Súlur Áramótablaðið 2022-2023
11 Súlur, björgunarsveitin á Akureyri Hringdu í síma 580 7000 eða farðu á www.heimavorn.is HVARSEMÞÚERT Öryggiskerfi SAMSTARFSAÐILI 15:04 100% Útkall - Súlur Snjóbíll - Jeppar fastir í krapa við Hveravelli Þ essa helgi 18-20. Mars var tækjamót Landsbjargar haldið á Kili og fjöldi félaga alls staðar af landinu mættu og skemmtu sér konunglega við ýmsar aðstæður. Flestir héldu heim af tækjamótinu á sunnudeginum og sumir seinna en aðrir. Björgunarsveitin Stefán í Mývatnssveit var ein af þeim sem fóru seinna af stað og vildi svo óheppilega til að þeir festa sig í bláma við flugvöllinn við Hveravelli. Eftir að hafa verið fastir og úti að moka í 5 tíma á sunnudagskvöldinu óska þeir eftir aðstoð við að losa bílana. Súlur fá útkall 4:59 á aðfaranótt sunnudags um að snjóbíllinn leggi af stað vestur til bjargar ásamt Króki snjóbíl frá Sauðárkróki og Gretti 1 (49” Ford F350) frá Hofsós. 5:50 leggur Súlur 7 af stað vestur með snjóbílinn og tveggja manna áhöfn. 8:04 Leggur Súlur snjóbíll af stað frá Blöndulóni áleiðis upp Kjöl og var þá komnar 40 mínútur síðan að Krókur snjóbíll og Grettir 1 fóru frá Blöndulóni. 9:23 Komum við að Gretti 1 og Krók snjóbíl þar sem Grettir 1 var fastur í krapa og búinn að brjóta loftslönguhné á framdekki, við drögum hann lausan og tókum mannskapinn yfir til okkar og héldum áfram á snjóbílunum upp í Hveravelli. 10:53 Krókur snjóbíll kominn á vettvang og byrjar að draga bílana lausa. Súlur snjóbíll sökk í krapa 100 metrum frá, var mokaður laus og keyrði á vettvang. 11:28 Báðir jeppar lausir úr krapa og eftir smá viðgerðir var lagt af stað. 11:35 Súlur snjóbíll fellur niður í gegnum krapa og festist. Með miklum mokstri, tveimur spilum og togi frá Krók snjóbíl hafðist bíllinn upp úr krapanum. 12:52 Allir bílar lausir og lagt af stað til baka aðeins 600 metrar af bláma eftir. 16:35 Öll tæki komin að stíflunni við Blöndulón og gert klárt fyrir heimferð. 18:49 Súlur komnir í hús.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==