Súlur Áramótablaðið 2022-2023
10 Súlur, björgunarsveitin á Akureyri B ílaflokkur Súlna fór á tveimur breyttum bílum ásamt snjóbíl sveitarinnar á Tækjamót Landsbjargar sem haldið var á Kili. Farið var á föstudegi frá Akureyri og var ekið upp Blöndudal og upp hjá Blöndu virkjun. Lítill snjór var framan af en þegar komið var upp fyrir Blöndulón fór færið að þyngjast. Með okkur í för voru félagar úr þrem öðrum björgunarsveitum. Þegar hópurinn var að verða kominn að Hveravöllum kom upp bilun í einum bílnum og var ákveðið að skilja bílinn eftir og fengu bílstjóri og farþegar hans pláss í öðrum bílum. Ferðin sóttist vel það sem eftir var leiðar í Gíslaskála sem var gististaður okkar. Var hópurinn að koma þangað klukkan eitt eftir miðnætti. Snjóbílinn okkar mætti svo á svæðið tveimur klukkustundum síðar. Vaknað var kl. 08:30 á laugardeginum og keyrt upp í Kerlingarfjöll. Veðrið var ekki að gera okkur neina greiða og gekk á með rigningu og slagveðri. Stjórnendur mótsins tóku þá ákvörðun að allir bílar myndu aka upp að Hveravöllum og þar hittust því allar sveitir. Ekki bauð veðráttan upp á að hægt væri að teygja úr sér og spjalla úti við og var tekin létt nestispása áður en sveitir fóru að huga að heimferðinni eða að koma sér á gististaði sína. Okkar fólk og samferða menn slógu upp grillveislu um kvöldið og var stemmingin góð. Á sunnudagsmorgni var gengið frá skálanum og lagt af stað heim. Allar slóðir voru á floti vegna rigningarinnar daginn áður. Þrátt fyrir festur og bras voru flestir komnir heim um kvöldmatarleytið. Þetta var hin besta skemmtun og var einnig góður lærdómur fyrir okkur og færum við skipu leggjendum og samferðafólki bestu þakkir. Tækjamót 18. - 21. mars 2022 Við óskum viðskiptavinum okkar og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Takk fyrir okkur.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==