Súlur Áramótablaðið 2021-2022
Súlur, björgunarsveitin á Akureyri 8 Áhrif Covid á starfið - annar hluti Í fyrra var hér birt stutt yfirlit í tölum sem sýndu áhrif Covid-19 á starfið í sveitinni. Núna er annað árið í þessu óvenjulega ástandi að líða undir lok. Þótt áhrifin séu mun minni en síðasta ár höfum við samt ekki sloppið alveg. Því er forvitnilegt að skoða áhrifin á starfið það sem af er ári (fram í desember). Útköll eru óvenju fá það sem af er ári eða 22, þar af skráð 3 vegna gæslu við eldgosið á Reykjanesi. Í fyrra voru útköllin á sama tíma 23 en eftir allt árið voru þau komin í 26. Æfingar voru álíka margar núna og fyrir Covid eða 72 á móti 53 í fyrra (73 árið 2019). Aðrir skráðir viðburðir voru 262 á móti aðeins 130 á sama tíma í fyrra. Þegar vinna í desember 2020 er tekin með, þar á meðal öll vinna við flugeldasölu, þá var heildarfjöldi annarra viðburða komin í 244 sem er aukning upp á 114. Eins og áður er munurinn á milli ára mest áberandi í heildarfjölda vinnustunda. Það sem af er ári eru vinnustundirnar 15.712 á móti 8.482 árið 2020. Þetta nær þó ekki fjölda vinnustunda fyrir Covid en 2019 voru þær 21.126. Enn er áhugavert að skoða aukninguna í desember 2020 þegar vinnustundir fóru upp í 12.048 og voru því unnar 3.566 stundir í desember það ár. Það sést því að starf sveitarinnar hefur verið nokkuð gott þetta árið og áhrif Covid á það mun minni en í fyrra. Þetta er mjög ánægjuleg þróun því félagar eru greinilega að ná að sinna námskeiðum, æfingum og viðhaldi á tækjum sem nauðsynlegt er fyrir starfsemina. Síðan má ekki gleyma félagslega þættinum, að fólk nái að hittast til að spjalla saman og hafa gaman sem er ekki síður nauðsynlegt í öllum félögum. Við óskum viðskiptavinum okkar og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Takk fyrir okkur. 2020 2021 Útköll 23 22 Æfingar 53 72 Aðrir viðburðir 130 262 Heildarfjöldi vinnustunda 8.482 15.712
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==