Súlur Áramótablaðið 2022-2023
13 Súlur, björgunarsveitin á Akureyri að Landmannalaugum. Héldu þau kyrru fyrir vegna mjög sterks vinds. Þegar að var komið voru þau blaut og köld og einnig mjög hrædd. Við gáfum þeim heitt kakó og þau fengu þurr föt áður en þeim var hjálpað niður í Landmannalaugar. Tók það svolitla stund að stappa í þau stálinu, því sérstaklega unga parið (sem var í brúð kaupsferðinni sinni) og bandaríski sonurinn voru alveg uppgefin og óttuðust um líf sitt. Það var samdóma mat okkar að líklega hefðum við þarna bjargað mannslífum, því ef við hefðum við ekki komið þeim til aðstoðar er hætt við að þau hefðu orðið úti. Sannaðist þarna enn og aftur mikilvægi hálendisvaktarinnar. Frakkanum, sem hafði komið að hinum í hópnum, var veitt áfallahjálp daginn eftir og fannst honum mjög vænt um það. Þennan dag hafði verið appelsínugul veðurviðvörun á svæðinu. Hópar sem annars voru vel búnir og við höfðum eindregið ráðið frá því að leggja af stað, komu til okkar eftir að hafa lagt í hann og báðust afsökunar á að hafa ekki hlýtt strax. Margir sögðust aldrei hafa lent í öðru eins. Einnig var fjórum hjólreiðamönnum sem voru upp við Frostastaðavatn (u.þ.b. 5 km frá Landmannalaugum) bjargað í skjól. Og enn var nóg að gera. Ferðahópur frá Honda, með einhverjum 15 mótorhjólum sem var að taka upp kynningarefni á Íslandi, lenti í því óhappi að tveir fylgdar ökumenn lentu í hörðum árekstri við hvorn annan þannig að báðir bílarnir voru gerónýtir og þurfti að flytja tvo einstaklinga úr slysinu á móts við sjúkrabíl. Var þá ekki amalegt að geta boðið upp á hjúkrunar fræðing, skólastjóra sjúkraflutningaskólans og gamlan þyrlulækni! Eitt af verkefnunum okkar var belgísk kona sem hafði hrasað og dottið þannig að búa þurfti um hendina með fatla. Heiðurs hjónin Margrét Hrönn Svavarsdóttir og Björn Gunnarsson, sem voru á vaktinni, bjuggu um hendina og svo skemmtilega vildi til að þau áttu ferð í sama flugi og belgísku hjónin og gátu því fylgt þeim eftir alla leiðina heim. Sú skemmtilega hefð hefur komist á að alla föstudaga á sumrin er ljóðasamkeppni milli fjallaskála á hálendinu og vorum við svo heppin að vera boðið að taka þátt. Hér kemur forsagan að okkar framlagi: Til okkar kom einn daginn kona í vandræðum með breyttan Econoline sem vildi ekki starta og grunaði að hún væri straumlaus. Í bílnum var tenging til að gefa straum inni í bílnum við afturhurðina, fóru tveir okkar í það verkefni, það bar engan árangur. Fór þá undirritaður að forvitnast og í ljós kom að bilunin var í startaranum og skreið ég undir bílinn að framan með vírstubb til að tengja fram hjá á startaranum og komst bíllinn þá í gang. Urðu þá til þessar vísur: Kom til okkar kona leið karli fannst það gaman. Undir hana óðar skreið en einungis að framan. Áður prófuðu aðrir tveir enga lukku gerðu. Kannski af því að kumpánar þeir komu inn að aftan verðu. Skemmst er frá því að segja að við unnum. Sjálfsagt er óþarft að segja frá því hversu skemmtilegt og gefandi það er að taka þátt í svona verkefnum og bíðum við spennt eftir því að komast til fjalla næsta sumar og takast á við ný ævintýri. Hálendisvakt í Landmannalaugum 2022; Arnaldur Haraldsson, hópstjóri Björn Gunnarsson Elva Dögg Pálsdóttir Ingimar Eydal Margrét Hrönn Svavarsdóttir Pétur Gunnarsson Rúnar Már Þráinsson Selma Aradóttir
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==