóflóð. Tvo snjóflóð féllu á veginn. Fólk flutt úr bílunum niður af heiðinni og í skjól. Nokkrir bílar voru skildir eftir milli flóðanna. 28 Vélsleðaslys, Sveigsfjall í Trölladal. Einn einstaklingur slasaður. Félagar viðkomandi aðstoðuðu hann niður og í sjúkrabíl. Þyrla kölluð út en afturkölluð. Febrúar Engin verkefni skráð. Mars 11 Fylgja sjúkrabíl til Húsavíkur. 15 Fastir bílar við Belgsá. Bíll fastur í snjó. Tveir bílar fóru frá okkur til aðstoðar. Apríl Engin verkefni skráð. Maí 18 Leit að bíl á Eyjafjarðarsvæðinu. Júní 30 Athuganir vegna vatnavaxta í ám. Júlí 01 Hoppukastali tekst á loft – hópslys. Hoppukastali sem tekst á loft og skellur niður með mikið af fólki um borð, hópslysaáætlun fyrir Eyjafjörð virkjuð. 08 Slasaður einstaklingur við skáta skálann Gamla. Meiddur á öxl, hugsanlega úr lið. Fluttur með buggy bíl að sjúkrabíl. 22 Slasaður einstaklingur í Kjarnaskógi. Datt af hjóli, aflögun á fæti og bólginn. Fluttur með buggy bíl að sjúkrabíl. 23 Göngufólk í sjálfheldu í Hafnarfjalli á Siglufirði. Sáu ekkert í þoku, var orðið blautt og kalt. Fólkið fannst mjög fljótt og var komið til byggða. Ágúst 09 Vélarvana bátur. Rescue Runner fór á undan og var kominn með bensínlausan bátinn í tog þegar Súlur Bátur kom á staðinn.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==