Súlur Áramótablaðið 2021-2022

6 Súlur, björgunarsveitin á Akureyri 24 Bílar fastir í Hagakvísl á Sprengi­ sandsleið. Björgunarsveitir frá Varmahlíð og Sauðárkrók fóru til aðstoðar. Fljótlega var svo tilkynnt um bíla fasta í Jökulfallinu á Gæsavatnaleið. Dalbjörg og Súlur voru send til aðstoðar. September 02 Leit á Strandartindi á Seyðisfirði. Óskað eftir fjallbjörgunarhóp við leit og björgun á klettaklifrara. 04 Slasaður einstaklingur við Gljúfurá. Dettur af hesti. Var fluttur með þyrlu á sjúkrahús. 21 Fastur bíll í Nýjadalsá, afturkallað í þann mund sem bílar voru að fara úr húsi. Október 03 Aðstoð við bændur í Útkinn. Flytja ábúendur á Björgum yfir Skjálf­ andafljót til mjalta. Landleið lokuð vegna aurskriðna. 03 Óveðursaðstoð á Ólafsfirði. Flæddi inn í nokkur hús. 03 Kanna flóð í Útkinn með dróna. Skriður myndaðar með dróna. Nóvember Engin verkefni skráð. Desember 01 Leit að alzheimer sjúklingi á Akureyri. Kona á áttræðisaldri hefði farið að heiman frá sér á Akureyri, líklega um miðnætti, og ekki skilað sér heim aftur. Þó að kalt hafi verið í veðri þá voru aðstæður til leitar ákjósanlegar og gátu leitarmenn m.a. fylgt líklegum sporum í snjónum frá heimili viðkomandi. Þrátt fyrir að hafa misst af þeim á nokkrum stöðum var það til þess að konan fannst heil á húfi laust fyrir kl. 07:00, þá enn á gangi og búin að ganga rúmlega 3 kílómetra frá heimili sínu. Auk þessara verkefna sem teljast til útkallsverkefna sinntu Súlur gosgæslu í apr í l og j ún í , b í l as tæðagæs l u v i ð bó l us e t n i ngu og s ýna t öku á s amt hálendisvakt um vikutíma í júlí í Skaftafelli. Ennfremur ýmsum þjónustuverkefnum sem ekki eru talin hér.

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==