Súlur Áramótablaðið 2022-2023

14 Súlur, björgunarsveitin á Akureyri S úlur, björgunarsveitin á Akureyri hefur yfir að ráða öflugum og fjölbreyttum tækjakosti. Leitast sveitin við að geta komið til aðstoðar í sem flestum aðstæðum, hvort sem það er á landi eða sjó. Eins og við er að búast þarfnast slíkur tækjakostur bæði viðhalds, endurbóta og endurnýjunar reglulega. Misjafnt er hversu oft tæki eru endurnýjuð. Sleðar og Buggy bílar eru til dæmis endurnýjaðir með styttra millibili heldur en t.d. bátar og breyttir jeppar. Aldursforseti tækjanna er síðan snjóbíllinn enda er þar á ferð mjög öflugt og traust tæki. Ford Econline bíll sveitarinnar er núna í lagfæringum og endurbótum til að gera hann hentugri fyrir farþega- og sjúkraflutninga við allar aðstæður. Um leið fær hann nýjar merkingar sem munu gera hann miklu sýnilegri. Í fyrra fékk sveitin Rescue Runner sem fjallað var um í síðasta blaði. Hefur tækið reynst mjög vel við fjölbreyttar aðstæður. Frá upphafi hefur verið vilji til að hafa tvö slík tæki. Það eykur notkunarmöguleika auk þess sem það hefur mikið að segja fyrir öryggi þeirra sem stjórna tækjunum að vera tvö saman. Nýi Runnerinn er kominn til sveitarinnar og hafa tækin hlotið nöfnin Elding og Blossi. Í talsverðan tíma hafa verið uppi hug­ myndir um að sveitin eignist einangraðan fjölnotagám. Sá draumur er nú loksins orðinn að veruleika. Gámurinn er meðal annars hugsaður fyrir hluta flugeldasölu en síðustu ár hefur sveitin fengið að láni gáma fyrir það hlutverk. Megin hlutverk gámsins er samt að vera færanleg aðstaða fyrir sveitina. Hægt er að flytja gáminn og nota t.d. í gæsluverkefni, sem gistiaðstöðu utan þéttbýlis, sem aðstöðu fyrir drónahóp hvar sem er og sem færanlega stjórnstöð í aðgerðum. Eftir áramót verður farið í að útbúa gáminn þannig að hann nýtist sem best í þetta fjölþætta hlutverk. Endurnýjun og viðbætur

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==