Súlur Áramótablaðið 2022-2023
12 Súlur, björgunarsveitin á Akureyri L íkt og svo oft áður tóku Súlur að sér eina viku í hálendisvakt. Staðsetningin var Fjallabak með aðsetur í Landmanna laugum og tímabilið 3.-10. júlí. Lagt var af stað í blíðu laugardags morguninn 2. júlí (vaktirnar standa alltaf frá sunnudegi til sunnudags), fimm manns á tveimur bílum og stóð til að fjölga myndi í hópnum um miðja vikuna. Fjörið byrjaði strax í Húnavatnssýslu, þar sem annar bíllinn fylltist heimþrá og vildi ekki fara lengra. Stukku bílaflokksmenn til og sóttu hann og færðu okkur annan í staðinn. Gekk síðan allt klakklaust til Reykjavíkur þar sem var gist um nóttina og daginn eftir rennt í Laugar. Eins og fólk efalaust man var vorið kalt og snjóþungt. Fyrir vikið voru helstu hálendisvegir í nágrenninu enn lokaðir og líka Sprengisandsvegur. Umferð var af þeim sökum með minnsta móti. Þessi breyting á bílakosti setti vissulega strik í reikninginn þar sem við höfðum ekki réttan tækjakost fyrir verkefnin sem við vorum kölluð út í, t.d. vegna slasaðra einstaklinga milli Hrafntinnuskers og Álftavatns og fór svo að lokum að þeir voru sóttir með þyrlu. Engu að síður gekk allt stórslysalaust fyrir sig. Helstu verkefni voru að losa fasta bíla, vefja snúna ökkla, setja plástra á skrámur, ferja covid sjúklinga yfir vaðið, svo eitthvað sé nefnt. Sú nýlunda varð að jepplingar þurftu óvænt á hjálp okkar að halda eftir að hafa reynt að keyra yfir vaðið, sem var þó tiltölulega grunnt. Skýringin var að þetta voru rafmagns-blendingsbílar með rafbúnað sem þoldi ekki að fara í kaf. Lánlausir leigutakar sátu því uppi með sárt ennið og tjón upp á tugi eða jafnvel hundruð þúsunda. Einnig stunduðum við snjómokstur af miklu kappi þegar stund gafst, til að hægt væri að opna hefðbundna leið fyrir „Laugavegshlaupið“. Heljarinnar snjóskafl lokaði leiðinni við upphaf hennar í Landmannalaugum. Það kom upp sú tillaga á vaktinni hjá okkur, þar sem húsið okkar var mjög langt frá sturtuaðstöðunni, að hita vatn í potti og hella í bala. Svo yrði dregið um hverjir færu saman í bað: Fólkið glotti, fannst mér þá, fljót að spotta mottó. Vatn í potti vildu fá, virkja þvotta-lottó. AH Á þriðjudagskvöldið bættust síðan þrjú í hópinn og strax daginn eftir blasti alvaran við. Við fengum tilkynningu um göngufólk (ungt ítalskt par, bandaríska feðgar og einn Frakka) í vanda á leið frá Hrafntinnuskeri Hálendisvakt í Landmannalaugum
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==